Posts tagged: myndir

Nokkrar myndir í viðbót

Hrafnkell sofandi eftir 4 ára afmælissirkusferðina

hrafnkell_sofandi

Hrafnkell skrifaði nafnið sitt sjálfur (eftir fyrirmynd reyndar) og teiknaði flott blóm

hrafnkell

Svona líta eyðimerkurrotturnar okkar út, þetta er Manni

manni2

Og önnur mynd af Manna þar sem að Nonni er ekki jafn athyglissjúkur

manni

Fleiri myndir

Ég er búin, ótrúlegt en satt, að bæta við myndum í maí albúmið.
Nýjar myndir
Endilega skoðiði myndirnar, gefið þeim stjörnur og comment osfr. Það er líka kúl að skoða myndirnar sem slideshow, amk finnst okkur Hrafnkeli það ;-)

Smá mini aukafrétt

Ég er búin að vera dugleg og setja inn bæði nýjar myndir og gamlar inná gallerýið mitt endilega kíkjið

http://eddaros.com/gallery/main.php?g2_itemId=277

það ætti að vera lykilorð – ef allt er að virka rétt – og það ætti að vera bara það sama og það var á barnalandssíðunni

Seinna prófið

Jæja þá eru prófin, loksins, búin. Þetta fór ekki svo illa, ég fékk 10 – sem telst frekar góð einkunn. Ég er reyndar ekki alveg sátt við ástæðurnar sem ég fékk fyrir að fá ekki 12 EN ég ætla ekki að gera neitt í því. Ég vissi alveg að kennarinn, annar prófdómarinn, er asni. Það er kannski frekar hart að kalla manninn asna en málið er að þessi maður er asni, hann er ömurlegur kennari sem tekur öllum spurningum sem árás. Maður má ekki spyrja hann hvað hann sé að meina án þess að hann hlaupi allur í vörn og maður kemst aldrei að því hvað hann var að meina. En einsog ég sagði þá er þetta búið, þetta er ágæt einkunn (í heimi þar sem að gott er í alvörunni betra en ágætt) og prófið er loksins búið.

Annars vildi ég bara segja að það eru komnar nýjar myndir inn á síðuna hans Hrafnkels :-D

Jólakortamyndir

[nggallery id=1]

Þessar myndir notaði ég í jólakortin 2008. Þessar eru reyndar aðeins kroppaðar vegna þess að myndaforritið hérna vill bara myndir sem eru í gullinsniði.