Category: mataræði

Kjúklingabaunasnakk (ala. Simbad á er.is)

  • Kjúklingabaunir (annað hvort úr dós eða þá þurrar sem þurfa þá að hafa legið í bleyti í amk hálfan sólarhring)
  • salt
  • krydd
  • Ólívuolía

Kjúklingabaunirnar (miðað við eina dós)  eru settar í poka með ca. 1tsk krydd (karrý, paprika, laukduft, hvítlauksduft, eða whatever) 1tsk salt (ég notaði maldon saltflögur sem ég muldi aðeins fyrst) og 1/2msk ólívuolíu (því að hún er hollari fita en venjuleg) og svo er allt hrisst vel saman. Þessu er svo jafnað á plötu og bakað í ca 20 mín (passið ykkur að fylgjast með því að þær brenni ekki við, þær eiga að verða svona vel tanaðar) við 220°c á blæstri.

Þetta er síðan bara borðað sem snakk, er kannski ekki eins gott og doritos eða þykkvabæjareitthvað EN er samt nokkuð gott :-)

Kolvetni eru ekki það sama og kolvetni

Undanfarna daga hef ég verið dugleg við að lesa mér til um hinn nýja lífsstíl sem ég á víst að koma mér upp (ég hef meira að segja reynt að fylgja þessu líka, svona aðeins). Þar sem að pcos er efnaskiptavandamál – fyrst og fremst (það er grunnvandamálið, hin vandamálin hlaðast svo ofan á það) – sem að dílar við það hvernig líkaminn vinnur úr kolvetnum og leiðir oft á tíðum til þess að viðkomandi fái sykursýki 2 þá þarf ég eiginlega, þrátt fyrir að vera ekki með sykursýki (ennþá), að hugsa einsog ég sé með sykursýki. Ég þarf líka að léttast, en með því að breyta kolvetnainntöku minni þá ætti ég að ná að breyta því hvernig líkaminn bregst við þeim (fá hann til að hætta að senda endalaus “ég er svo svangur” og “mig vantar meiri sykur” skilaboð til heilans og actually nota þau kolvetni sem eru étin) og það ætti svo að leiða til þess að ég gæti hugsanlega grennst.

En þar sem að líkaminn þarf að fá kolvetni, ráðlagður dagsskammtur breytist ekkert þó að maður þoli ekki að éta viðkomandi efni. Líkaminn myndi ekki bregðast vel við því ef maður hætti bara að borða kolvetni en hann er að bregðast illa við því að maður borði kolvetni… hmmm þetta virðist vera hálfgerð klemma.

Sem betur fer er kolvetni ekki það sama og kolvetni, sum kolvetni troðast inn í blóðið á methraða svo að maður kemst í smá sugar-high og hrynur svo niður aftur (og í mínu tilfelli verður svengri og langar í meiri sykur en nokkurntíman fyrr) en önnur kolvetni sogast bara aðeins út í blóðið í maganum og svo pínu meira í þörmunum osfr. þau eru svona langtíma-fix. Maður kemst ekki jafn hátt en maður nýtur þess lengur. Það eru þau kolvetni sem að ég á að borða. Það sem að ég á að leita eftir eru semsagt matvörur sem eru með lágt GI (Glycemic Index) því að því lægra sem það er þeim mun lengri tíma er líkaminn að vinna úr kolvetnunum. Því miður er þetta GI ekki skrifað utan á umbúðir, amk ekki hér, þó mér skiljist að það sé farið að vera algengara og algengara í BNA að þetta sé skráð. Einnig getur fæða verið með mjög lágt GI en samt verið með mikið af kaloríum, þar sem að við fáum víst kaloríur úr fleiru en bara kolvetnum.

Síðan ég byrjaði að lesa um þetta þá hef ég séð óteljandi uppskriftir af einhverju jukki sem er alls ekki spennandi – jebb það virðist vera að öll bragðgóðu kolvetnin séu þau sem að eru með hátt GI og þess vegna ætla ég að reyna að safna saman einhverjum uppskriftum hérna (lofa engu samt) sem eru bragðgóðar, helst lágar í kaloríum (en háar í vítamínum, steinefnum og svoleiðis drasli) og með meðal eða lágt GI.