Posts tagged: próf

Gleðilegt nýtt ár!

Gleðilegt nýtt ár!

Núna er komið nýtt ár, mamma og pabbi fara aftur til síns heima á morgun – Ragna fer svo á miðvikudaginn og svo er próf á fimmtudaginn og ef Þórður stendur við sitt þá verður smá djamm á föstudaginn, svo er próf á þriðjudaginn (eftir viku) – þannig að það er nóg að gerast næstu daga. Svo kemur smá pása og svo er seinasta prófið 25. janúar.

Ég get ekki beðið eftir að þessi önn verður búin, já eða amk eftir að klára prófið sem verður á þriðjudaginn (eftir viku) því að þá fær maður smá tíma til að anda. Þá ætla ég líka að taka mig til og fara í gegnum mest allt draslið hérna og flokka Þórð í burtu – það er að segja föt og smáhluti, við erum víst ekki búin að skipta neinu öðru upp. En kannski verðum við komin eitthvað áleiðis með að gera það eftir hálfan mánuð – vonandi amk, ég vil nefnilega bara koma öllu á hreint.

Tags:

categories almennt

Seinna prófið

Jæja þá eru prófin, loksins, búin. Þetta fór ekki svo illa, ég fékk 10 – sem telst frekar góð einkunn. Ég er reyndar ekki alveg sátt við ástæðurnar sem ég fékk fyrir að fá ekki 12 EN ég ætla ekki að gera neitt í því. Ég vissi alveg að kennarinn, annar prófdómarinn, er asni. Það er kannski frekar hart að kalla manninn asna en málið er að þessi maður er asni, hann er ömurlegur kennari sem tekur öllum spurningum sem árás. Maður má ekki spyrja hann hvað hann sé að meina án þess að hann hlaupi allur í vörn og maður kemst aldrei að því hvað hann var að meina. En einsog ég sagði þá er þetta búið, þetta er ágæt einkunn (í heimi þar sem að gott er í alvörunni betra en ágætt) og prófið er loksins búið.

Annars vildi ég bara segja að það eru komnar nýjar myndir inn á síðuna hans Hrafnkels :-D

Næsta próf

Jæja þá er maður að gíra sig upp í að taka annað próf. Seinasta próf var svokallað project exam, semsagt prufað uppúr ákveðnu verkefni sem við gerðum sérstaklega með það í huga að það ætti að prófa í því, en þetta próf er kallað subject exam. Þar sem að námið skiptist í 4 svið, interaction – communication – visulisation – organisation, þá er sér próf uppúr þessum sviðum. Hver nemandi fær bara eitt svið sem hann er prófaður uppúr og við fengum að vita sviðin okkar í morgun – en prófið er á fimmtudaginn.

Ég fékk interaction, sem af flestum er talið lang erfiðasta sviðið. Hin þrjú sviðin eru kjaftafög, þú getur alltaf kjaftað þig frá öllu með því að segja bara nógu oft user-testing og target-audience. Þau svið eru að mestu huglæg, þó að vissulega liggi einhver fræði á bak við. EN interaction er kóðunin og svoleiðis stöff. Þú getur ekki sannfært php skránna að hún eigi að gera svona og svona við gagnagrunninn ef að þú getur ekki skrifað skipanirnar rétt.

Ég er ekkert rosalega stressuð yfir þessu, hefði svosem ekki verið svo stressuð ef ég hefði fengið eitthvað af hinum sviðunum þrem. Það eina sem böggar mig er að kennarinn sem er prófdómarinn er ekki vinur minn, eiginlega bara allt annað en vinur minn. Ég er samt núna fegin að ég kvartaði ekki opinberlega yfir honum í vetur þegar hann sagðist ekki ekki ætla að hjálpa mér ef ég ætlaði að halda áfram að gagnrýna skólann.

Það sem að böggar mig miklu meira en prófið er að ég hef sofið illa seinustu nætur (átt erfitt með að sofna og vaknað snemma) og er svo í þokkabót að kafna í kvefi.

