Barbie frá helvíti

Svona af því að það eru milljón ár síðan ég bloggaði seinast og vegna þess að ég ætti að vera löngu byrjuð að læra þá ákvað ég að henda í eina snögga færslu hérna.

“Stelpudót” einsog Barbie, Bratz og fleiri dúkkur í þeim dúr hefur lengi verið gagnrýnt fyrir það að gefa börnum (stelpum aðalega) mjög brenglaða líkamsímynd. Þær eru jú alltof grannar, með alltof langa leggi og sumar hverjar eru einnig með alltof stóran haus. Þetta ku eiga að valda því að börn fari að trúa því að stelpur eigi að vera með alltof langa leggi og óendanlega  mjóar – og sennilega með alltof stóran haus.

Þar sem ég á strák sem leikur sér að slíku dóti þá er ég vel inní allri dótaflórunni – fólk þrjóskast til að troða upp á hann strákadóti sem hann hefur ekki áhuga á og svo, með heppni og umburðarlindi einstakra einstaklinga (þið vitið hver þið eruð), hefur hann einnig öðlast smá úrval af svona dúkkudruslum – sem hann elskar svo mikið. Og ég hef horft aðeins á strákadúkkurnar (ef barbie er dúkka þá er Spiderman dúkka, og Viddi og Bósi ljósár og og og og… Strákar leika sér með dúkkur!) og þær, sýnist mér, eru ekkert raunverulegri en stelpudúkkurnar.

Hérna er mynd af He-Man, sem var mikil hetja þegar ég var ung

Hérna er mynd af annari hetju, Batman

Og að lokum sá allra vinsælasti í dag - Spiderman

Sé gert ráð fyrir að börn séu jafn heimsk og áhrifagjörn varðandi strákadúkkur einsog þau eiga að vera þegar kemur að stelpudúkkum þá má vel sjá að þau hljóta að alast upp með þá ímynd í hausnum að strákar eigi að vera með alltof langar lappir (well ekki þeir sem eru á mínum aldri – þeir eiga að vera stubbar), með rosalega grannt og fyrirferðarlítið mitti, með lítið sem ekkert á milli fótanna og afskaplega herðabreiðir.

Ég held að það sé kominn tími á að í staðinn fyrir að berjast gegn því hvernig þetta drasl lítur út þá ætti fólk frekar að berjast gegn því hvaða ímynd fylgir því að leika með hvaða dót. Stelpa sem leikur sér með Spiderman er töff meðan strákur sem leikur sér með Barbie er ekki bara hallærislegur heldur líka nánast gerður að úrhraki úr sínu kyni – hann breitist í stelpustrák alveg sama hvaða önnur áhugamál og einkenni hann hefur.

3 Comments

 • By ella, January 29, 2012 @ 17:33

  Það yrði ekkert grín fyrir aumingja Heman að finna á sig passlegar síðbuxur.

 • By ella, January 29, 2012 @ 17:48

  Nú smellti ég svona af rælni á sjálfa mig í tenglunum þínum. Nú er blogcentral draslið víst alveg ónýtt og á jafnvel að fara að loka svæðinu mér til sárrar armæðu, vildi svo gjarnan geta lesið það í framtíðinni. Nú er ég með tvö önnur blogg og þú mátt gjarnan tengja frekar á þau. gamladaga.blogspot.com og handverkur.blogspot.com
  Nú er ég að hugsa um að vísa á þig. :)

 • By Edda Rós, February 29, 2012 @ 10:33

  Ég hafði mig loksins í að laga linkana – ég er greinilega ekki nógu dugleg að viðhalda blogginu mínu.

  Ég er þó mikið að velta því fyrir mér að taka það í gegn og fara að blogga reglulega, eða jafnvel að stofna nýtt blogg sem er kannski beinskeittara og meira um málefni og minna um mig.

  Ég læt þig vita hvað ég geri, þú ert nú dyggasti lesandinn minn ;-)

Other Links to this Post

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

You can add images to your comment by clicking here.