Category: Bækur

The Folklore of Discworld

Jæja þá er ég búin að hespa af bók nr 2 í jólabókaflóðinu. Þessi bók er æðisleg í alla staði (nema einn og ég minnist á það á eftir), hún fékk mig til að velta því verulega fyrir mér, af hverju í andskotanum ég fór ekki í þjóðsagnafræði – en svo mundi ég að það væri örugglega eitthvað náskilt sagnfræði og ég var búin að skoða þá skor í HÍ og mikið rosalega virkaði það sem leiðinleg braut.

En já ég elska Discworld og ég elska þjóðsögur, það kom mér á óvart hversu mikið af þessu ég vissi þegar – en ég hef svosem verið kölluð brunnur ónauðsynlegrar vitneskju ;-) Eftir lesturinn þá væri ég alveg til í að lesa meira eftir Jacqueline Simpson, hún virðist alveg vita sínu viti.

En já það sem böggaði mig voru tilvitnanir í Íslenska þjóðtrú. Í hvert skipti (og þau voru nokkur) sem að ég las orðið Iceland þá tók ég betur eftir, þjóðarstoltið alveg að drepa mig, en shit í nánast hvert einasta skipti þá var farið rangt með “staðreyndir”. Þetta er reyndar svo slæmt að ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að ég ætti að senda kallinum email (hehe og vonast til að það kæmist í alvörunni til hans) og benda honum á hitt og þetta í sambandið við jólasveinana, grýlu ofl. Reyndar þegar maður skoðar bókallistann aftast þá sér maður að það er ekki vitnað í neinar íslenskar heimildir.

En samt æðisleg bók að flestu leyti.

ps. Ég lofaði Valdísi að setja myndir af Hrafnkel inná barnalandssíðuna hans en þar sem að barnaland virðist vera að klúðra færslu á gagnagrunninum (frá dk til ísl) þá bara veit ég ekki hvenær ég get sett inn myndir. Ef það verður ekki fyrir þriðjudag þá verður það ekki fyrr en í fyrsta lagi á fimmtudag því að þriðjudag og miðvikudag verð ég að einbeita mér að læra fyrir hitt prófið mitt.

The Secret Dreamworld of a Shopaholic – fyrsta jólabókin

front page of the book The secret dreamworld of a shopaholic

front page of the book The secret dreamworld of a shopaholic

Ég er búin að lesa fyrstu bókina í jólabókaflóðinu (hehe þvílíkt flóð, alveg 4 bækur – en anywho) og það var þessi bók, sem ég fékk frá Rögnu systur. Ég hef í þónokkurn tíma haft augastað á þessari bókaseríu en aldrei komið mér í það að lesa bækurnar.

Bókin var alveg einsog ég ímyndaði mér, þetta er svona léttlestrarafþreying fyrir stelpur. Það sem gerði þessa bók aðeins öðruvísi en flestar svoleiðis bækur er sú staðreynd að aðalsöguhetjan er algerlega óþolandi, ég gat varla með nokkru móti náð því hversu vitlaus hún er. Það skánaði þó í endan þegar rættist aðeins úr henni og fjárhagnum – en shit hvað ein manneskja á að geta verið vitlaus og erfið.

Þessi bók er ágætis lesning, afþreyingarbók… Takk fyrir mig ;-)