Posts tagged: heimasíðan

Ný síða

Ég hef ekki bloggað mikið undanfarið, hef satt best að segja ekki verið í stuði til að segja frá einu né neinu. Þrátt fyrir að Magni Steinn hafi verið hérna hjá mér í eina skemmtilega viku þá hefur framtíðin átt hug minn allan. Ég komst ekki inn í skólann, ég virðist ekki hafa komist inn eftir að biðlistanemendurnir voru teknir inn en þrátt fyrir að ég hafi sent tölvupóst og óskað eftir að fá endanlegt svar þá hef ég ekki fengið það. Skólinn byrjar á miðvikudaginn í næstu viku svo að ég efast stórlega um að einhver undur og stórmerki gerist þangað til. Það sem mér finnst verra en að hafa ekki komist inn er að vita hverjir komust inn, því að þar á meðal er fólk sem mér fannst undarlegt að skildi útskrifast yfirleitt. Fólk sem var ekki bara með verri einkunnir en ég heldur líka með töluvert lægri einkunnir en ég – en hinsvegar er það fólk sem þarf að borga skólagjöld. Djöfulli er ég komin með leið á þessari útlendingastefnu dana. Danir eru ógeðslega fordómafullir, leiðir og pirraðir yfir öllum innflytjendunum en engu að síður þá vilja þeir helst af öllu fá þetta fólk í skólana sína. Þetta er útaf skólagjöldunum, þeir græða svo mikið á því að fá þetta fólk hingað. Svo getur þetta fólk heldur ekki fallið, sem er ennþá meira pirrandi fyrir okkur hvítingjana. Auðvitað eru sumir af þeim í skóla til að læra en það er líka augljóst að flestir af þeim eru í skóla til að fá visa.

En já anyway þar sem að ég komst ekki inn í skólann þá veit ég ekki hvað í fjandanum ég á að gera og ég hata að vera svona stefnulaus. Það er of seint að reyna að skrá sig í einhver önnur nám svo að það eina sem er í stöðunni er að reyna að fá vinnu einhverstaðar. Þó að maður geti ekki beint verið picky þá vil ég nú fyrst reyna á það að fá vinnu sem hefur eitthvað með mína menntun að gera, svona áður en maður fer í skeiningarog skúringar.  Ég er því bæði búin að sækja um slatta af störfum (það er ekki beint mikið í boði, en samt eitthvað), einnig búin að senda umsókn á staði sem eru ekki að leita að fólki, og svo ákvað ég að uppfæra heimasíðuna mína með það í huga að hún sé nokkurnskonar portfolio fyrir mig.

Svo að ég  hef uppfært heimasíðuna mína, er ennþá að slípa hana til, breyta og laga texta við myndir og ég á eftir að bæta við linkum á heimasíður sem ég hef gert en endilega kíkið, skoðið og kommentið.

www.eddaros.com

Úr einu í annað

Ég er þreytt, alveg ótrúlega þreytt eitthvað. Það tekur á að gera ekki neitt að viti ;-)

Annars var ég að fá ábendingu um nám, hérna í Köben, sem ég gæti farið í sem framhald að margmiðlunarhönnuninni – og það endar í batchelor! Ég veit, þvílíkt menntasnobb í gangi en mig langar í batchelor gráðu. Mig langar reyndar til að fá einhverntíman meira en það en ætli það sé ekki best að taka þetta í þrepum bara.

Ég er búin að vera að vinna að heimasíðunni minni en einsog fólk segir, góðir hlutir gerast hægt. Sérstaklega þegar maður er jafn gleyminn og ég og man sjaldan eftir að gera save og svo hrinur forritið og nokkra klst vinna hverfur. Þá gerast góðir hlutir mjööööög hægt. Líka þegar forritin gera ekki það sem þau eiga að gera. En það er ekki einsog maður sé með eitthvað deadline, þetta er meira svona show off hvað maður kann að gera – ef manni myndi einhverntíman detta það í hug að sækja um vinnu einhversstaðar.

