Posts tagged: Magni Steinn

dagur 2

Já eða ætti maður að segja nótt 2? Amk þá er Hrafnkell búinn að sofa tvær nætur bleyjulaus og ekkert slys. Þetta þykir nokkuð merkilegt hérna á heimilinu þar sem að ákvörðunin um að prufa bleyjuleysið var tekin útaf því að við nennum ekki að kaupa fleiri bleyjur.

Vonandi heldur þetta bara áfram að ganga svona vel :-) Hrafnkell er amk mjög ánægður með að færast einu skrefi nær því að vera jafn stór og Magni Steinn. Við vorum aðeins að ræða þá frændur um daginn og það þótti ekki lítið merkilegt þegar ég sagði að Hartmann væri smábarn, Hrafnkell væri krakki en Magni Steinn væri alveg að verða unglingur og að unglingar væru krakkar sem væru að breytast í fullorðna. Það fannst Hrafnkeli sko kúl, að hans eigin frændi væri að fara að breytast í fullorðinn – einsog fyrir galdra.

Þá ákvað Hrafnkell líka að þegar hann yrði fullorðinn, einsog Magni Steinn, þá ætlaði hann sko að fara að keyra um í bíl með Magna Stein og hann ætlaði sko sjálfur að keyra en Magni Steinn á að sitja í mömmusæti – og þeir ætluðu sko að drekka kók líka! Hann ætlar greinilega að gera allt sem hann má ekki gera núna.

En já það ku vera gott að vera stór einsog Magni Steinn :-)

Hrotur og skókaup

Um daginn var erfið nótt, Hrafnkell vaknaði oft og bað um vatn og hitt og þetta og þar fyrir utan þá var hann líka að vakna og skríða uppí (sem hann gerir ca. aldrei) og svo fara aftur í rúmið sitt. Morguninn eftir vorum við aðeins að ræða þetta og ég sagði að hann mætti ekki vera svona mikið á flandri á nóttunni því að ég gæti ekki sofið þegar hann væri alltaf að koma upp í og fara og koma og fara. Þá leit barnið á mig og sagði með vanþóknunarþjósti “mamma, þegar ég er að reyna að sofna og þú gerir bara svona *mjög ýkt hrotuhljóð* þá get ég heldur ekkert sofnað!”

Það er slæmt að maður haldi svona vöku fyrir vesalings barninu.

Annars virðist vera erfitt að vera 4 ára, já eða barnið er loksins að vinna úr því að vera á svona flandri allt sumarið – pabbaleysið 2x – ofl. Hann vill amk ekki fara í leikskólann, ekki útaf því að það sé svo leiðinlegt eða eitthvað svoleiðis heldur útaf því að hann saknar mömmu sinnar svo mikið – amk segir hann það sjálfur. Hann segir að það skipti sko engu máli hvað það er gaman því að hann saknar mín svo rosalega mikið og í morgun svór hann (segir maður það ekki svona?) að hann myndi sko frekar vera heima hjá mér og gera ekki neitt allan daginn en að fara með einhverjum öðrum að leika sér eða í bíó eða eitthvað.

En eigum við ekki öll svona tímabil þar sem að okkur langar helst að gera eitthvað annað en það sem við þurfum að gera? Enda hefur hann það alveg ágætt í leikskólanum (þrátt fyrir allann söknuðinn). Í kvöld ætla ég að reyna að  koma honum extra snemma í rúmið, kannski skilar það sér í glaðari dreng. Við ætlum líka að fara saman og kaupa nýja skó, ódýru H&M skódruslurnar sem ég keypti í sumar eru að syngja sitt síðasta – enda hafa þær enst alveg allan peninginn (sem var ekki mikill). Þessi skókaupaáhugi barnsins (ég mátti sko ekki fara án hans að kaupa skó því að honum vantar svo að fá græna skó) fékk mig til að hugsa til Elvu systur minnar, ætli það  væri ekki best ef að Hrafnkell og Elva gætu farið að kaupa skó saman og ég og Magni Steinn gætum bara gert eitthvað annað á meðan ;-) En fólk getur víst ekki gengið um á tásunum allann ársins hring.

