Category: almennt

Barbie frá helvíti

Svona af því að það eru milljón ár síðan ég bloggaði seinast og vegna þess að ég ætti að vera löngu byrjuð að læra þá ákvað ég að henda í eina snögga færslu hérna.

“Stelpudót” einsog Barbie, Bratz og fleiri dúkkur í þeim dúr hefur lengi verið gagnrýnt fyrir það að gefa börnum (stelpum aðalega) mjög brenglaða líkamsímynd. Þær eru jú alltof grannar, með alltof langa leggi og sumar hverjar eru einnig með alltof stóran haus. Þetta ku eiga að valda því að börn fari að trúa því að stelpur eigi að vera með alltof langa leggi og óendanlega  mjóar – og sennilega með alltof stóran haus.

Þar sem ég á strák sem leikur sér að slíku dóti þá er ég vel inní allri dótaflórunni – fólk þrjóskast til að troða upp á hann strákadóti sem hann hefur ekki áhuga á og svo, með heppni og umburðarlindi einstakra einstaklinga (þið vitið hver þið eruð), hefur hann einnig öðlast smá úrval af svona dúkkudruslum – sem hann elskar svo mikið. Og ég hef horft aðeins á strákadúkkurnar (ef barbie er dúkka þá er Spiderman dúkka, og Viddi og Bósi ljósár og og og og… Strákar leika sér með dúkkur!) og þær, sýnist mér, eru ekkert raunverulegri en stelpudúkkurnar.

Hérna er mynd af He-Man, sem var mikil hetja þegar ég var ung

Hérna er mynd af annari hetju, Batman

Og að lokum sá allra vinsælasti í dag - Spiderman

Sé gert ráð fyrir að börn séu jafn heimsk og áhrifagjörn varðandi strákadúkkur einsog þau eiga að vera þegar kemur að stelpudúkkum þá má vel sjá að þau hljóta að alast upp með þá ímynd í hausnum að strákar eigi að vera með alltof langar lappir (well ekki þeir sem eru á mínum aldri – þeir eiga að vera stubbar), með rosalega grannt og fyrirferðarlítið mitti, með lítið sem ekkert á milli fótanna og afskaplega herðabreiðir.

Ég held að það sé kominn tími á að í staðinn fyrir að berjast gegn því hvernig þetta drasl lítur út þá ætti fólk frekar að berjast gegn því hvaða ímynd fylgir því að leika með hvaða dót. Stelpa sem leikur sér með Spiderman er töff meðan strákur sem leikur sér með Barbie er ekki bara hallærislegur heldur líka nánast gerður að úrhraki úr sínu kyni – hann breitist í stelpustrák alveg sama hvaða önnur áhugamál og einkenni hann hefur.

Að fara í ræktina

Eftir töluvert miklar pælingar ákvað ég á mánudaginn að skella mér í að kaupa mér kort í ræktina. Það var hvort eð er tilboð á áskrift í fitness world – þar sem Anna vinkona mín er reglulegur gestur, fram að áramótum svo að þetta var ekki jafn dýr ákvörðun og hún hefði getað verið, einnig hafði ég nýlega náð að lækka linsukaupakosnað minn um ansi mikinn pening – sérstaklega fram að áramótum (sparnaðurinn á næsta ári mun vera ca. 56þús íkr) svo að ég ákvað að prufa.

Þar sem að ég er afskaplega lítil íþróttamanneskja, hef ekki áhuga á íþróttum annarra og fæ almennt séð afskaplega litla gleði af því að fara sjálf og dunda mér við þetta eitthvað, þá veit ég að það hentar mér best að fara í hópatíma. Að fara í tíma þar sem ég stend, í hóp af fólki, fyrir framan einhvern líkamsræktarnörd og geri bara nákvæmlega það sem mér er sagt hentar mér ágætlega. Ef ég ætla að standa í þessu ein þá verður klst fljótlega að 45 mín sem breytast svo í hálftíma osfr. þar til að ég fer ekki aftur í ræktina.

