leiðangur í H&M

Í dag fór ég í Fisketorvet, ástæðan var aðalega sú að ég var orðin hálfbuxnalaus (ég segi hálf því að ég á alveg vel nothæfar “heimabuxur”) og svo voru snyrtivörurnar mínar af skornum skammti. Ég ákvað að byrja að buxunum, enda kannski mikilvægast að hafa eitthvað til að hylja á sér rassinn þegar maður hittir fólk.

Ég fór í gallabuxnahlutann af H&M og varð nett þunglynd þegar ég sá að flestar týpurnar voru annað hvort slim leg eða low waist og mig langaði í buxur sem væru amk normal waist (high waist hefði verið frábært, en að mér sýndist var það bara ekki í boði núna) og helst boot cut. Þar að auki voru auðvitað flestar buxurnar í einhverjum mjónustærðum og það hefur aldrei henntað mér sérstaklega vel. En ég fann einhverjar 2 buxur í stærðinni minni og tók, svona meira að gamni en alvöru, líka 2 buxur af næstu stærð fyrir neðan. Einnig tók ég með einn kjól sem mér fannst álitlegur – en hann var ekki heldur til í minni stærð svo að ég, aftur í hálfgerðu djóki, tók næstu stærð fyrir neðan.

Ég byrjaði á því að máta kjólinn, með til mikillar furðu og ánægju þá smellpassaði hann. Ég var bara nokkuð hot í honum þó að það væri samt greinilegt að ég myndi þurfa annað sett af nærfötum undir hann – fyrir utan þá staðreynd að nýr kjóll er svo sannarlega ekki á neinu budgetti. Það voru reyndar ekki nýjar buxur heldur en einsog ég segi þá var það annað hvort að kaupa nýjar buxur, ganga bara í pilsi eða vera bara á brókinni.

Well í nokkuð góðu skapi yfir því hvað kjóllinn var flottur fór ég í fyrstu buxurnar, í minni stærð, og þær voru of stórar. Tók næstu buxur í minni stærð og þær voru líka of stórar. Svo prufaði ég aðrar litlu buxurnar og þær pössuðu en voru bara fokk-ljótar og svo prufaði ég hinar litlu buxurnar og þær passa svona líka fínt :-D og ég þarf ekki að stytta þær um 3 km heldur bara ca. 1,5! Sem að þýðir að sniðið (hvar hné eru staðsett ofl í þeim dúr) er bara á næstum því réttum stað.

Þannig að ég held að ég geti barasta farið að breyta því hver “mín” stærð er í gallabuxum :-)

En já svo fór ég bara og fann mér restina af því sem mér vantaði og það var ekkert neitt extra ánægjulegt við það, nema jú að núna vantar mig ekki lengur þessa hluti…

Pönnukökur – úr gulu bókinni, mín útgáfa

Það eru ansi margir sem að slumpa bara þegar þeir hræra í pönnukökudeig, mér finnst það aðdáunarvert en ég er engu að síður manneskja sem get ekki slumpað í bakstri. Get það hugsanlega í eldamennsku en er samt almennt séð ekki mikil slump-manneskja. En þar sem að ég slumpa ekki í pönnukökubakstri þá þarf ég auðvitað að hafa uppskrift og þá er nú heppilegt að ég á bestu pönnukökuuppskrift í heimi (hef prufað eina aðra og þó að hún væri ágæt þá var hún ekki rétt hehe) og hérna kemur hún:

  • 2 1/2 dl hveiti
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • (1/2 msk sykur) ég sleppi sykrinum oftast þar sem að hann veldur því að það eru meiri líkur á því að pönnukökurnar festist við pönnuna ef maður notar sykur, einnig borða ég pönnukökur ansi oft bara upprúllaðar með sykri. Það er í alvörunni alger óþarfi að hafa sykur í deginu.
  • 2 egg
  • 4 dl mjólk (nýmjólk er best, þeim mun feitara sem degið er, þeim mun minni líkur á að kökurnar festist við pönnuna)
  • 1/2 tsk vanilludropar (ég reyndar nota oft aðeins meira, eða skipti þessu út fyrir vanillusykur þar sem að hann er miklu ódýrari hérna í baunaveldi)
  • 25 gr smjör (eða smjörlíki eða 2 msk matarolía, ég persónulega nota alltaf smjör. Já og bæði smjör og smjörlíki eru betri en olía, again vegna þess að það dregur úr líkunum á því að kökurnar festist við pönnuna, og einsog ykkur grunar sennilega núna þá þoli ég ekki þegar það gerist)