Ný síða

Ég hef ekki bloggað mikið undanfarið, hef satt best að segja ekki verið í stuði til að segja frá einu né neinu. Þrátt fyrir að Magni Steinn hafi verið hérna hjá mér í eina skemmtilega viku þá hefur framtíðin átt hug minn allan. Ég komst ekki inn í skólann, ég virðist ekki hafa komist inn eftir að biðlistanemendurnir voru teknir inn en þrátt fyrir að ég hafi sent tölvupóst og óskað eftir að fá endanlegt svar þá hef ég ekki fengið það. Skólinn byrjar á miðvikudaginn í næstu viku svo að ég efast stórlega um að einhver undur og stórmerki gerist þangað til. Það sem mér finnst verra en að hafa ekki komist inn er að vita hverjir komust inn, því að þar á meðal er fólk sem mér fannst undarlegt að skildi útskrifast yfirleitt. Fólk sem var ekki bara með verri einkunnir en ég heldur líka með töluvert lægri einkunnir en ég – en hinsvegar er það fólk sem þarf að borga skólagjöld. Djöfulli er ég komin með leið á þessari útlendingastefnu dana. Danir eru ógeðslega fordómafullir, leiðir og pirraðir yfir öllum innflytjendunum en engu að síður þá vilja þeir helst af öllu fá þetta fólk í skólana sína. Þetta er útaf skólagjöldunum, þeir græða svo mikið á því að fá þetta fólk hingað. Svo getur þetta fólk heldur ekki fallið, sem er ennþá meira pirrandi fyrir okkur hvítingjana. Auðvitað eru sumir af þeim í skóla til að læra en það er líka augljóst að flestir af þeim eru í skóla til að fá visa.

En já anyway þar sem að ég komst ekki inn í skólann þá veit ég ekki hvað í fjandanum ég á að gera og ég hata að vera svona stefnulaus. Það er of seint að reyna að skrá sig í einhver önnur nám svo að það eina sem er í stöðunni er að reyna að fá vinnu einhverstaðar. Þó að maður geti ekki beint verið picky þá vil ég nú fyrst reyna á það að fá vinnu sem hefur eitthvað með mína menntun að gera, svona áður en maður fer í skeiningarog skúringar.  Ég er því bæði búin að sækja um slatta af störfum (það er ekki beint mikið í boði, en samt eitthvað), einnig búin að senda umsókn á staði sem eru ekki að leita að fólki, og svo ákvað ég að uppfæra heimasíðuna mína með það í huga að hún sé nokkurnskonar portfolio fyrir mig.

Svo að ég  hef uppfært heimasíðuna mína, er ennþá að slípa hana til, breyta og laga texta við myndir og ég á eftir að bæta við linkum á heimasíður sem ég hef gert en endilega kíkið, skoðið og kommentið.

www.eddaros.com

Mikið að gera

Það er mikið að gera þessa dagana, aðalega þó í skólanum. Kúnninn virðist ekki skilja þegar við segjum honum að þrátt fyrir allt þá sé þetta skólaverkefni og að við höfum skiladag sem við verðum að virða ef við ætlum að fá að taka prófið og útskrifast, og það gerir málin eilítið flóknari en þau þyrftu að vera. Við erum reyndar búnar að ræða þetta innan hópsins og búnar að ákveða að núna þá ætlum við bara að gera hlutina eins vel og tíminn leyfir, eftir okkar höfði, og ef kúnninn vill ennþá nota síðuna og vill ennþá fá breytingar þegar við erum búnar að skila verkefninu til skólans þá getur kúnninn alveg beðið okkur um að gera breytingar og vinna að síðunni í sumar – gegn gjaldi auðvitað. Við erum reyndar 2 í hópnum sem erum svolítið að vonast til að svo verði (að kúnninn vilji borga okkur fyrir að vinna að síðunni í sumar) því að okkur vantar pening. Sú þriðja er alveg róleg því að hún fær SU (danska skólastyrkinn) í sumar (vegna þess að í DK þurfa nemendur að fá frí einsog aðrar vinnandi stéttir) og þar fyrir utan getur hún stokkið inní gamla starfið sitt á Jylland þar sem hún fær amk 17000dkr á hálfsmánaðar fresti – sem gerir um 25000dkr á mánuði sem  er meira en 500þús íslenskar! Svo að hún þarf ekkert að pæla of mikið í þessu.

Annað í fréttum er að allir fiskarnir okkar eru dauðir, það er bara einn snigill eftir og hann er frekar slappur. Hrafnkell fann nefnilega hnetu úti í garði, kom með hana inn, opnaði hana og laumaði svo sjálfri hnetunni ofan í fiskabúrið. Einhverju seinna tók ég þó eftir hnetunni en ég hélt að það gerði nú ekki svo mikið til, en morguninn voru allir fiskarnir dauðir eða deyjandi. Svo að núna þurfum við að ákveða hvað við gerum, hvor að við kaupum einhverja ódýra fiska eða hvort að við pökkum búrinu niður í bili. Hvort heldur sem er þá þarf örugglega að taka allt í gegn og þrífa, sjóða það sem hægt er að sjóða osfr til að drepa niður hvað sem það var sem að drap fiskana.