Mitt helsta vandamál núna er tími, ég hef tíma frá 8-16 á daginn til að gera það sem þarf að gera utan heimilis. Sumt get ég reyndar dregið Hrafnkel með mér, einsog að kaupa mat og eitthvað, en það færir hvorugu okkar mikla gleði þannig að ég reyni að haga mínu lífi þannig að skóli og annað gerist milli 8-16, milli 16-20 er ég að mammast, eftir kl 20 læri ég heima, slappa af og geri annað þess háttar. En með skipulagningu og rannsóknarvinnu virðist ætla að ganga upp að fara í ræktina milli þess sem ég fer í skólann, versla inn og græja og geri annað sem þarf – ég er nefnilega svo heppin að búa frekar miðsvæðis í KBH og komast því auðveldlega í þónokkuð margar stöðvar, einnig mun ég þurfa að ‘sætta’ mig við að fara í mjög fjölbreytta tíma því að það er ekki hvað sem er í boði hvenær sem er, núna er ég búin að fara í hatha yoga (fínt), latinmix (mjög gaman), thai bo (ekkert sérstakt, útvötnuð dansútgáfa af kickboxi – sem ég fílaði mun betur í gamla daga) og svo dansmix (best í heimi, vibbaerfitt og ótrúlega skemmtilegt).

En af hverju er ég að standa í þessu öllu? Jú mig langar til að létta mig, td. vegna pcos einkenna, einnig langar mig til að vera bara almennt séð heilbrigðari en þegar öllu er á botninn hvolft langar mig mest til að líta betur út. Og það angrar mig að vita þetta, það angrar mig að það skiptir mig meira máli að ná að líta betur út líkamlega heldur en tilhugsunin um að verða kannski heilbrigðari. Og af hverju langar mig að líta betur út? Því að þá er skemmtilegra að kaupa föt, þá er skemmtilegra að fara á djammið, því að þá á ég meiri líkur á því að fá góða vinnu (sorglegt en satt) og fá betri þjónustu í búðum.

Einnig hef ég aðeins verið að spá í því hvernig fólk (konur) tala við hvora aðra. Við erum ansi jákvæðar þegar vinkonur okkar ákveða að byrja í einhverri hreyfingu eða breyta mataræðinu til hins betra, við hvetjum hvor aðra áfram og erum duglegar að hrósa. En svo þegar kemur að því að einhver segir “ohhh, þetta er búinn að vera svo ömurlegur dagur – mig langar bara mest til að leggjast upp í sófa með stóra skál af nammi og slappa af, frekar en að fara í ræktina (einsog ég var búin að plana)” þá keppumst við um það hver er fljótust að segja “endilega, þú átt það skilið”. Við erum rosalega fljótar að ýta á hvor aðra að sleppa ræktinni og vera ‘góðar’ við sjálfar okkur, eins erum við fljótar að hvetja hvor aðra til að borða eitthvað fitandi/óholt – einmitt til að vera ‘góð’ við sjálfan sig.

Í morgun vaknaði ég nýbyrjuð á túr, með netta túrverki en rosalega verki í eggjastokkunum (pcos blöðrur) báðum. Ég fann fyrir hverjum andardrætti, hakkaði í mig verkjalyf og reyndi að gera allt til að hundsa þetta (þar á meðal ekki hreyfa mig því að hver miðsvæðis hreyfing gerir verkina verri). Hugsaði með sjálfri mér að ég gæti ekki farið í ræktina líðandi svona, en svo þegar ég ætlaði að ‘afmelda’ mig þá var það of seint, ef ég hefði ekki mætt þá hefði ég þurft að borga 30dkk sekt! Ég dreif mig á fætur og af stað í dansfit. Þetta er erfiðasti tími sem ég hef farið í, en jafnframt sá skemmtilegasti. Gaurinn sem var að kenna þetta virkaði á mig einsog hann ætti frekar að taka þátt í SYTYCD sem hip-hoppari, var enganvegin íþróttanördalegur. Við dönsuðum og dönsuðum og dönsuðum og ég hef aldrei svitnað svona mikið áður. Ég var að fatta alltíeinu núna (5 1/2 tíma seinna) að ég var með verki í eggjastokkunum því að þeir eru að koma aftur núna.

Skólabyrjun og afmæli á næsta leyti

Jæja þá er einkasonurinn, höfðinginn á heimilinu, byrjaður í grunnskóla. Fyrsti dagurinn var í gær, en það var samt bara svona aðlögunardagur. Í dag hófst þetta svo fyrir alvöru svo að maður fylgdi barninu í skólann, hjálpaði honum að finna plássið sitt og svo bara kyssti maður bless. Ég get ekki annað sagt en að mér fannst þetta pínu erfitt í morgun, fékk kannski ekki kusk í augun en átti samt eitthvað pínu erfitt með að kyngja almennilega… If you know what I mean ;-)

Hann var heilt yfir glaður yfir skóladeginum en kvartaði þó yfir að einhverjir stórir strákar (sennilega þá fyrstubekkjar strákar – btw. hann er í núlltabekk) hefðu gagnrýnt nýja strumpabolinn og nýja strumpadrykkedunken hans fyrir að vera barnalegt. Ég spurði hann hvort að hann vildi þá fá annan drykkedunk í staðinn og hann sagði bara nei honum þættu strumparnir flottir hvað sem þessir strákar segðu.