Það dó einn fiskur í fiskabúrinu, ég held að hann hafi bara verið gamall eða eitthvað – en amk þá dó hann og svo þegar ég ætlaði að fiska hann uppúr þá var búið að borða hann mest allan. Ég lét hann þá bara vera og núna er hann horfinn. Ég veit svosem ekki hversu hollt það er fyrir félaga hans að éta hann en amk þá hvarf hann mjög hratt. Það merkilega er að daginn eftir það þá fylltist búrið af sniglum, svo mig grunar að það hafi verið sniglaæturnar mínar sem gæddu sér á honum.

Hrafnkell er búinn að vera í vondu skapi undanfarið, hann vill ekki fara í leikskólann og í dag vildi hann ekki heldur koma heim. Hann er algerlega öfugsnúinn, ef ég segi að eitthvað sé rautt þá er það blátt. Hann er víst líka svona í leikskólanum, er reiður útaf því að einhver leikur sér að vitlausu dóti og með svoleiðis vesen. Í gær fórum við aðeins út að leika eftir leikskólann, svo þurfti hann að pissa. Ég vildi ekki leifa honum að pissa úti, það var kalt, svo að hann pissaði á sig frekar en að fara inn. Þegar hann var búinn að pissa á sig þá vildi hann fara inn en ég var svo ill að ég vildi ekki halda á honum (hlandblautum og fínum). Ég vona að hann skáni þegar Doddi kemur, mig grunar að þessi fýla sé tengd því að Doddi er ekki hérna en mig grunar samt líka að þegar Doddi kemur þá taki við önnur fýla – svona þú-varst-ekki-heima-þegar-þú-áttir-að-vera-heima-karldurgur-fýla. Hann fer nefnilega oft í fýlu við mann þegar maður kemur aftur.

Get ekki beðið

Á morgun leggjum við af stað heim, stefnan er að leggja af stað um 9 leytið og keyra alla leið til Osló – amk eins mikið og hægt er að keyra og taka ferjur rest. (mikið voðalega yrði ég pirruð ef ég þyrfti að reiða mig á ferju alltaf þegar ég æltaði að færa á mér rassgatið eitthvað) Svo verður gist í hyttu um nóttina og svo keyrt til Kaupmannahafnar á sunnudag. Á mánudag tekur svo við “semi-eðlilegt” líf, Hrafnkell fer í Börnehaven og maður fer að hafa samband við skólafélagana til að skipuleggja lærdóm.

Ég er orðin þreytt á Noregi í bili, hérna eru læti allan daginn og það er lítið hægt að gera nema að bíða eftir að það komi nótt – þá eru amk nokkrir rólegir klukkutímar. Við erum ekki vön að hafa þetta þannig, heima í Solbakken er yfirleitt alltaf mjög rólegt á kvöldin því að þá er Hrafnkell sofandi. Aðrir staðir sem við erum vön að heimsækja innihalda ekki svona mörg fjörug börn þannig að það er alveg séns að fá ró og næði – munurinn er þó að hérna hefur Hrafnkell einhverja til að leika við (og slást við) en annarsstaðar þá eru mestu lætin í honum að leiðast.

Þar fyrir utan þá var ekki pláss fyrir kerruna með svo að við Hrafnkell förum ekki langt ef við ætlum út í labbitúr – það er ekkert hérna nærri til að labba að og skoða (amk hef ég ekki fundið neitt ennþá). Heima er alltaf hægt að fara á nýja og nýja staði – enda landið flatt og vegir liggja til allra átta ;-)

Ég hef verið að reyna að vinna að heimasíðunni, eftir að ég náði að gera bloggið nokkurnvegin klárt (ja fyrir utan smá vandamál sem ég þarf að leysa þegar ég kem heim), en það gengur hægt. Enda eru læti ekki besta vinnuaðstaðan – fyrir utan að þurfa að skamma allan daginn til þess að reyna að halda friðinn.

Anyway Köbenhavn – Jeg kommer snart igen…

ps. Mamma – ég veit að þú myndir aldrei hafa mat sem þú veist að mér finnst vondur ;-) Annars var þessi kalkúnn ætur – ekki mikið meira en það. Meðlætið var gott.

pps. Ég nenni ekki að skrifa áramótapistil núna – hann kemur bara seinna