Settu smjörið á pönnuna og kveiktu undir, ekki setja samt á allra heitasta strauminn því að þá er hætt við að það brenni við og verði ógeðslegt.

Blandaðu saman öllum hráefnunum (nema smjörinu, obviously, þar sem að það er upptekið á pönnunni), það getur verið gott að sigta þurrefnin fyrst – það dregur úr líkunum á því að allt fari í kekki. Ef maður er svo óheppinn að allt fer í kekki þá er alltaf hægt að láta blönduna fara í eina ferð eða svo í gegnum sigti. En já setja allt saman í skál og blandað vel saman. Svo þegar allt er vel blandað saman og smjörið bráðnað þá er því hrært saman við.

Svo bakar maður pönnukökur úr deginu :-)

Að ljúga að börnum (íþróttaálfurinn)…

Í gær fórum við Hrafnkell á smá sýningu, við fórum að sjá íþróttaálfinn og Sollu stirðu. Barnið var, skiljanlega, mjög spennt yfir þessu öllu saman. Íþróttaálfurinn er náttúrulega kúl og Solla stirða er jafnvel ennþá meira töff. Á leiðinni var mikil eftirvænting, það var erfitt að sitja kjurr í strætónum osfr.

Þegar við mættum svo á svæðið vorum við með þeim fyrstu. Það kom svosem ekkert á óvart þar sem að ég HATA að vera sein og þegar ég er við stjórn þá er sjaldgæft að ég og mínir séu seinir (og ég þoli ekki að þurfa að reiða mig á aðra einstaklinga sem eru síðan seinir osfr osfr). Við náðum góðum sætum, ég í fremstu röð og Hrafnkell beint fyrir framan sviðið.

Svo fór þetta aðeins að versna, salurinn fyltist fljótlega af dónalegum og háværum íslendingum. Þvílík læti, á tímabili var ég við það að fara bara að grenja og hlaupa út. Ég þoli ekki svona mikil læti og ég skil heldur ekki af hverju foreldrar sem sitja aftarlega geta ekki bara staðið upp og labbað til barnanna sinna til að að tala við þau. Það var endalaust verið að kalla “Siggi minn komdu úr úlpunni þinni” og “Gunna mín sittu kjurr” þvert og endilangt yfir salinn (og svo reyndar þegar sýningin byrjaði þá virtist fólki vera alveg sama þó að englarnir þeirra væru að troða sér upp á sviðið og svoleiðis, ég bara skil ekki af hverju fólk hefur ekki hemil á börnunum sínum). Svo lennti Hrafnkell líka í því að það kom einhver stór og leiðinlegur strákur og hreinlega bolaði honum í burtu. Ég sá hvað gerðist og fór og hreinlega hundskammaði strákinn (ég hafði smá áhyggjur eftir á af því að það kæmi eitthvað foreldri til mín í kjölfarið til að skamma mig fyrir að skamma “engilinn” sinn – en engu að síður það á enginn að komast upp með að láta svona). En auðvitað vildi Hrafnkell ekki lengur sitja þarna og þá upphófst smá tímabil þar sem að hann virtist ekki geta fundið sér stað sem hann var sáttur við. Sem betur fer komum við, að lokum, auga á fleiri Solbakken krakka og hann fór og fékk að vera hjá þeim.

Sýningin sjálf var ágæt að mestu leyti, kannski ekki alveg peninganna virði að mínu mati en what ever. Það kom þó aðeins á óvart að í staðinn fyrir að sjá Magga Schev þá var þarna mun yngri og meira aðlaðandi íþróttaálfur að verki. Hann var reyndar alveg frábær, kunni rútínuna sína greinilega mjög vel, náði vel til krakkanna og var í raun svona gaur sem ég myndi vilja hafa til að stjórna pallatímum í ræktinni (eða einhverjum svona hópatímum). Solla fannst mér ekki jafn góð, en samt alltílagi.

