Posts tagged: Osló

Spennandi tímar

Þessi önn snýst aðalega um samvinnu við alvöru fyrirtæki. Fyrsta vikan á önninni fer því í það að komast í tengsl við fyrirtæki. Í þessari viku hafa nokkur fyrirtæki komið í skólann og lýst því hvað þau eru að gera og hvað þau vilja að við gerum – sum hafa komið virkilega á óvart og önnur hafa valdið manni ótrúlegum vonbrigðum.

Við, í hópnum mínum (sem er ég, Michelle og Kirsten – Jeffrey og Morten fóru til Cumbria og eru þess vegna ekki memm lengur), erum búin að hafa samband við 5 fyrirtæki. 2 sem við höfum verulegan áhuga á, 2 sem gætu verið ok og 1 sem væri örugglega mjög áhugavert en er líka alveg rosalega mikil eftirspurn eftir (ætli það óski ekki amk helmingurinn af 4ðu önn eftir að komast að hjá þeim). Það jákvæða er að þessi 2 sem við höfum áhuga á eru þau einu sem hafa svarað okkur strax. Þau eru Startour og JDS-Architects, semsagt eitt gamalt og rótgróið ferðamálafyrirtæki (það stærsta í DK) og eitt ungt arkitektafyrirtæki í mikilli framsókn (hannar td nýja skýðahoppipallinn í Osló – Holmenkollen).

Vonandi kemur svo í ljós fyrir helgi, já eða um helgina, hvort við fáum annað þessara fyrirtækja. Það hljómar amk mjög spennandi, ekki bara að vera að vinna með alvöru fyrirtækjum, að vera að vinna með fyrirtækjum sem eru í alvörunni þekkt á sínum sviðum. Ef það, sem við gerum, er notað gæti það skilað sér í mjög góðum dæmi til að hafa á CV hjá sér.

Annars hvað varðar Hrafnkel þá fórum við með hann til læknis á þriðjudaginn. Hægra eyrað hjá honum var stokkbólgið og mjög rautt en það vinstra alveg fínt þar af leiðandi sagði læknirinn að þetta væri örugglega bakteríueyrnabólga (þar sem að vírusar vilja víst dreyfa sér meira og vera í báðum eyrunum, sérstaklega þar sem þetta var orðið frekar slæmt) og þess vegna fékk hann pensilín og verkjastíla. Pensilínið er auðvitað viðbjóðslega vont á bragðið, ég myndi segja eyrnamergur falinn í sykur-gerfi-ávaxtabragði. Við erum samt sammála um að hann verði að taka lyfið sitt því að það séu lítil skrímsli í eyranu sem vilji bara meiða eyrað og það bara þurfi lyfið til að drepa þessi skrímsli. Lyfið fer nefnilega úr mallanum og upp í eyrað og drepur skrímslin, það sé ekki nóg að berja sig í hausinn með Svampi Sveinssyni (bangsa) – hann er bara ekki skrímslabani. Þar fyrir utan eru smá verðlaun fyrir að vera duglegur að taka lyfið sitt.

Hann virðist reyndar ennþá finna til í eyranu og það er mjög viðkvæmt svo að hann fer ekkert í leikskólann fyrr en á mánudag. Þeir voru saman heima feðgarnir í dag, Hrafnkell segir að það hafi verið gaman en mér skilst á pabbanum að pjakkurinn hafi farið nokkrum sinnum fram til að “bíða eftir að mamma komi heim”. Ekki skrítið að barnið sé háð mér svosem.

Get ekki beðið

Á morgun leggjum við af stað heim, stefnan er að leggja af stað um 9 leytið og keyra alla leið til Osló – amk eins mikið og hægt er að keyra og taka ferjur rest. (mikið voðalega yrði ég pirruð ef ég þyrfti að reiða mig á ferju alltaf þegar ég æltaði að færa á mér rassgatið eitthvað) Svo verður gist í hyttu um nóttina og svo keyrt til Kaupmannahafnar á sunnudag. Á mánudag tekur svo við “semi-eðlilegt” líf, Hrafnkell fer í Börnehaven og maður fer að hafa samband við skólafélagana til að skipuleggja lærdóm.

Ég er orðin þreytt á Noregi í bili, hérna eru læti allan daginn og það er lítið hægt að gera nema að bíða eftir að það komi nótt – þá eru amk nokkrir rólegir klukkutímar. Við erum ekki vön að hafa þetta þannig, heima í Solbakken er yfirleitt alltaf mjög rólegt á kvöldin því að þá er Hrafnkell sofandi. Aðrir staðir sem við erum vön að heimsækja innihalda ekki svona mörg fjörug börn þannig að það er alveg séns að fá ró og næði – munurinn er þó að hérna hefur Hrafnkell einhverja til að leika við (og slást við) en annarsstaðar þá eru mestu lætin í honum að leiðast.

Þar fyrir utan þá var ekki pláss fyrir kerruna með svo að við Hrafnkell förum ekki langt ef við ætlum út í labbitúr – það er ekkert hérna nærri til að labba að og skoða (amk hef ég ekki fundið neitt ennþá). Heima er alltaf hægt að fara á nýja og nýja staði – enda landið flatt og vegir liggja til allra átta ;-)

Ég hef verið að reyna að vinna að heimasíðunni, eftir að ég náði að gera bloggið nokkurnvegin klárt (ja fyrir utan smá vandamál sem ég þarf að leysa þegar ég kem heim), en það gengur hægt. Enda eru læti ekki besta vinnuaðstaðan – fyrir utan að þurfa að skamma allan daginn til þess að reyna að halda friðinn.

Anyway Köbenhavn – Jeg kommer snart igen…

ps. Mamma – ég veit að þú myndir aldrei hafa mat sem þú veist að mér finnst vondur ;-) Annars var þessi kalkúnn ætur – ekki mikið meira en það. Meðlætið var gott.

pps. Ég nenni ekki að skrifa áramótapistil núna – hann kemur bara seinna