Posts tagged: kókosmjólk

Sveppa-kókossósa….

Ég veit að ég var búin að segjast kannski tala um eitthvað annað en mat, en ég prufaði þessa sósu með fimmtudagskjúklingnum (hehe bara heill kjúlli í ofni – voða simple) og hún var AWESOME.

Semsagt einn heill laukur skorinn niður í bita, ógeðslega mikið af niðurskornum sveppum – ég er að meina að þetta var alveg hálfur pottur saman – og smjörklípa sett saman í pott, látið malla þar til að sveppirnir og laukurinn er orðið mjúkt og djúsí. Þá er einni dós af kókosmjólk helt yfir og allt látið malla aðeins.

Ekki hræðast vibbalega gráa litinn, hann skánar og bragðið gerir þetta allt þess virði. En já svo er þetta smakkað til með salt og pipar og svo bara borið fram.

Ég gæti vel hugsað mér að prufa að bæta við kannski annarri dós af kókosmjólk, og skella svo nokkrum bitum af niður rifnum kjúlla út í og kalla þetta súpu.

★★★★★ Fiskréttur

Í gær gerði ég góða fiskrétt í ofni, rétt sem að gikkurinn sonur minn fílaði í botn :-)

Ég setti hrísgrjón (parboiled því að þau eru aðeins hollari, fyrir mig eru hrísgrjón eiginlega algert eitur því að þau hafa svo slæm áhrif á blóðsykurinn) í pott með vatni – sauð þau þar til að þau voru farin að brúnast á botninum (óvart, ég er mesti klaufi í heimi þegar kemur að því að sjóða hrísgrjón).

Ég græjaði sósu í potti, ein dós af kókosmjólk (svona í hálfdósarstærð, sem er stærri gerðin af kókosmjólkurdósum – amk af þeim sem ég hef fundið) sem ég kryddaði til. Ég notaði dash af laukdufti, hvítlauksdufti og salti, böns af svörtum pipar og svo MIKIÐ af venjulegu karrýi (því ég elska karrý og kókosmjólk saman). Þetta sauð ég aðeins og bragðaði til, hafði það frekar sterkt en svo varð þetta ekki svo sterkt (en mjög gott samt) því að ég bætti mjólk út í.

Svo græjaði ég 3 eldföst mót, en ég á alveg snilldar mót úr Ikea sem passa fullkomlega í eina máltíð fyrir okkur tvö, setti hrísgrjón í botninn á þeim, svo hálffrosinn hvítan fisk (sem heitir pangasius í dönskum búðum – ekkert sérstakur fiskur og eiginlega alger þörf að hafa eitthvað bragðsterkt með – eða amk að rétturinn snúist ekki um gott fiskbragð), svo frosnar rækjur, svo sósa – þar sem að hún var ekki alveg nóg í öll 3 formin þá bætti ég aðeins af mjólk út í (en kannski hefði ég ekki þurft að gera það, rétturinn var alveg mjög blautur og hefði mátt verða þurrari) og svo rifinn ostur ofan á allt.

Eitt formið fór svo inn í ofn, á ca. 200°c blástur, nógu lengi til að osturinn var vel brúnaður (veit ekki 25-35 mín) og fiskurinn eldaður, hin formin stóðu á bekknum í smá stund – meðan þau kólnuðu smá – og fóru svo í poka og í frystinn. Svo að núna á ég 2 skammta af geggjuðum fiskrétti tilbúna í frystinum :-D

Kjúklingapönnueitthvað

Ég var eitthvað að prufa mig áfram áðan og það bragðaðist svona líka guðdómlega :-) Veit svosem ekki hversu hollt þetta er – en þetta er amk ekki óholt ;-) En já sorry þetta er lítil uppskrift

  • 1 kjúklingabringa, niðurskorin í teninga og steikt á pönnu
  • 1/4 paprika (notaði gula), niðurskorin og sett á pönnuna þegar kjúklingurinn er næstum steiktur (má örugglega fara fyrr)
  • Þetta er kryddað með vel af laukdufti, hvítlauksdufti og smá paprikkukryddi
  • 1/2 dós (æi hálf svona afbrygðilega lítil dós) af kókosmjólk hellt út á og látið malla smá
  • 2 sneiðar af niðurskornum, niðursoðnum ananas + 3-4 msk af safanum er sett út á og látið malla meira
  • Jafnað aðeins með hveiti og vatni
  • og svo saltað með ca 1 tsk sjávarsalti í lokin (útaf því að ég gleymdi því alveg fram að því)

Þetta er ógeðslega einfalt og ógeðslega gott. Ég borðaði þetta með gufusoðnum, niðurskornum sætum kartöflum (sem passaði reyndar bara semi vel við) og spagettíi en ég held að það myndi passa betur að hafa hrísgrjón (nema bara að þau (sérstaklega hvít) eru frá djöflinum komin skv. “mataræðinu”)