Prófið mitt

Klukkan er orðið mikið og ég ætti að fara að sofa og ef ég ætlaði ekki að fara að sofa þá ætti ég að vaska upp og ganga aðeins frá í eldhúsinu og ef ég ætlaði ekki að gera það þá ætti ég að skjótast í sturtu og ef ekki það þá amk fara á klósettið… En samt sit ég hérna ennþá, ég er búin að vera að horfa á Gray’s Anatomy og velta fyrir mér smá flash vandamálið (fyrir heimasíðuna mína – ekki skólann) í allt kvöld. Ég er líka búin að vera að rembast við að finna uppá einhverju sem mig langaði til að borða, eitthvað til að halda uppá tólfuna mína – en það hefur gengið illa. Mig langaði líka ekkert í rauðvín eða eitthvað annað, ekki í nammi eða ís (fékk mér þó smá af hvoru, svona útaf því að ég var að halda uppá góða einkunn).

Ég held að ég hafi aldrei upplifað jafn mikla gleði og jafn mikinn létti yfir einni einkunn – og ég hef alveg fengið nokkrar tíur á ferlinum. Einsog flestir vita þá var seinasta próf, sem ég fór í í KTS, alger hörmung, mér leið illa inni í prófinu, var óánægð með hvernig það fór fram og óánægð með einkunnina sem ég fékk. Ég var ekkert svo stressuð yfir því prófi og það endaði hræðilega. Í morgun, áður en við fórum í prófið, þá æfðum við okkur og ég gat ekki talað – ég bara gat ekki komið frá mér gáfulegu orði. Það hjálpaði ekki til, einsog ég hef áður sagt, að hæsta einkunn sem ég vissi um í bekknum mínum þá var 7 og það voru alveg mjög hæfir einstaklingar búnir að fara inn.  Einstaklingar sem höfðu áður fengið tíur og tólfur.

Svo fórum við inn, prófið var skipt þannig að fyrst var hópurinn með kynningu saman, svo komum við inn fyrir prófdómarana – eitt í einu – og vorum spurð í þaula um hin ýmsu atriði sem tengdust verkefninu og kynningunni. Ég var nr 4 í röðinni og þegar kom að mér þá vissi ég ekkert hvað ég ætlaði að segja, ég vissi svosem hvaða atriði ég ætti að minnast á, en hvernig ég ætlaði að segja frá því var ennþá ráðgáta. Svo að ég bara byrjaði að tala og á einhvern undarlegan hátt þá bara talaði ég og talaði þangað til að ég áttaði mig á því að það var einn sem átti líka eftir að fá að tala og ég vissi ekkert hvernig tímanum leið. En ég sagði mikið af gáfulegum hlutum, mikið af hlutum sem við höfðum ekki einu sinni pælt í fyrr en ég ældi þeim þarna út úr mér (sem er kannski ekki gáfulegasta leiðin að þróa verkefni) og ég var gáttuð á sjálfri mér. Eftir á, þegar við vorum að tala saman hópurinn, þá sagði Michelle að það hefði verið sérstakt að fylgjast með mér tala, því að ég hefði bara talað og talað og sagt einn gáfulegan hlut á eftir öðrum og það hefði bara allt meikað sens. Ég er ekki að grínast ég held að ég hafi verið andsetin, ekki að ég viti ekkert um málið heldur þá á ég ekki alltaf mjög auðvelt með að halda þessar kynningar og það var svo margt sem ég sagði sem ég hafði ekki pælt í áður.

En já svo í einstaklingshlutanum þá gékk mér ágætlega. Kirsten var sú eina í hópnum sem að var óánægð með hvernig hennar próf gékk, hún var líka alveg rosalega stressuð – svo stressuð að ég vissi ekkert hvernig ég átti að haga mér í kringum hana. Við hin gerðum ráð fyrir sjöum og vonuðum að ná upp í tíur, hún gerði ráð fyrir 2 – en það var samt eiginlega útilokað, amk að mínu mati.