Honum fannst líka frekar asnalegt að allir remdust við að reyna að kalla hann Hrafnkell, hann sem heitir Myrkvi (borið fram: Mikvi) á dönsku. Einnig var hann harður á að merkja bækurnar sínar allar með Myrkvi en ekki Hrafnkell – sem er fine by me :-)

Við skoðuðum skólabækurnar hans saman í gær, áður en hann fór að sofa, og það kom mér ekki á óvart að hann hafði lítinn áhuga á tölubókinni, aðeins meiri á lestrarbókinni, ennþá meiri á stærðfræðibókinni (sem þau fara í þegar þau eru búin með tölubókina) en mestan áhuga hafði hann á möppunni með aukaverkefnunum sem verður aðalega fyrir þá sem ná að klára hitt. Sú mappa var nefnilega full af þrautum einsog völunarhúsum og að finna hver á hvaða línu, einnig svona æfingar þar sem maður á að finna 5 villur og finna hvaða hlutur passar ekki í röðinni (td. röð með ál, ýsu, trúðafisk og slöngu) og svoleiðis. Hann hefur gaman af svoleiðis og er bara ansi góður í þessu. Held að hann hafi leyst í huganum flestar æfingarnar í möppunni meðan vil flettum í gegnum hana.

En já næsta mál á dagskrá er yfirvofandi 6 ára afmæli. Afmælissalurinn hérna á Solbakken hefur verið panntaður þann 3. september svo að næsta skref er að ákveða hverjum skal boðið og byrja svo bara að baka. Einsog er þá á þemað að vera neðansjáar/fiska þema með marglyttum, hákörlum og kolkröbbum :-) Það verður vonandi bara gaman, ég hef aldrei áður haldið svona almennilegt barnaafmæli en núna verður ekki undan því komist. Það á að vera stór afmæliskaka, sem við eigum að hjálpast að við að skreyta, svo eiga að vera skinkuhorn, pölsehorn, pönnukökur og helst kleinur skillst mér.

Á óskalistanum eru (auðvitað) Barbie og Bratz og svoleiðis gellur og alls kyns lego – þó helst Harry Potter lego eða lego sem er með mörgum köllum (hann hefur miklu meiri áhuga á köllunum heldur en kubbunum sjálfum, hann er meira fyrir hlutverkaleiki en að byggja eitthvað). Playmo er líka velkomið og mig langar bara til að benda á að barnið er að komast í stærð 122 (haha þó að ég hafi keypt á hann buxur í H&M í þessari stærð og ég sver að það hefðu 2 Hrafnkelar komist í þær, uppá víddina að gera) þó að honum finnist eflaust þessar upplýsingar óþarfar í þessu samhengi.

Annars er allt gott og það er ljúft að vera komin heim, þrátt fyrir rigninguna.

Afturför í íslensku barnaefni?

Ég var að ræða við son minn í bílferð nokkurri núna um jólin og hann tilkynnti mér að þó að hann elskaði Ísland mest (og Danmörk minna) þá væri danska sjónvarpsefnið miklu betra en það íslenska. Ég vildi að vitaskuld fá útskýringu á þessum yfirlýsingum hans og hann útskýrði þetta með því að segja að íslenskt barnaefni væri svo mikið á ensku en danskt væri allt á dönsku. Mín fyrsta hugsun var sú að ástæðan fyrir þessu væri sú að hann horfir svo mikið á cartoon network þegar hann er á Íslandi en í Danmörku horfir hann mest á DR1 eða DR Ramasjang (sem er ríkisbarnasjónvarpið, markhópurinn 4-12 ára, en aðalmarkhópurinn er 8-12 ára) þar er nánast allt barnaefnið talsett, líka það sem er ætlað eldri krökkum. Í danska ríkissjónvarpinu er líka mikið af “stundinni okkar” þáttum, og reyndar finnst mér dönsku þættirnir mun skárri en stundin okkar þar sem að þeir snúast meira um fullorðna einstaklinga sem haga sér einsog bjánar heldur en fullorðna einstaklinga sem að leika börn eða dýr og haga sér einsog bjánar.

