Posts tagged: læti

Þreytt á hávaða og látum

Ég er orðin þreytt á hávaða og látum hérna. Mikið rosalega er ég samt stolt af mínum syni, þetta gæti verið móðurástin sem gerir mig blinda, mér finnst hann vera lang þægastur og taka tiltali lang best.

Ég velti því þó fyrir mér hvort að ég sé svona rosalega ströng mamma því að það er svo margt sem að viðgengst hérna sem myndi aldrei leifast á mínu heimili. Við Doddi erum, sem betur fer, alveg sammála um þetta – svo að við verðum sennilega hræðilega vondu foreldrarnir þegar/ef við eignumst fleiri unga. Við verðum með einhvern ofur heraga LOL ;-)

Maður sér samt alveg hvernig svona hegðun smitast út frá sér, því að við sjáum takta hjá Hrafnkel sem sjást almennt séð ekki. Takta sem við teljum að hann sé að apa eftir frændsystkinum sínum. Þetta er samt alveg synd því að þegar þau (Hrafnkell og Þórný frænka hans) taka sig til og leika fallega þá eru þau að leika rosalega fallega. En þess á milli *argh*

Ég er að verða nokkuð sátt við lúkkið á síðunni, búin að prufa nokkrar útgáfur, breyta og bæta. Er reyndar með hugmynd um eitt sem ég vil bæta við, en ég geri það þá ekki fyrr en við komum heim til Danmerkur.