Category: Hollusta

Kókos, karrý, brokkolí fiskur í ofni

 • 2 lítil flök hvítur fiskur
 • 1 dós kókosmjólk
 • 1 teningur fiskikraftur
 • smá reykt paprikka
 • 1 tsk karry
 • 2 stórar gulrætur (eða meira)
 • slatti af brokkolí
 • hnefafylli af rækjum
 • 200gr niðurrifinn ostur
Brokkolíið rifið niður (gróflega), gulræturnar skornar niður í bita og sett í eldfast mót. Ofan á það eru fiskiflökin sett (mín voru frosin).
Kókosmjólkin, krafturinn og kryddin, sett í pott og látið sjóða aðeins. Þessu er svo hellt yfir fiskinn í mótinu. Settur álpappír og allt inn í ofn (175° og blástur) í ca. 30 mín.
Tekið út og rækjunum dreift yfir og osturinn þar ofan á. Sett aftur inn í ofn í 10 mín – eða þar til að osturinn er fallega bakaður.
Ammi namm!

 

Sveppa-kókossósa….

Ég veit að ég var búin að segjast kannski tala um eitthvað annað en mat, en ég prufaði þessa sósu með fimmtudagskjúklingnum (hehe bara heill kjúlli í ofni – voða simple) og hún var AWESOME.

Semsagt einn heill laukur skorinn niður í bita, ógeðslega mikið af niðurskornum sveppum – ég er að meina að þetta var alveg hálfur pottur saman – og smjörklípa sett saman í pott, látið malla þar til að sveppirnir og laukurinn er orðið mjúkt og djúsí. Þá er einni dós af kókosmjólk helt yfir og allt látið malla aðeins.

Ekki hræðast vibbalega gráa litinn, hann skánar og bragðið gerir þetta allt þess virði. En já svo er þetta smakkað til með salt og pipar og svo bara borið fram.

Ég gæti vel hugsað mér að prufa að bæta við kannski annarri dós af kókosmjólk, og skella svo nokkrum bitum af niður rifnum kjúlla út í og kalla þetta súpu.

heimagert möndlusmjör

ég elska hnetusmjör, helst þetta óholla sem er stútfullt af sykri. En svo átti ég áðan að vera að læra svo að ég fór að lesa með til um mat og mataræði og velta hinu og þessu fyrir mér og þar las ég að möndlusmjör væri svo rosalega hollt. Svo að ég ákvað að gúggla mér til og sjá hvort að ég fyndi einhverja uppskrift af heimagerðu möndlusmjöri og ég fann þessa síðu hérna.

Ég á nú alltaf möndlur til, þetta er bara svona hlutur sem er til í skápunum hjá mér, og hunang (sem ég nota mikið í tein mín eða í staðinn fyrir sykur í uppskriftum sem bjóða upp á það) svo að ég skellti mér bara í möndlusmjörsgerð.

Og semsagt það sem fór í þetta hjá mér var:

 • rúmlega bolli af möndlum (byrgðirnar)
 • hálf msk hunang (varð frekar sætt)
 • smá af salti

Og aðferðin var semsagt að skella möndlunum í mixarann ógeðslega lengi, ég þurfti að skrapa þær niður ansi oft en með tíð og tíma hitnaði þetta allt saman og svo varð þetta að svona hálffljótandi mauki (skoðiði linkinn sem ég setti, þar eru góðar útskýringar og myndir af ferlinu) og þá var það tilbúið til að blanda saman við hunangið og saltið. Og shit hvað þetta er guðdómlegt! Veit samt ekki alveg hvað ég ætla að gera við þetta en gott er það!

Kjúklingabaunasnakk (ala. Simbad á er.is)

 • Kjúklingabaunir (annað hvort úr dós eða þá þurrar sem þurfa þá að hafa legið í bleyti í amk hálfan sólarhring)
 • salt
 • krydd
 • Ólívuolía

Kjúklingabaunirnar (miðað við eina dós)  eru settar í poka með ca. 1tsk krydd (karrý, paprika, laukduft, hvítlauksduft, eða whatever) 1tsk salt (ég notaði maldon saltflögur sem ég muldi aðeins fyrst) og 1/2msk ólívuolíu (því að hún er hollari fita en venjuleg) og svo er allt hrisst vel saman. Þessu er svo jafnað á plötu og bakað í ca 20 mín (passið ykkur að fylgjast með því að þær brenni ekki við, þær eiga að verða svona vel tanaðar) við 220°c á blæstri.

Þetta er síðan bara borðað sem snakk, er kannski ekki eins gott og doritos eða þykkvabæjareitthvað EN er samt nokkuð gott :-)