En svo fór ég að hugsa meiri hlutinn af barnaefninu sem ég hef séð hérna á RÚV og Stöð 2 hefur verið ótalsett og barnaefnið sem er talsett er ætlað smábörnum. Ekki bara krökkum heldur smábörnum. Þá rifjaðist upp fyrir mér þegar talsetningarbyltingin var þegar ég var “lítil”. Ég nefnilega ólst upp við He-Man sem gargaði alltaf “Ískápur!” (I’ve got the power er mér sagt hann hafi verið að meina) og annar ótalsett barnaefni. Þegar ég var svo orðin stærri (en ekki of stór til að horfa á þetta), og Ragna var pons, var bylting og ég man vel eftir því að það var mikið mál gert úr því að núna væri Ísland að þróast til betri vegar og allt barnaefni var talsett. Þetta fannst mér náttúrulega ömurlegt, allar raddir voru vitlausar og allir töluðu með sömu röddinni. Það var sami maðurinn sem talaði fyrir alla vondu kallana osfr. Og hvaða máli skipti það þó að barnaefnið væri á ensku, ég var hvort eð er farin að lesa textana ágætlega bara!

Ragna hinsvegar ólst upp við íslensku raddirnar og hún talar um Folann minn litla þegar ég segi My Little Pony, hún segir Lafði Lokkaprúð meðan ég segi Lady Lovely Locks, kærleiksbirnirnir vs. Care bears osfr osfr.

Ég velti því fyrir mér hvað gerðist, því að þó að ég hafi verið eigingjörn og búin að læra að lesa þegar talsetningarbyltingin varð og ekki kunnað að meta þetta á þeim tíma þá finnst mér það vera veruleg afturför ef að það er nánast krafa að 5 ára börn annað hvort kunni ensku (btw. Þá er minn gaur ansi góður í ensku miðað við að hafa aldrei verið í ensku umhverfi og hann skilur of mikið til að maður geti td. Talað ensku til að hann skilji ekki – já eða hann misskilur of mikið hehe) eða séu nógu læs til að lesa textann. Mér finnst það líka mikil afturför ef það er ætlast til þess að 5 ára börn hafi bara áhuga á því að horfa á Dóru landkönnuð eða strumpana.

En ég get svosem huggað mig við það að á þeim 2 árum sem að munu amk líða áður en ég og sonur minn munum flytja til Íslands mun hann bæði vera búinn að læra meira í ensku og að lesa…

ári seinna

Fyrir ári síðan vorum við Þórður ný hætt saman. Hann var ekki ennþá fluttur út og allt var í hassi. Nóvember og desember 2009 voru ömurlegir mánuðir – endalaus tilfinningarússibani, grátköst og alger skortur á matarlyst.

Það var einhvernvegin allt að sem gat verið að, ég fékk að vita að ég væri sennilega með PCOS – amk væri eitthvað að hormónabúskapnum hjá mér og svo vorum við á fullu að gera ömurlega leiðinlegt verkefni í skólanum, svo voru jólin að koma og ég var föst í Danmörku og það var, já, bara nokkurnvegin allt að.

Mér leið rosalega illa, var með lítið sjálfstraust, svaf illa, borðaði illa, var stressuð og svona mætti lengi halda áfram að telja.

En árið er liðið og margt hefur breyst. Ég fékk lyf sem að hjálpuðu mér mikið með pcos-ið, ég ekki bara náði prófunum heldur fékk líka ágætar einkunnir, ég er búin að fara 2x til Íslands og er á leiðinni þangað yfir jólin, ég hef fundið hvað ég á frábæra vini – bæði á Íslandi og hérna í Danmörku, fjölskyldan mín hefur staðið við bakið á mér algerlega. Ég hef meira að segja áttað mig á því hvað nágrannarnir eru heilt yfir mun æðislegri en mig grunaði. Mér líður betur, andlega og líkamlega, á allan hátt heldur en mér hefur liðið lengi – alltof lengi. Ég er miklu sáttari við mig sjálfa heldur en ég hef nokkurntíman verið (amk síðan ég varð unglingur).