Hrafnkell var í skýjunum, þetta var æði. En svo kom að því að sýningin var búin og börnin gátu fengið að hitta íþróttaálfinn og Sollu og fengið myndir af sér með þeim. Hrafnkell stóð í röð og hitti fyrst íþróttaálfinn, það var ok, svo fór hann í röðina til að hitta Sollu og meðan hann stóð þar í röðinni fór hann greinilega að hugsa. Hann hugsaði, pældi, spáði og spögleraði og komst að hræðilegri niðurstöðu. Þegar hann kom svo alveg að Sollu og sá hana up-close-and-personal þá voru vonbrigðin alger og hann vildi bara komast í burtu. Þetta var allt ömurlegt.

Hann vildi svosem ekki ræða mikið við mig hvað hann hafði verið að pæla, hann var bara ósáttur við þetta allt. En í morgun þá sagði hann mér að hann væri reiður því að þessi maður þarna hefði sko ekki verið íþróttaálfurinn, hann hafði sko alveg séð hvernig skeggið var bara límt á OG hann hafði sko líka séð að Solla var með BRÚNT hár undir bleika hárinu svo að þetta fólk var bara að ljúga og það var sko ekki til neinn íþróttaálfur eða latibær eða Solla stirða. Þetta var bara allt eitt stórt samsæri.

Þegar hér er komið við sögu ætti ég kannski að minnast á það að hingað til hef ég almennt séð leyft honum að velja hverju hann trúir og hverju ekki, ég segi honum “staðreyndirnar” og leyfi honum að ákveða hvað er raunhæft og hvað ekki. Hann trúir ekki á Guð, honum finnst ekki vera miklar líkur á því að einhver sé allsstaðar og heyri allt og sjái allt. Honum finnst líka frekar asnalegt að vera að biðja til einhvers Guðs sem að gerir svo ekki það sem að maður segir honum nema það þóknist honum (guðinum sko). Hann trúir á jólasveinana og Grýlu, enda koma þeir með drasl í skóinn og svoleiðis þannig að það er nú varla hægt að trúa ekki. Og hvað varðar aðrar lífsins staðreyndir þá reyni ég að vera nokkuð nálægt sannleikanum, ég reyni þó að hafa sannleikann í bútum sem að barn myndi skilja. Hann veit td. hvernig börnin verða til og hvernig þau koma út aftur. Hann er byrjaður að sætta sig við þróunarkenninguna, þaes. að fólk sé komið af öpum en það tók smá rökræður og hann veit nokkurnvegin hvernig líkaminn fúnkerar osfr. osfr. Ég reyni semsagt að segja honum bara einsog er, með flest.

En í morgun var lífið ömurlegt. Íþróttaálfurinn var bara einhver fóní asni og þetta hafði verið ógeðslega leiðinlegt allt saman. Svo að ég braut odd á oflæti mínu. Ég spurði Hrafnkel hvort að það væri ekki séns að íþróttaálfurinn og Solla stirða hefðu bara svo mikið að gera að þau hefðu fengið einhverja til að koma og þykjast vera þau, til að gleðja krakkana í Kaupmannahöfn. Einsog að um jólin þá fá jólasveinarnir oft menn til að þykjast vera jólasveinar því að þeir þurfa að vera á svo mörgum stöðum í einu og það væri stundum bara alveg ómögulegt.

Hann hugsaði þetta aðeins og komst að þeirri niðurstöðu að sennilega væri þetta bara þannig, hann varð kátur aftur og ánægður með íþróttaálfinn.

Hrafnkell og (fake) íþróttaálfurinn

What to do, what to do?

