Posts tagged: þreytt

bara 8 dagar

Bankinn hefur ekki ennþá haft fyrir því að svara okkur, vonandi þýðir það að hann er virkilega að skoða málin og átta sig á því hvað hann er heimskur.

Það eru bara 8 dagar þangað til að við komum heim og satt best að segja þá gengur hræðilega að planleggja heimförina. Þar sem að við eigum bæði eftir að skila af okkur töluverðri vinnu þangað til þá er heimferðin einhvernvegin mjög óraunveruleg – amk fyrir mér. Ég held líka að Hrafnkell trúi okkur ekkert í alvörunni þegar við segjumst vera að fara til Íslands.

Ég get ekki beðið eftir tímabreytingunni – sumartíminn byrjar um helgina (og þó fyrr hefði verið). Það er orðið svo bjart á morgnanna að Hrafnkell vaknar alltaf fyrir 7, vonandi heldur hann áfram að vakna á sama tíma – það verður bara klukkustund seinna á klukkunni. Einsog mér finnst asnalegt þegar fólk talar um að það eigi að vera sumartími á Íslandi þá finnst mér þetta nauðsynlegt fyrirbæri hérna.

Annað (þessi færsla er rosalega hingað og þangað) er að ég hef verið ógeðslega orkulaus undanfarna daga, það gengur reyndar ágætlega að vakna og koma sér í skólann og svo heim aftur – en þegar heim er komið þá er ég bara ónýt. Ég er örugglega ekki mjög skemmtileg mamma þessa dagana, er búin að sofna óvart alla dagana í þessari viku :-/ Sem er bara ekki gott því að ég verð svo ógeðslega pirruð þegar ég þarf að vakna aftur.

En anyway þá eru bara 8 dagar þangað til að við komum og barnið þeirra Valdísar og Tryggva er áætlað á morgun :-)

Þreytt á hávaða og látum

Ég er orðin þreytt á hávaða og látum hérna. Mikið rosalega er ég samt stolt af mínum syni, þetta gæti verið móðurástin sem gerir mig blinda, mér finnst hann vera lang þægastur og taka tiltali lang best.

Ég velti því þó fyrir mér hvort að ég sé svona rosalega ströng mamma því að það er svo margt sem að viðgengst hérna sem myndi aldrei leifast á mínu heimili. Við Doddi erum, sem betur fer, alveg sammála um þetta – svo að við verðum sennilega hræðilega vondu foreldrarnir þegar/ef við eignumst fleiri unga. Við verðum með einhvern ofur heraga LOL ;-)

Maður sér samt alveg hvernig svona hegðun smitast út frá sér, því að við sjáum takta hjá Hrafnkel sem sjást almennt séð ekki. Takta sem við teljum að hann sé að apa eftir frændsystkinum sínum. Þetta er samt alveg synd því að þegar þau (Hrafnkell og Þórný frænka hans) taka sig til og leika fallega þá eru þau að leika rosalega fallega. En þess á milli *argh*

Ég er að verða nokkuð sátt við lúkkið á síðunni, búin að prufa nokkrar útgáfur, breyta og bæta. Er reyndar með hugmynd um eitt sem ég vil bæta við, en ég geri það þá ekki fyrr en við komum heim til Danmerkur.