Já það er liðið ár og lífið er bara nokkuð gott :-)

Svo er spurning hvernið næsta ár verður, núna á næstu dögum ætti ég að fá svar um það hvort að ég kemst inn í kandidat námið sem ég sótti um og hvernig það svar verður mun hafa gríðarleg áhrif á það hvernig 2011 verður.

leiðangur í H&M

Í dag fór ég í Fisketorvet, ástæðan var aðalega sú að ég var orðin hálfbuxnalaus (ég segi hálf því að ég á alveg vel nothæfar “heimabuxur”) og svo voru snyrtivörurnar mínar af skornum skammti. Ég ákvað að byrja að buxunum, enda kannski mikilvægast að hafa eitthvað til að hylja á sér rassinn þegar maður hittir fólk.

Ég fór í gallabuxnahlutann af H&M og varð nett þunglynd þegar ég sá að flestar týpurnar voru annað hvort slim leg eða low waist og mig langaði í buxur sem væru amk normal waist (high waist hefði verið frábært, en að mér sýndist var það bara ekki í boði núna) og helst boot cut. Þar að auki voru auðvitað flestar buxurnar í einhverjum mjónustærðum og það hefur aldrei henntað mér sérstaklega vel. En ég fann einhverjar 2 buxur í stærðinni minni og tók, svona meira að gamni en alvöru, líka 2 buxur af næstu stærð fyrir neðan. Einnig tók ég með einn kjól sem mér fannst álitlegur – en hann var ekki heldur til í minni stærð svo að ég, aftur í hálfgerðu djóki, tók næstu stærð fyrir neðan.

Ég byrjaði á því að máta kjólinn, með til mikillar furðu og ánægju þá smellpassaði hann. Ég var bara nokkuð hot í honum þó að það væri samt greinilegt að ég myndi þurfa annað sett af nærfötum undir hann – fyrir utan þá staðreynd að nýr kjóll er svo sannarlega ekki á neinu budgetti. Það voru reyndar ekki nýjar buxur heldur en einsog ég segi þá var það annað hvort að kaupa nýjar buxur, ganga bara í pilsi eða vera bara á brókinni.

Well í nokkuð góðu skapi yfir því hvað kjóllinn var flottur fór ég í fyrstu buxurnar, í minni stærð, og þær voru of stórar. Tók næstu buxur í minni stærð og þær voru líka of stórar. Svo prufaði ég aðrar litlu buxurnar og þær pössuðu en voru bara fokk-ljótar og svo prufaði ég hinar litlu buxurnar og þær passa svona líka fínt :-D og ég þarf ekki að stytta þær um 3 km heldur bara ca. 1,5! Sem að þýðir að sniðið (hvar hné eru staðsett ofl í þeim dúr) er bara á næstum því réttum stað.

Þannig að ég held að ég geti barasta farið að breyta því hver “mín” stærð er í gallabuxum :-)

En já svo fór ég bara og fann mér restina af því sem mér vantaði og það var ekkert neitt extra ánægjulegt við það, nema jú að núna vantar mig ekki lengur þessa hluti…

Að ljúga að börnum (íþróttaálfurinn)…

Í gær fórum við Hrafnkell á smá sýningu, við fórum að sjá íþróttaálfinn og Sollu stirðu. Barnið var, skiljanlega, mjög spennt yfir þessu öllu saman. Íþróttaálfurinn er náttúrulega kúl og Solla stirða er jafnvel ennþá meira töff. Á leiðinni var mikil eftirvænting, það var erfitt að sitja kjurr í strætónum osfr.

Þegar við mættum svo á svæðið vorum við með þeim fyrstu. Það kom svosem ekkert á óvart þar sem að ég HATA að vera sein og þegar ég er við stjórn þá er sjaldgæft að ég og mínir séu seinir (og ég þoli ekki að þurfa að reiða mig á aðra einstaklinga sem eru síðan seinir osfr osfr). Við náðum góðum sætum, ég í fremstu röð og Hrafnkell beint fyrir framan sviðið.