En já við fengum tólfur og tíu og við vorum mjög mjög ánægð – enda ekki annað hægt. Þegar við fengum svo útskýringu á einkunnunum þá sagði kennarinn okkar (semsagt innherja prófdómarinn) að það hefði verið “inspiration” að lesa skýrsluna okkar og fylgjast með kynningunni. Hann sagði að það hefði verið eitt smávægilegt atriði sem hann hefði saknað í skýrsluna – en það atriði hefði ekki verið skilyrði í verkefninu en hann hefði engu að síður viljað sjá að við vissum um hvað það snérist – en þar sem að við komum með það atriði í kynningunni sjálfri þá hefðum við komið í veg fyrir að fá mínus fyrir það.

Svo á eftir okkur þá fékk gamli hópurinn minn líka tólfur (hópurinn sem ég var með á seinustu önn) og það var gott að vita það líka – þau eru öll dugleg að vinna og mjög klár.

En já núna þegar ég er búin að monnta mig í nánari smáatriðum þá get ég kannski hætt í tölvunni – farið að pissa – farið svo uppí rúm (það má ganga frá, sturtast osfr á morgun, næsta próf er ekki fyrr en eftir viku)

Próf á morgun

Það er próf á morgun, fyrra prófið af 2. Ég hef ekki verið mjög stressuð, ég hef eiginlega frekar verið stressuð yfir stressskortinum í mér. Sérstaklega núna þegar er að koma í ljós að danski bekkurinn er að fá töluvert hærri einkunnir en við. Ekki að það komi algerlega á óvart – maður hefur alveg orðið var við það viðhorf hjá sumum kennurunum að danski bekkurinn sé eðal og við séum bara svona auka. Einnig var einn kennarinn okkar á þessari önn algerlega ótalandi á ensku, við þoldum hann ekki. Eða réttara sagt þá var svo erfitt að átta sig á því sem hann var að segja að maður nennti bara ekki að fylgjast almennilega með, hann byrjaði á setningu, hætti í henni miðri og byrjaði á annarri, hætti í henni miðri og byrjaði á þeirri þriðju, svo hætti hann í henni  miðri og kláraði setningu nr 2, já eða næstum því kannski þurfti hann að hætta aftur til að klára setningu nr 1. Svona talaði hann lengi lengi algerlega án þess að klára eina einustu setningu heila. En danski bekkurinn elskaði hann, sagði að hann væri geðveikt góður kennari osfr osfr.

En anyway þá hefur, held ég, enginn í mínum bekk fengið hærra en 7 enn sem komið er, á meðan 2 heilir hópar í danska bekknum hafa fengið 12. (kerfið er 00-0-2-4-7-10-12 og það eru 00 og 0 sem er fall). Kennarinn sem er prófdómarinn okkar er kóðari, eða réttara sagt hann er datamatician sem væri þá gagnagrunnafræðingur??? hann sérhæfir sig í SQL og mySQL og því hvernig það vinnur með php (boring – boring – BORING), hinn prófdómarinn, sá sem vinnur ekki hjá skólanum, virðist vera (ef gúgglið okkar virkaði) einhver sem að er með doktorsgráðu í gagnagrunnsfræðum, it-solutions (netlausnum?), og einhverju fleiru leiðinlegu. Semsagt þetta lofar ekki góðu, en það er aldrei að vita kannski verða þeir skemmtilegir…

En jæja það er víst best að fara að gera eitthvað af viti…. Wish me hard work!

Home sweet home

Við erum komin heim, það er alltaf best að koma heim. Við glottum aðeins þegar Hrafnkell sagði “við eigum risastórt hús, Öddi og Birna eiga bara pínu, pínu lítið hús” því að þau búa víst í einhverjum 100 fermetrum meira en við ;-) En vissulega er húsið okkar stærra þó að íbúðin okkar sé bara lítill hluti af því.

