Posts tagged: hveiti

Pönnukökur – úr gulu bókinni, mín útgáfa

Það eru ansi margir sem að slumpa bara þegar þeir hræra í pönnukökudeig, mér finnst það aðdáunarvert en ég er engu að síður manneskja sem get ekki slumpað í bakstri. Get það hugsanlega í eldamennsku en er samt almennt séð ekki mikil slump-manneskja. En þar sem að ég slumpa ekki í pönnukökubakstri þá þarf ég auðvitað að hafa uppskrift og þá er nú heppilegt að ég á bestu pönnukökuuppskrift í heimi (hef prufað eina aðra og þó að hún væri ágæt þá var hún ekki rétt hehe) og hérna kemur hún:

 • 2 1/2 dl hveiti
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • (1/2 msk sykur) ég sleppi sykrinum oftast þar sem að hann veldur því að það eru meiri líkur á því að pönnukökurnar festist við pönnuna ef maður notar sykur, einnig borða ég pönnukökur ansi oft bara upprúllaðar með sykri. Það er í alvörunni alger óþarfi að hafa sykur í deginu.
 • 2 egg
 • 4 dl mjólk (nýmjólk er best, þeim mun feitara sem degið er, þeim mun minni líkur á að kökurnar festist við pönnuna)
 • 1/2 tsk vanilludropar (ég reyndar nota oft aðeins meira, eða skipti þessu út fyrir vanillusykur þar sem að hann er miklu ódýrari hérna í baunaveldi)
 • 25 gr smjör (eða smjörlíki eða 2 msk matarolía, ég persónulega nota alltaf smjör. Já og bæði smjör og smjörlíki eru betri en olía, again vegna þess að það dregur úr líkunum á því að kökurnar festist við pönnuna, og einsog ykkur grunar sennilega núna þá þoli ég ekki þegar það gerist)

Settu smjörið á pönnuna og kveiktu undir, ekki setja samt á allra heitasta strauminn því að þá er hætt við að það brenni við og verði ógeðslegt.

Blandaðu saman öllum hráefnunum (nema smjörinu, obviously, þar sem að það er upptekið á pönnunni), það getur verið gott að sigta þurrefnin fyrst – það dregur úr líkunum á því að allt fari í kekki. Ef maður er svo óheppinn að allt fer í kekki þá er alltaf hægt að láta blönduna fara í eina ferð eða svo í gegnum sigti. En já setja allt saman í skál og blandað vel saman. Svo þegar allt er vel blandað saman og smjörið bráðnað þá er því hrært saman við.

Svo bakar maður pönnukökur úr deginu :-)

Grænmetisbrownie ;-)

Ég var eitthvað að gúggla, leita að leiðum til að plata soninn til að borða meira (eitthvað) grænmeti og ég fann þessa uppskrift, ég ákvað að prufa hana og niðurstaðan var nokkuð góð – mætti vera sætari en samt nokkuð góð.

 • 85 gr súkkulaði
 • 1/2 bolli gulrótamauk (gufusoðnar gulrætur mixaðar vel með smá vatni)
 • 1/2 bolli spínatmauk (ég gufusauð frosna spínatköggla og mixaði þá svo vel)
 • 1/2 bolli púðursykur
 • 1/4 bolli ósætt kakó
 • 2 matskeiðar mjúkt smjörlíki
 • 2 teskeiðar vanilluextract
 • 2 stórar eggjahvítur
 • 3/4 bolli hveiti
 • 1/2 tsk lyftiduft
 • 1/2 tsk salt

Hitið ofninn í 175°c. Smyrjið 20x20cm form. Bræðið súkkulaðið . Blandið saman í skál grænmetinu, sykrinum, kakóinu, smjörlíkinu, vanillunni og brædda súkkulaðinu og hrærið vel saman (1-2 mínútur). Blandið eggjahvítunum vel saman við. Blandið svo hveitinu, lyftiduftinu og saltinu rólega saman við með sleif. 

Setja deigið í formið og baka í 35-40 mínútur, kælið vel áður en kakan er skorin niður í hæfilega stóra bita.

Döðlu og súkkulaðiterta ala tengdó

 • 4 egg
 • 1 bolli sykur
 • 1 1/2 bolli döðlur
 • 100 gr suðusúkklaði
 • 1/2 bolli hveiti
 • 1 tsk lyftiduft


Eggin og sykurinn þeytt vel saman. Hitt er brytjað smátt og blandað saman. Því er svo blandað rólega saman við eggin/sykurinn. Sett í 2 tertubotna og bakað við 180°C .
Þeyttur rjómi og bananar settir á milli.

Geðveik eplakaka

Ég fékk mikla eplakökulöngun í dag svo ég ákvað að leita á netinu og finna eitthvað sniðugt og ég fann þessa:

 • 125gr smjör
 • 125gr sykur
 • 1 egg
 • 125gr hveiti
 • 2tsk lyftiduft
 • 2-3 epli (ég notaði 2 epli og eina peru – ofsa gott)
 • kanilsykur

Sykur og egg þeytt vel saman, smjörinu bætt út í (og hitaði það aðeins upp svo að það væri nógu lint til að nota með þeytaranum í græjunni minni) og blandið vel saman. Hrærið svo hveitinu og lyftiduftinu hægt saman við. Deigið er sett í mót og eplin (og peran) skorin niður, uppskriftin segir í þunna báta en ég skar þetta abra niður í litla bita – mér var svosem sama þó að þetta væri ekkert of fallegt. Eplunum (og perunni) raðað ofan á deigið og svo stráð vel að af kanisykri yfir.

Bakað við 175° (blæstri) í hálftíma (og þá er hún frekar blaut, margir myndu baka hana lengur).

Svo er mælt með að borða hana heita með rjóma eða ís… Við áttum engin svoleiðis dýrindi en það hindraði okkur ekki í því að borða alltof mikið, alltof hratt ;-)