Svo fór þetta aðeins að versna, salurinn fyltist fljótlega af dónalegum og háværum íslendingum. Þvílík læti, á tímabili var ég við það að fara bara að grenja og hlaupa út. Ég þoli ekki svona mikil læti og ég skil heldur ekki af hverju foreldrar sem sitja aftarlega geta ekki bara staðið upp og labbað til barnanna sinna til að að tala við þau. Það var endalaust verið að kalla “Siggi minn komdu úr úlpunni þinni” og “Gunna mín sittu kjurr” þvert og endilangt yfir salinn (og svo reyndar þegar sýningin byrjaði þá virtist fólki vera alveg sama þó að englarnir þeirra væru að troða sér upp á sviðið og svoleiðis, ég bara skil ekki af hverju fólk hefur ekki hemil á börnunum sínum). Svo lennti Hrafnkell líka í því að það kom einhver stór og leiðinlegur strákur og hreinlega bolaði honum í burtu. Ég sá hvað gerðist og fór og hreinlega hundskammaði strákinn (ég hafði smá áhyggjur eftir á af því að það kæmi eitthvað foreldri til mín í kjölfarið til að skamma mig fyrir að skamma “engilinn” sinn – en engu að síður það á enginn að komast upp með að láta svona). En auðvitað vildi Hrafnkell ekki lengur sitja þarna og þá upphófst smá tímabil þar sem að hann virtist ekki geta fundið sér stað sem hann var sáttur við. Sem betur fer komum við, að lokum, auga á fleiri Solbakken krakka og hann fór og fékk að vera hjá þeim.

Sýningin sjálf var ágæt að mestu leyti, kannski ekki alveg peninganna virði að mínu mati en what ever. Það kom þó aðeins á óvart að í staðinn fyrir að sjá Magga Schev þá var þarna mun yngri og meira aðlaðandi íþróttaálfur að verki. Hann var reyndar alveg frábær, kunni rútínuna sína greinilega mjög vel, náði vel til krakkanna og var í raun svona gaur sem ég myndi vilja hafa til að stjórna pallatímum í ræktinni (eða einhverjum svona hópatímum). Solla fannst mér ekki jafn góð, en samt alltílagi.

Hrafnkell var í skýjunum, þetta var æði. En svo kom að því að sýningin var búin og börnin gátu fengið að hitta íþróttaálfinn og Sollu og fengið myndir af sér með þeim. Hrafnkell stóð í röð og hitti fyrst íþróttaálfinn, það var ok, svo fór hann í röðina til að hitta Sollu og meðan hann stóð þar í röðinni fór hann greinilega að hugsa. Hann hugsaði, pældi, spáði og spögleraði og komst að hræðilegri niðurstöðu. Þegar hann kom svo alveg að Sollu og sá hana up-close-and-personal þá voru vonbrigðin alger og hann vildi bara komast í burtu. Þetta var allt ömurlegt.

Hann vildi svosem ekki ræða mikið við mig hvað hann hafði verið að pæla, hann var bara ósáttur við þetta allt. En í morgun þá sagði hann mér að hann væri reiður því að þessi maður þarna hefði sko ekki verið íþróttaálfurinn, hann hafði sko alveg séð hvernig skeggið var bara límt á OG hann hafði sko líka séð að Solla var með BRÚNT hár undir bleika hárinu svo að þetta fólk var bara að ljúga og það var sko ekki til neinn íþróttaálfur eða latibær eða Solla stirða. Þetta var bara allt eitt stórt samsæri.

Þegar hér er komið við sögu ætti ég kannski að minnast á það að hingað til hef ég almennt séð leyft honum að velja hverju hann trúir og hverju ekki, ég segi honum “staðreyndirnar” og leyfi honum að ákveða hvað er raunhæft og hvað ekki. Hann trúir ekki á Guð, honum finnst ekki vera miklar líkur á því að einhver sé allsstaðar og heyri allt og sjái allt. Honum finnst líka frekar asnalegt að vera að biðja til einhvers Guðs sem að gerir svo ekki það sem að maður segir honum nema það þóknist honum (guðinum sko). Hann trúir á jólasveinana og Grýlu, enda koma þeir með drasl í skóinn og svoleiðis þannig að það er nú varla hægt að trúa ekki. Og hvað varðar aðrar lífsins staðreyndir þá reyni ég að vera nokkuð nálægt sannleikanum, ég reyni þó að hafa sannleikann í bútum sem að barn myndi skilja. Hann veit td. hvernig börnin verða til og hvernig þau koma út aftur. Hann er byrjaður að sætta sig við þróunarkenninguna, þaes. að fólk sé komið af öpum en það tók smá rökræður og hann veit nokkurnvegin hvernig líkaminn fúnkerar osfr. osfr. Ég reyni semsagt að segja honum bara einsog er, með flest.