Ferðin frá Noregi tók dágóðan tíma en var nokkuð tíðindalaus. Við keyrðum frá Balestrand til Osló í gær, gistum svo í Hyttu í Osló í nótt og keyrðum svo til Köben í dag. Hrafnkell vildi helst bara taka Huldu, Bjössa og Hjöddu með okkur hingað og ég skil hann vel en við erum þó bara sátt við að vera heima hjá okkur. Verst að Doddi fer núna á kaf í prófaundirbúning, próf á þriðjudag og svo fer hann aftur uppeftir :-( Hann ætlar víst að byggja einhverja spítukofa þarna í Norge og eignast þannig einhverjar óverðlausar (haha hvað er andstæðan við verðlaust?) krónur.

Prófin mín eru svo 14. og 22. jan (ef ég man rétt) svo að ég er ekki enn farin að reyna að hugsa mikið um þau. Við ætlum að hittast hópurinn á þriðjudag og ræða aðeins stöðu mála og skipuleggja smá prófaundirbúning.

Það virðist vera að það sé furðulegur tæknidraugur í bílnum okkar. Fyrstu merkin voru þau að útvarpið okkar, sem spilar víst tónlist af minniskortum, velur hvaða lög eru skemmtileg og hver eru leiðinleg, þannig að stundum fær maður bara að hlusta á hluta af þeim lögum sem maður ætlar að hlusta á. Það er samt ekki samræmi á milli þess hvaða lög spilarinn vill hlusta á hverju sinni, stundum er ABBA í lagi en stundum vill hann bara Amy Winehouse. Svo fór tölvan mín að haga sér undarlega, ekki nóg með það að hún gat ekki þegið straum úr hleðslutækinu og verið kveikt á henni á sama tíma (alltaf þegar maður kveikti á henni þá rofnaði straumurinn) heldur voru allar hleðslutækisleiðslurnar að detta í sundur (semsagt straumbreytir í kveikjara, hleðslutæki í straumbreyti, snúran í straumbreytinn eða snúran í tölvuna) þrátt fyrir að þetta væri marg skoðað og lagað. Svo hrundi gps tækið niður, bara alltíeinu. Það heyrðist líka, á tímabili, skrítið hljóð einsog ískur í gööööööömlu segulbandstæki sem er að spila tóma spólu.

Annars er músin á lífi, á nóg vatn eftir og helling af mat – hún er líka búin að endurraða saginu í búrinu og búa til vel myndarlegan haug í eitt hornið. Hún er líka orðin stór og feit, maður fer að hallast að því að kvikindið sé barasta rotta eða eitthvað (nei kannski ekki alveg). Fiskarnir eru flestir á lífi, ég er búin að sjá einn sem er “ekki hress” en annars virðast þeir sprækir.

Svo fer morgundagurinn í að fara með Hrafnkel í leikskólann – stuttur dagur (það var erfitt að sofna í gærkveldi og í kvöld – einhver spenna í barninu) sennilega – og koma drasli fyrir, versla í matinn, græja og gera (prufa matvinnsluvélina sem við fengum frá tengdó (get ekki beðið *stjörnuríaugunum* (er búin að langa í svona í svoldinn tíma))).

En já þegar við komum heim þá var kallt í Köben – eða -6°c, og við (kreppuþjáðir íslendingar) höfðum auðvitað lækkað á öllum ofnum áður en við fórum :-/ Þannig að þegar maður kom inn fyrst þá leið manni ekkert smá vel að koma inn í hlýjuna en svo fór maður að átta sig á raunveruleikanum, það var bara ekkert kalt hlýtt inni hjá okkur. Eiginlega bara skítakuldi – svo að ofnarnir voru gíraðir upp (líka aukarafmagnsofninn sem okkur áskotnaðist í sumar (einhver hefur örugglega verið að flytja heim í hið vel upphitaða Ísland)). Svo ákvað ég að fara í sturtu og þá fann ég að það virðist vera einhver hitavatnsskortur í húsinu því að ég gat sturtað mig með því að skrúfa bara frá heita vatninu (ég veit að heita vatnið er heitara heima en hér en maður þarf samt alveg að blanda það hérna með köldu vatni – yfirleitt amk) og það var samt aðeins kaldari sturta en venjulega þegar ég fer í sturtu.  EN engu að síður er gott að koma heim og það VERÐUR HEITT bráðum…