Veikindi (nöldur og væl)

Október er búinn að vera mánuður veikinda hjá okkur mæðginum. Hrafnkell hefur tvisvar fengið skarlatssótt (sennilega var reyndar september þegar hann fékk hana fyrst) og í seinna skiptið leið svo langur tími áður en hann fór til læknis (ætla ekki að fara út í smáatriði – bara að segja að það var ekki mér að kenna) að hann þurfti að fara á extra sterkan og langan pensillín kúr – með tilheyrandi töflugleypingum. Það var ákveðinn þröskuldur sem við þurftum að komast yfir, en það hófst á fyrsta degi (reyndar seinasta skammti fyrsta dags en well…) og hefur gengið vel síðan þá. Listin að gleypa töflu kostar enn góðan undirbúning af beggja hálfu og það skiptir máli að gera allt “rétt”. En pillan hefur alltaf farið niður og við erum alltaf jafn glöð yfir því.

Hvað varðar mín veikindi… Það byrjaði allt fyrir rúmum 2 vikum með því að ég var þreytt, með strengi, en á leið á djammið. Þrátt fyrir þreytu, slen og almenna vanlíðan þá reif ég mig upp og dreif barnið í pössun og mig í partý. Það var greinilega ekki hið rétta múv þar sem að ég var komin heim kl 21, ælandi einsog múkki. Eyddi svo þeirri nótt mestu með hausinn ofan í klósetti eða fötu. Ég skildi lítið í því hversu illa áfengið hefði farið í mig fyrr en kvöldið eftir þegar ég fattaði að mér var illt í hálsinum, með beinverki og hita. Ég greindi sjálfa mig með streptókokka, hef fengið svoleiðis áður og þekkti einkennin, en það var mömmuhelgi, haustfrí og ég búin að lofa barninu að fara í Halloween-Tivoli. Svo að mánudagurinn fór í verkjatöflur, te og tivoli.

Hrafnkell fór svo til pabba síns á þriðjudeginum og ég gerði lítið annað þann daginn (þaes annað en að skila honum af mér og eiga bátt). Á miðvikudeginum leið mér aðeins betur, fór í ræktina (stúpid mí) og dó þar næstum því, og ákvað að ég væri örugglega að vinna á streptóinu sjálf. Fimmtudagur fór í hópavinnu, fór svo nánast beint á barinn að hitta Önnu og Guðný um kvöldið – hafði þó vit á því að drekka ekki mikið þó að mér liði ekkert svo skelfilega.

Föstudagsmorguninn leið mér herfilega, hefndist fyrir þriðjudaginn og sérstaklega fimmtudaginn – EN fór samt í mat til vinafólks míns sem býr í Frederikssund (langt í burtu) enda löngu búin að lofa mér í það. Helgin fór í að vera veik og svo kom Hrafnkell á sunnudagskvöldið. Hann var svo veikur mánudaginn, ég fór með honum til læknis og læknirinn staðfesti að ég væri búin að vinna á streptóinu sjálf og ekki væri þörf á sýklalyfjum fyrir mig. Þriðjudaginn var ég heima með Hrafnkel en í raun var hann bara að verða hress (pínu orkulaus eftir að vera veikur í svoldið langan tíma en samt bara einsog börn eru – óþolandi hress) en ég fékk flensuógeð, sem fylgdi stíflað nef, smá hiti, beinverkir osfr.

Fór í skólann á fimmtudegi, var samt mjög efins um þá ákvörðun mína, sé svosem ekki eftir því þar sem þetta var mjög “merkilegur” dagur í skólanum. En var algerlega búin á því eftir daginn. Föstudagsmorguninn leið mér herfilega svo að ég ákvað að vera heima, svaf allan daginn en leið ekkert mikið betur svosem eftir á. Dröslaði mér samt með barninu í halloween dýragarðinn um kvöldið – til að gera eitthvað með honum.

Svo fór loksins að birta til, laugardagurinn og sunnudagurinn voru eiginlega bara “yndislegir”. Þokan, sem hafði yfirtekið hausinn á mér, fór að létta og þrátt fyrir töluvert kvef þá var þetta ekki svo slæmt ennþá. Þar til í gærkveldi.

Um kvöldmatarleytið þá var ég bara algerlega lystarlaus. Af einhverri undarlegri ástæðu hafði ég bara engan áhuga á því að borða eitthvað. Ég gaf þó Hrafnkeli að borða og kom honum svo í rúmið. Smá seinna fékk ég heiftarlegan magaverk og hef átt ansi “góðar” setur á klósettinu síðan. Allt sem ég set upp í mig fer beint í gegn, með tilheyrandi verkjum og skruðningum. Svo að enn og aftur er ég heima…

En núna er ég búin að fá bakteríuvesen, veiruvesen, hita, hósta, nefrennsli, hálsbólgu, beinverki, slen (heilaþoku hehe), ælu og svo núna niðurgang á rúmum 2 vikum… Er þetta ekki bara komið gott?

1 Comment

  • By ella, November 11, 2011 @ 20:26

    Ég myndi segja að þetta ætti að duga fyrir svo sem eins og þrjú ár minnst.

Other Links to this Post

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

You can add images to your comment by clicking here.