Já þegar stórt er spurt…

Ég verð að fara að finna mér einhverja stefnu, eitthvað takmark. Það styttist og styttist í það að skólinn klárist og það væri betra að hafa einhver plön. Ég fann mjög spennandi mastersnám í Álaborgarháskóla (já nei, ég er ekkert að spá í að flytja út á landsbyen, þeir eru með útibú hérna í menningunni) þetta reyndar hljómar reyndar sem frekar krefjandi og jafnvel erfitt nám og ég veit ekki alveg hvort að minn bachelor myndi vera nóg sem grunnur en titillinn sem ég myndi fá á endanum væri Master of Science (MSc) in Engineering in Innovative Communication Technologies and Entrepreneurship – hljómar það ekki bara fancy?

En svo er það alltaf masterinn í ITU, sem gæfi mér titilinn cand. it i Digital design og kommunikation og það er ekki nærri því jafn fancy og þá þyrfti ég líka að fara að demba mér í dönskunám. Það er einhvernvegin ekki mjög heillandi að læra á dönsku og það er alls ekki víst að ég þætti nógu góð í dönsku til að mega byrja námið í febrúar.

Og svo er það alltaf spurningin um að reyna að finna sér vinnu, hér eða á Íslandi og þá þarf maður að flytja (hvort heldur sem er þá myndi ég þurfa að flytja, ég veit reyndar ekki hvað ég fengi langan tíma hérna eftir að ég útskrifast) og eiginlega eini kosturinn sem ég sé við það að aktually flytja (þá er ég bara að tala um flutning, ekki flutning á einhvern ákveðinn stað) er að ég myndi þá reyna einsog ég gæti að hafa sér herbergi fyrir gaurinn minn.

En hvar ætti maður svosem að finna vinnu? Það er hátt hlutfall atvinnuleysis á Íslandi og ennþá hærra hlutfall hérna. Ég er náttúrulega awesome og það væru allir heppnir að fá mig í vinnu – það er náttúrulega ekki spurning, en samt finnst mér bara hugmyndin um að leyta að vinnu ógeðslega óspennandi. (haha já ég hljóma æðislega) Fyrir utan að ef ég er að flytja til Íslands þá ætla ég ekkert að flytja á höfuðborgarsvæðið, þar sem er kannski mestar líkur á að ég fyndi vinnu í mínum geira, heldur myndi ég vilja vera töluvert mikið nær vinum og fjölskyldu (sorry Ragna, þú ert hvort eð er bara part-time á höfuðborgarsvæðinu).

Fyrir utan spurninguna um það hvar maður ætti að búa. Æi mér finnst ógeðslega óþægilegt að vera svona stefnulaus eitthvað, það er ekkert sem mig langar brjálæðislega til að gera, það er ekkert sem togar í mig meira en annað. Auðvitað langar mig heim en ég vil ekki koma heim ef það þýðir að ég muni búa í einu herbergi hjá mömmu og pabba og vera á atvinnuleysisbótum (sem ég btw. hef ekkert rétt á held ég).

Og svo er það alltaf spurningin um jólin, ég er nú nokkuð viss um að ég ætla að koma heim til Íslands en ég þarf að fara að díla við Þórð og reyna að sjá hvenær ég ætli að koma, hvað ég verði lengi og allt það.

Regnbogamuffins

Ég fékk þessa uppskrift hjá konu sem heitir Díana Lynn – í gegnum www.er.is, þetta er tiltölulega einfalt í framkvæmd en tekur smá tíma :-)

Ljóst möffins deig – geðveikt gott og tilvalið að lita það og búa til Regnbogamöffins.

2 Bollar all purpose hveiti
2 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
½ bolli (115gr) mjúkt Ísl. smjör, ósaltað, og það verður að vera ósaltað, það er þetta í græna álpappírnum.
1 bolli sykur
3 egg – stofuhiti
2 tsk vanilludropar
¾ bolli nýmjólk (verður að vera nýmjólk)

