Posts tagged: kjúklingur

Sveppa-kókossósa….

Ég veit að ég var búin að segjast kannski tala um eitthvað annað en mat, en ég prufaði þessa sósu með fimmtudagskjúklingnum (hehe bara heill kjúlli í ofni – voða simple) og hún var AWESOME.

Semsagt einn heill laukur skorinn niður í bita, ógeðslega mikið af niðurskornum sveppum – ég er að meina að þetta var alveg hálfur pottur saman – og smjörklípa sett saman í pott, látið malla þar til að sveppirnir og laukurinn er orðið mjúkt og djúsí. Þá er einni dós af kókosmjólk helt yfir og allt látið malla aðeins.

Ekki hræðast vibbalega gráa litinn, hann skánar og bragðið gerir þetta allt þess virði. En já svo er þetta smakkað til með salt og pipar og svo bara borið fram.

Ég gæti vel hugsað mér að prufa að bæta við kannski annarri dós af kókosmjólk, og skella svo nokkrum bitum af niður rifnum kjúlla út í og kalla þetta súpu.

Kjúklingapönnueitthvað

Ég var eitthvað að prufa mig áfram áðan og það bragðaðist svona líka guðdómlega :-) Veit svosem ekki hversu hollt þetta er – en þetta er amk ekki óholt ;-) En já sorry þetta er lítil uppskrift

  • 1 kjúklingabringa, niðurskorin í teninga og steikt á pönnu
  • 1/4 paprika (notaði gula), niðurskorin og sett á pönnuna þegar kjúklingurinn er næstum steiktur (má örugglega fara fyrr)
  • Þetta er kryddað með vel af laukdufti, hvítlauksdufti og smá paprikkukryddi
  • 1/2 dós (æi hálf svona afbrygðilega lítil dós) af kókosmjólk hellt út á og látið malla smá
  • 2 sneiðar af niðurskornum, niðursoðnum ananas + 3-4 msk af safanum er sett út á og látið malla meira
  • Jafnað aðeins með hveiti og vatni
  • og svo saltað með ca 1 tsk sjávarsalti í lokin (útaf því að ég gleymdi því alveg fram að því)

Þetta er ógeðslega einfalt og ógeðslega gott. Ég borðaði þetta með gufusoðnum, niðurskornum sætum kartöflum (sem passaði reyndar bara semi vel við) og spagettíi en ég held að það myndi passa betur að hafa hrísgrjón (nema bara að þau (sérstaklega hvít) eru frá djöflinum komin skv. “mataræðinu”)