En í morgun var lífið ömurlegt. Íþróttaálfurinn var bara einhver fóní asni og þetta hafði verið ógeðslega leiðinlegt allt saman. Svo að ég braut odd á oflæti mínu. Ég spurði Hrafnkel hvort að það væri ekki séns að íþróttaálfurinn og Solla stirða hefðu bara svo mikið að gera að þau hefðu fengið einhverja til að koma og þykjast vera þau, til að gleðja krakkana í Kaupmannahöfn. Einsog að um jólin þá fá jólasveinarnir oft menn til að þykjast vera jólasveinar því að þeir þurfa að vera á svo mörgum stöðum í einu og það væri stundum bara alveg ómögulegt.

Hann hugsaði þetta aðeins og komst að þeirri niðurstöðu að sennilega væri þetta bara þannig, hann varð kátur aftur og ánægður með íþróttaálfinn.

Hrafnkell og (fake) íþróttaálfurinn

What to do, what to do?

Já þegar stórt er spurt…

Ég verð að fara að finna mér einhverja stefnu, eitthvað takmark. Það styttist og styttist í það að skólinn klárist og það væri betra að hafa einhver plön. Ég fann mjög spennandi mastersnám í Álaborgarháskóla (já nei, ég er ekkert að spá í að flytja út á landsbyen, þeir eru með útibú hérna í menningunni) þetta reyndar hljómar reyndar sem frekar krefjandi og jafnvel erfitt nám og ég veit ekki alveg hvort að minn bachelor myndi vera nóg sem grunnur en titillinn sem ég myndi fá á endanum væri Master of Science (MSc) in Engineering in Innovative Communication Technologies and Entrepreneurship – hljómar það ekki bara fancy?

En svo er það alltaf masterinn í ITU, sem gæfi mér titilinn cand. it i Digital design og kommunikation og það er ekki nærri því jafn fancy og þá þyrfti ég líka að fara að demba mér í dönskunám. Það er einhvernvegin ekki mjög heillandi að læra á dönsku og það er alls ekki víst að ég þætti nógu góð í dönsku til að mega byrja námið í febrúar.

Og svo er það alltaf spurningin um að reyna að finna sér vinnu, hér eða á Íslandi og þá þarf maður að flytja (hvort heldur sem er þá myndi ég þurfa að flytja, ég veit reyndar ekki hvað ég fengi langan tíma hérna eftir að ég útskrifast) og eiginlega eini kosturinn sem ég sé við það að aktually flytja (þá er ég bara að tala um flutning, ekki flutning á einhvern ákveðinn stað) er að ég myndi þá reyna einsog ég gæti að hafa sér herbergi fyrir gaurinn minn.

En hvar ætti maður svosem að finna vinnu? Það er hátt hlutfall atvinnuleysis á Íslandi og ennþá hærra hlutfall hérna. Ég er náttúrulega awesome og það væru allir heppnir að fá mig í vinnu – það er náttúrulega ekki spurning, en samt finnst mér bara hugmyndin um að leyta að vinnu ógeðslega óspennandi. (haha já ég hljóma æðislega) Fyrir utan að ef ég er að flytja til Íslands þá ætla ég ekkert að flytja á höfuðborgarsvæðið, þar sem er kannski mestar líkur á að ég fyndi vinnu í mínum geira, heldur myndi ég vilja vera töluvert mikið nær vinum og fjölskyldu (sorry Ragna, þú ert hvort eð er bara part-time á höfuðborgarsvæðinu).

Fyrir utan spurninguna um það hvar maður ætti að búa. Æi mér finnst ógeðslega óþægilegt að vera svona stefnulaus eitthvað, það er ekkert sem mig langar brjálæðislega til að gera, það er ekkert sem togar í mig meira en annað. Auðvitað langar mig heim en ég vil ekki koma heim ef það þýðir að ég muni búa í einu herbergi hjá mömmu og pabba og vera á atvinnuleysisbótum (sem ég btw. hef ekkert rétt á held ég).

Og svo er það alltaf spurningin um jólin, ég er nú nokkuð viss um að ég ætla að koma heim til Íslands en ég þarf að fara að díla við Þórð og reyna að sjá hvenær ég ætli að koma, hvað ég verði lengi og allt það.