Þurrefnin eru sigtuð í skál.
Sykur og smjör þreytt vel saman (með víraþeytara á hrærivel) og svo er eggjunum bætt við, eitt og eitt í einu og hræra vel á milli þess sem maður bætir eggjunum við. Hræra þangað til deigið verður „puffy“
Bæta svo við vanilludropunum, gott að bæta svo við pínu vanillusykur en ekki nauðsynlegt og hræra svo vel saman.
Núna á að bæta þurrefninu og mjólkinni saman við, og þá í 3 pörtum fyrst hveiti, hræra, mjólk, hræra,hveiti, hræra, mjólk, hræra.. and so on!
Svo bara passa að nota sleikju til að losa um kantanna sem myndast í hrærivélaskálinni og svo bara skipta deiginu í 5-6 og hræra Wilton liti við, mér persónulega finnst það bestu litirnir í þetta, þarf ekki mikið af því og það þynnir ekki deigið.
Baka við 170° í 20-22 min.

Ég gerði tvöfalda uppskrift og úr því urðu 24 stórar muffins.

regnbogamuffins

Afmæli í uppsiglingu

Hér á heimilinu er ungur maður sem þykist ætla að eiga afmæli bráðum, eða eftir ca. 1,5 viku. Ég er reyndar ekkert búin að plana, ætla sennilega að hafa þetta bara einsog í fyrra þar sem ég bauð helstu jafnöldrum, af sama þjóðerni, úr húsinu. Ég meika ekki að fylla íbúðina af krökkum sem ég skil ekki almennilega ;-)

En já það sem er mest inn hjá honum í dag eru auðvitað Barbie og félagar, lego (hann er að átta sig á töfrunum við að eiga eitthvað sem að hann getur rifið í sundur og byggt aftur (eftir leiðbeiningunum auðvitað, hann er meyja) og aftur og aftur) og playmo. Hann segir að playmo sé flottara en lego skemmtilegra.
Hann hefur ekki áhuga á bílum, það heyrir til algerra undantekninga að hann vilji leika sér með svoleiðis. Allt Ben10, gormiti, bakugan og svoleiðis drasl er líka flott, en hann leikur sér ekkert rosalega með það. En það eru til dæmis til Ben10 kubbakallar, sem eru svolítið í stíl við Bionicle, sem að myndu örugglega falla í kramið.

Hann er farinn að passa í föt nr 110.

Ef einhver vill þá get ég alveg farið og keypt pakka til hans frá ykkur (þaes ef þú, lesandi góður, finnur ástæðu til að gefa barninu afmælisgjöf) en þá vil ég helst fá einhver fyrirmæli (td. farðu í hm og keyptu buxur á hann fyrir X mikinn pening eða kauptu lego fyrir hann fyrir x mikinn pening eða eitthvað í þá áttina). Þannig er hægt að spara sér töluverðan pening í póstburðargjöld. Það er helvíti súrt þegar sendingarkosnaðurinn er orðinn hærri en andvirði pakkans, í staðinn væri td. hægt að senda bara kort sem ég myndi setja á pakkann….

Ef einhverjum langar til að gefa honum pening þá er MIKLU gáfulegra að viðkomandi fái bara reikningsnúmerið hans Hrafnkels hjá mér og leggi inn á hann. Ef Hrafnkell fær einhvern pening þá heimtar hann bara að eyða honum í eitthvað barbiedrasl, hann hefur líka engan sans fyrir verðmætum og það endar bara með þrefi um það hvort að hann hafi efni á þessu eða hinu.

Haha shit hvað þetta hljómar einsog betl… en ætli þetta sé það ekki, maður verður jú bara einu sinni 5 ára!

