Category: gullkorn

Ein heima

Jæja Þórður og Frida (stjúpan hans Hrafnkels) komu og sóttu strákinn minn áðan. Á leiðinni niður sagði Hrafnkell “en mamma þú verður alein heima, þú mátt ekki sakna mín of mikið – ég kem bráðum aftur til þín” svo að ég ætla að reyna að hemja mig, Hrafnkell kemur sko í kvöld ;-)

En til að drepa tímann ákvað ég að versla í matinn og baka svo vatnsdeigsbollur – og við erum að tala um að þær eru FULLKOMNAR svo að núna ætla ég að verða stór og feit – nammi namm!

Hrotur og skókaup

Um daginn var erfið nótt, Hrafnkell vaknaði oft og bað um vatn og hitt og þetta og þar fyrir utan þá var hann líka að vakna og skríða uppí (sem hann gerir ca. aldrei) og svo fara aftur í rúmið sitt. Morguninn eftir vorum við aðeins að ræða þetta og ég sagði að hann mætti ekki vera svona mikið á flandri á nóttunni því að ég gæti ekki sofið þegar hann væri alltaf að koma upp í og fara og koma og fara. Þá leit barnið á mig og sagði með vanþóknunarþjósti “mamma, þegar ég er að reyna að sofna og þú gerir bara svona *mjög ýkt hrotuhljóð* þá get ég heldur ekkert sofnað!”

Það er slæmt að maður haldi svona vöku fyrir vesalings barninu.

Annars virðist vera erfitt að vera 4 ára, já eða barnið er loksins að vinna úr því að vera á svona flandri allt sumarið – pabbaleysið 2x – ofl. Hann vill amk ekki fara í leikskólann, ekki útaf því að það sé svo leiðinlegt eða eitthvað svoleiðis heldur útaf því að hann saknar mömmu sinnar svo mikið – amk segir hann það sjálfur. Hann segir að það skipti sko engu máli hvað það er gaman því að hann saknar mín svo rosalega mikið og í morgun svór hann (segir maður það ekki svona?) að hann myndi sko frekar vera heima hjá mér og gera ekki neitt allan daginn en að fara með einhverjum öðrum að leika sér eða í bíó eða eitthvað.

En eigum við ekki öll svona tímabil þar sem að okkur langar helst að gera eitthvað annað en það sem við þurfum að gera? Enda hefur hann það alveg ágætt í leikskólanum (þrátt fyrir allann söknuðinn). Í kvöld ætla ég að reyna að  koma honum extra snemma í rúmið, kannski skilar það sér í glaðari dreng. Við ætlum líka að fara saman og kaupa nýja skó, ódýru H&M skódruslurnar sem ég keypti í sumar eru að syngja sitt síðasta – enda hafa þær enst alveg allan peninginn (sem var ekki mikill). Þessi skókaupaáhugi barnsins (ég mátti sko ekki fara án hans að kaupa skó því að honum vantar svo að fá græna skó) fékk mig til að hugsa til Elvu systur minnar, ætli það  væri ekki best ef að Hrafnkell og Elva gætu farið að kaupa skó saman og ég og Magni Steinn gætum bara gert eitthvað annað á meðan ;-) En fólk getur víst ekki gengið um á tásunum allann ársins hring.