Afmæli í uppsiglingu

Hér á heimilinu er ungur maður sem þykist ætla að eiga afmæli bráðum, eða eftir ca. 1,5 viku. Ég er reyndar ekkert búin að plana, ætla sennilega að hafa þetta bara einsog í fyrra þar sem ég bauð helstu jafnöldrum, af sama þjóðerni, úr húsinu. Ég meika ekki að fylla íbúðina af krökkum sem ég skil ekki almennilega ;-)

En já það sem er mest inn hjá honum í dag eru auðvitað Barbie og félagar, lego (hann er að átta sig á töfrunum við að eiga eitthvað sem að hann getur rifið í sundur og byggt aftur (eftir leiðbeiningunum auðvitað, hann er meyja) og aftur og aftur) og playmo. Hann segir að playmo sé flottara en lego skemmtilegra.
Hann hefur ekki áhuga á bílum, það heyrir til algerra undantekninga að hann vilji leika sér með svoleiðis. Allt Ben10, gormiti, bakugan og svoleiðis drasl er líka flott, en hann leikur sér ekkert rosalega með það. En það eru til dæmis til Ben10 kubbakallar, sem eru svolítið í stíl við Bionicle, sem að myndu örugglega falla í kramið.

Hann er farinn að passa í föt nr 110.

Ef einhver vill þá get ég alveg farið og keypt pakka til hans frá ykkur (þaes ef þú, lesandi góður, finnur ástæðu til að gefa barninu afmælisgjöf) en þá vil ég helst fá einhver fyrirmæli (td. farðu í hm og keyptu buxur á hann fyrir X mikinn pening eða kauptu lego fyrir hann fyrir x mikinn pening eða eitthvað í þá áttina). Þannig er hægt að spara sér töluverðan pening í póstburðargjöld. Það er helvíti súrt þegar sendingarkosnaðurinn er orðinn hærri en andvirði pakkans, í staðinn væri td. hægt að senda bara kort sem ég myndi setja á pakkann….

Ef einhverjum langar til að gefa honum pening þá er MIKLU gáfulegra að viðkomandi fái bara reikningsnúmerið hans Hrafnkels hjá mér og leggi inn á hann. Ef Hrafnkell fær einhvern pening þá heimtar hann bara að eyða honum í eitthvað barbiedrasl, hann hefur líka engan sans fyrir verðmætum og það endar bara með þrefi um það hvort að hann hafi efni á þessu eða hinu.

Haha shit hvað þetta hljómar einsog betl… en ætli þetta sé það ekki, maður verður jú bara einu sinni 5 ára!

Góðan daginn

Jæja þá er fyrsta vikan af 8 búin í praktíkinni. Þessi vika gekk svosem stórslysalaust fyrir sig, þetta er mjög fínt fólk sem ég er að vinna með – fyrirtækið greinilega alveg í heimsklassa og svoleiðis. Þetta er mjög svona alvöru eitthvað, ekki einsog þegar maður er í skólanum og er þá bara að leika sér eitthvað hehehe. Það er reyndar eitt sem að pirrar mig afskaplega og það er að ég er ekki ennþá komin með tutor frá skólanum, mér finnst alveg fáránlegt hvernig þetta er allt skipulagt þarna í skólanum en það er lítið sem maður getur gert svosem – ég er alveg að standa við minn hluta af þessum samningum öllum.

Það er pínu erfitt að koma svona heim eftir svona langan tíma og ná engum degi bara fyrir sig. Ég semsagt kom hingað á fimmtudagskveldi og allir skápar og allt tómt, ég hafði ákveðið að setja Hrafnkel ekki í leikskólann á föstudeginum enda komum við svo rosalega seint heim. Þannig að það var þriggja daga mömmuhelgi og svo kom vikan þar sem ég hef bara komið beint úr vinnunni og sótt Hrafnkel. Ég hef semsagt ekki haft neitt almennilegt tækifæri til að fara í búð og jú það er kannski alveg hægt að fara með Hrafnkel í búð, en þá næ ég heldur ekki að kaupa jafn mikið því að ég er náttúrulega bíllaus og það er takmarkað hvað maður kemur miklu heim í einu og barni (þó að hann sé orðinn stór strákur og allt það). Svo er pabbahelgi um næstu helgi en gallinn við það er sá að það verður partí strax á föstudagskveldinu, laugardagurinn ætti því að fara í þynnku og danir eru sko ekki með opið á sunnudögum (amk ekki þær búðir sem ég þarf að komast í) EN einhvernvegin verð ég samt að gera þetta…

Við Hrafnkell fórum á Gay Pride saman og sáum marga kynlega kvisti, ég setti inn myndir á facebook (nenni ekki að setja þær hérna). Það er klárlega kostur að vera með myndavél sem er með svo háa upplausn að þó að maður kroppi myndirnar niður í ekki neitt þá eru þær samt í ágætis upplausn hehehehe ;-)

Ég set samt hérna eina mynd af orminum sem ég tók á nýju vélina