Draumur um kaffigerð…

Mig dreymdi að ég var heima í Hrísateignum og Ragna kom heim með lúkufylli af kaffibaunum, nú skyldum við sko mala og gera okkar eigið kaffi! Við náðum okkur í duplo-kubba, skiptum baununum í tvennt og hófumst handa. 2-3 baunir varð að nota til að gera kaffið, restina þurfti að nota til að kveikja upp undir eldinum.
Við náðum okkur í sand (nota bene við lenntum stundum í veseni og fengum þá góða hjálp frá pabba gamla hehe) og settum hrúgu af sandi á pallinn – það var til þess að verja hann fyrir eldskemmdum. Ofan á sandinn settum við baunirnar sem voru til að kveikja upp með. Svo kubbuðum við stóran ramma (já eða bara svona öfugt U) til að hengja pottinn með kaffinu í. Í pottinn settum við mjólk og þessar 2-3 baunir – alveg fínmalaðar svo að maður fyndi ekki fyrir þeim þegar maður drykki kaffið. Pabbi bennti okkur svo á að við yrðum að fara rosalega varlega þar sem að ramminn okkar var ekki nógu hár og kubbarnir voru að bráðna og héngu eiginlega bara saman á klósettpappírnum (??? sem ég mundi ekki eftir að hafa notað en gerði ráð fyrir að væri styrking).
Þegar þetta var búið að sjóða þar til að mjólkin var orðin svolítið þykk þá var kominn tími til að setja vatnið. Við settum slatta af vatni og hrærðum og hrærðum en einhvernvegin breyttist þetta ekki í kaffi.

Needless to say þá urðum við Ragna fyrir miklum vonbrigðum, en þökkuðum þó fyrir það að við drekkum ekki kaffi hvort eð er. Það sem verra var að alltíeinu var Villi Jr, frændi okkar, OG hluti af ljótu hálfvitunum (Oddur, Toggi, Eddi og Ármann) og voru að gera grín af okkur og það var extra sárt því að við áttuðum okkur þá á því að við vorum bara í elstu bekkjum grunnskóla (sem er merkilegt að við höfum báðar náð að vera á sama tíma). Pabbi hló líka að okkur en hann hafði samt hjálpað okkur mikið og verið í hálfgerði verkstjórn.

Smá aukasaga, sem var í gagni í bakgrunninum, var að mamma fann leið til að láta Hrafnkel leika sér meira að strákadóti – málið var að hafa nóg pláss fyrir hann og nógu ógeðslega mikið af dóti og dreifa því vel. Btw. Hrafnkell var örugglega bara í kringum eins árs og já mamma var ógeðslega ánægð með sig.

Þetta var semsagt frekar pirrandi draumur, og fáránlega mikið af smáatriðum sem ég man. Ég svosem efast um að hann hafi mikla merkingu, þannig lagað. Nema að stundum er erfitt að vera til, sérstaklega þegar manni finnst maður vera lítill og allir hlæja að manni. heheheh

Góðan daginn

Jæja þá er fyrsta vikan af 8 búin í praktíkinni. Þessi vika gekk svosem stórslysalaust fyrir sig, þetta er mjög fínt fólk sem ég er að vinna með – fyrirtækið greinilega alveg í heimsklassa og svoleiðis. Þetta er mjög svona alvöru eitthvað, ekki einsog þegar maður er í skólanum og er þá bara að leika sér eitthvað hehehe. Það er reyndar eitt sem að pirrar mig afskaplega og það er að ég er ekki ennþá komin með tutor frá skólanum, mér finnst alveg fáránlegt hvernig þetta er allt skipulagt þarna í skólanum en það er lítið sem maður getur gert svosem – ég er alveg að standa við minn hluta af þessum samningum öllum.

Það er pínu erfitt að koma svona heim eftir svona langan tíma og ná engum degi bara fyrir sig. Ég semsagt kom hingað á fimmtudagskveldi og allir skápar og allt tómt, ég hafði ákveðið að setja Hrafnkel ekki í leikskólann á föstudeginum enda komum við svo rosalega seint heim. Þannig að það var þriggja daga mömmuhelgi og svo kom vikan þar sem ég hef bara komið beint úr vinnunni og sótt Hrafnkel. Ég hef semsagt ekki haft neitt almennilegt tækifæri til að fara í búð og jú það er kannski alveg hægt að fara með Hrafnkel í búð, en þá næ ég heldur ekki að kaupa jafn mikið því að ég er náttúrulega bíllaus og það er takmarkað hvað maður kemur miklu heim í einu og barni (þó að hann sé orðinn stór strákur og allt það). Svo er pabbahelgi um næstu helgi en gallinn við það er sá að það verður partí strax á föstudagskveldinu, laugardagurinn ætti því að fara í þynnku og danir eru sko ekki með opið á sunnudögum (amk ekki þær búðir sem ég þarf að komast í) EN einhvernvegin verð ég samt að gera þetta…