Við höfum ekkert heyrt frá Bispebjerg hospital um það hvenær við eigum að fara með Hrafnkel í tjekkið. Ég er farin að vera svoldið óróleg útaf þessu því að ég hef heyrt sögur af fólki sem hefur verið að bíða eftir sambærilegum bréfum (veit reyndar ekki hvort það var frá sama sjúkrahúsi) og fengu þau of seint. Td þá var einn vinur minn hérna að fara með kærustunni sinni í fóstureyðingu, þau voru búin að fara í öll viðtölin og fá grænt ljós á aðgerðina og voru send heim og sagt að þau myndu fá tilkynningu í póstinum um það hvenær aðgerðin yrði framkvæmd (já þetta eru danir, þurfa alltaf að vera með vesen). Þau fengu bréfið kl 1 og í því stóð að aðgerðin ætti að fara fram kl 11  sama morgun. Ég varð ekkert smá reið fyrir þeirra hönd, þó að málunum hefði verið reddað, því að þetta er ekki aðgerð sem má bíða, hver dagur skiptir máli -enda má gera ráð fyrir að kona sé komin amk 4-5 vikur áður en hún áttar sig á því að hún er ólétt, svo koma einhverjir dagar þar sem að hún veltir möguleikum fyrir sér, svo er viðtal og annað viðtal og það tekur þá einhverja daga í viðbót, svo er þá að bíða eftir þessu bréfi og það gerir einhverja daga í viðbót og það má ekki framkvæma þessa aðgerð eftir 12 vikurnar. Einnig hugsa ég að það sé erfiðara fyrir konu að fara í þessa aðgerð eftir því sem að hún er ólétt lengur. En já amk þá erum við ekki búin að fá tíma uppi á sjúkrahúsi (sem ég veit ekkert hvort er uppi eða ekki, það er bara svo eðlilegt að segja uppi á sjúkrahúsi).

Um páskana þá varð ég aftur frænka, núna er ég rík og á 2 náfrændur, einn stóran sem ég hef ekki séð í alltof langan tíma og enn lítinn sem ég sá reyndar um páskana en ég sá bara alltof lítið af honum og alltof stutt. Hrafnkeli fannst þessi frændi mjög merkilegur, hann var ótrúlega lítill en gat grenjað ótrúlega hátt – eiginlega alltof hátt. Þessi frændi var samt ótrúlega leiðinlegur, uppfyllti ekki væntingar um skemmtanagildi, en samt merkilegur. Hefði Hrafnkell getað skipt honum Hartmanni Völundi út fyrir Magna Stein þá hefði það verið gert á núll einni (enda var það stærsti gallinn við Íslandsförina að Magni Steinn skildi ekki vera þarna einsog hann átti að vera) en samt var sá litli merkilegur. 

Svo eftir páska, rétt áður en við fórum til baka til DK, þá gistum við 2 nætur hjá Frosta og Sonju og þau eiga bæði einn stóran strák og eina 9 mánaða skruddu. Hrafnkeli líkaði mjög vel við það að hafa þau 2 til að leika við. Stelpan var einmitt mjög skemmtileg, og áhugaverð, en honum fannst hún frekar erfið í umgengni. Hann varð að passa að hún borðaði ekki dótið hans (hún er alger ryksuga, litla rófan) og þar fyrir utan þá átti hún það til að meiða hann aðeins og ef hann svaraði fyrir sig þá þurfti svo lítið til að hún færi að grenja og þá fékk hann samviskubit (haha ég sá það á svipnum á honum, hann ýtti aðeins við henni og hún fór að grenja og hann var næstum farinn að grenja sjálfur hann skammaðist sín svo mikið þó að það hefði enginn skammað hann). Hún var eiginlega erfiðari en hún var skemmtileg og því var hann voða feginn þegar heimsóknin var búin.

Þessi tvö litlubörn urðu svo til þess að við Doddi fengum frið frá “við skulum eignast litla barn” tuðinu í 2,5 vikur. Það var ágætt því að þetta var orðið frekar þreytt þarna fyrir páska. En í morgun þá vaknaði Hrafnkell fílelfdur og vildi eignast litla barn, hann var búinn að plana hvar litlabarnarúmið ætti að vera og sagði að ég gæti bara gefið barninu að drekka úr brjóstunum mínum, ég þyrfti bara að vera duglega að drekka mjólk, djús og kók til að litla barnið gæti fengið mjólk, djús eða kók úr brjóstunum – rökrétt ekki satt? Ég bennti honum á að litlabarnarúmið væri eiginlega fyrir öllu dótinu hans og ef við fengum litla barn og settum rúmið þarna þá gæti hann ekkert leikið sér að dótinu sínu. Lausnin á því vandamáli var einföld, við geymum bara litla barnið í stofunni. Svo fórum við inní stofu og hann sýndi okkur hvar litlabarnarúmið gæti verið í stofunni og hvernig við þyrftum að labba í kringum það til að meiða ekki barnið. Svo labbaði hann þvert fyrir svæðið tilkynnti að það mætti alls ekki labba svona yfir litla barnið því að þá kæmi blóð og barnið myndi meiða sig ofsalega mikið og við vildum það ekki. 

En anyway þá vona ég að þessi morgun hafi bara verið einstakur, mér finnst þetta “ég vil eignast litlabarn” tal ekkert skemmtilegt svona til lengdar.