Óskalistarnir okkar

Síðasta uppfærsla á listum: 07. des kl 11:20

Ekki að maður ætlist til að fá eitthvað af þessum lista en þetta er þó eitthvað til að miða við

Hrafnkell:

 • Föt – stærð 116
 • Lego
 • Playmo
 • bækur, sérstaklega svona lengri bækur með meiri texta og minna af myndum – maðurinn er sko orðinn 5 ára stór ;-)  - og mig persónulega langar rosalega mikið í Pétur og úlfinn… handa honum ;-)
 • Hero factory og svoleiðis kallar (svona bionicle kallar)

Edda:

 • Garn – helst íslenskt og af því að ég er algert snobb þegar kemur að garni þá vil ég bara garn úr náttúruefnum einsog ull (líka kanínuull, alpaca ofl), silki, hör, bómull.
 • Bækur – vitanlega :-) (kannski koma einhverjar ákveðnar óskir þegar bókatíðindi koma út)
 • - og fyrir þá sem vilja gefa dýrar gjafir þá er Sjónabók gjöööööðveik
 • Gott ilmvatn
 • Dagbók til að skipuleggja sig þar sem að hver virkur dagur hefur 1 bls fyrir sig, ekki stærri en a5 og það væri plúss ef það væri gormabók. Útlit skiptir miklu MIKLU minna máli heldur en að bókin sé meðfærileg og auðveld í notkun.
 • Tekúla, svona járnkúla sem er auðvelt að opna og setja telauf í.

1 Comment

Other Links to this Post

 1. Anonymous — January 29, 2014 @ 16:02

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

You can add images to your comment by clicking here.