Við Hrafnkell fórum á Gay Pride saman og sáum marga kynlega kvisti, ég setti inn myndir á facebook (nenni ekki að setja þær hérna). Það er klárlega kostur að vera með myndavél sem er með svo háa upplausn að þó að maður kroppi myndirnar niður í ekki neitt þá eru þær samt í ágætis upplausn hehehehe ;-)

Ég set samt hérna eina mynd af orminum sem ég tók á nýju vélina

langt síðan seinast

já það er orðið langt síðan ég bloggaði seinast – nokkrir mánuðir reyndar. Það er örugglega margt búið að gerast, enda erum við Hrafnkell búin að ferðast amk 1x ef ekki 2x til Íslands á þessum tíma og svo kláraði ég önnina mína og náði öllum prófunum og fann internship og svoleiðis.

Núna er seinasta önnin nánast byrjuð, ég byrja internshippið mitt á mánudaginn og er ekki lítið stressuð fyrir því – og Hrafnkell fær þá að fara aftur í leikskólann sinn. Síðan við komum heim til DK þá hefur hann tuðað nánast non-stop um það að hann vilji fara aftur í börnehaven – en það er bara gott.

Ég er búin að vera ógeðslega dugleg í dag, er búin að labba í Fisketorvet (og til baka), er búin að þýða frystirinn (sem var fullur af ís og klaka eftir sumarið), búin að þvo smá handþvott og ganga frá smá drasli. Það er reyndar ennþá ein opin ferðataska á gólfinu, með smá botnfylli – en ég er samt búin að ganga frá fullt af drasli.

Hrafnkell er þvílíki dugnaðarforkurinn og labbar stigana hérna frekar en að taka lyftuna (hehe en ég tek lyftuna því að… ég er svo löt) og hefur fengið að fara niður á undan mér til að fara út að leika sér. Eiginlega merkilegt hvernig hann treystir sjálfum sér miklu betur til að vera einn úti hérna en í Hrísateignum.

Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég á að gera eftir að ég klára þennan skóla, veit ekki hvort að ég vil fara í meiri skóla eða hvort að ég vil koma heim. Ég veit bara ekkert í minn haus, ég veit þó að mig langar til að breyta aðeins til hérna og ég ætla að láta það eftir mér (upp að vissu marki).

En já, það er skrítið að skrifa hérna eftir svona langt hlé – maður er ekki alveg í æfingu.

Hið ljúfa líf…

Við Hrafnkell erum nýkomin heim aftur eftir að hafa dvalið heima á Íslandi yfir páskana. Íslandsferðin var mjög róleg og góð, það eina sem kastaði smá skugga á allt var allur veturinn sem kom – en við Hrafnkell vorum eiginlega bæði komin með nóg af vetri og komin í smá vorfíling áður en við fórum til Íslands – og fólk var með eindæmum latt og lítið um framtakssemi.

Þegar við lenntum hérna í Kaupmannahöfn – eftir ágætis flug – var veðrið hérna einsog best verður á kosið. Það var tiltölulega lygnt og hlýtt (15°c) – hérna er sko vorið greinilega komið. Það syngja fuglar, grasið er grænt, blóm skjóta upp kollinum og rómantíkin í dýralífinu er allsráðandi (sbr. froskarnir í kirkjugarðinum og ljónin í dýragarðinum hehe).

Þegar veðrið er svona gott getur maður ekki annað gert en að vera bjartsýnn og jákvæður. Þar fyrir utan virðast peningamálin hjá mér loksins vera eitthvað að ganga, lín hefur samþykkt mig sem móður hans Hrafnkels osfr. Verkefnaskil í skólanum eru síðan þar að auki ótrúlega dreifð þannig að það ætti að vera lítið mál að láta allt ganga upp – amk með smá skipulagi.

Við Hrafnkell vinnum hægt og rólega að því að taka uppúr töskum og ganga frá, stefnan er að vera búin að því áður en við þurfum að fara eitthvað annað hehehehe ;-)