Kókos, karrý, brokkolí fiskur í ofni

  • 2 lítil flök hvítur fiskur
  • 1 dós kókosmjólk
  • 1 teningur fiskikraftur
  • smá reykt paprikka
  • 1 tsk karry
  • 2 stórar gulrætur (eða meira)
  • slatti af brokkolí
  • hnefafylli af rækjum
  • 200gr niðurrifinn ostur
Brokkolíið rifið niður (gróflega), gulræturnar skornar niður í bita og sett í eldfast mót. Ofan á það eru fiskiflökin sett (mín voru frosin).
Kókosmjólkin, krafturinn og kryddin, sett í pott og látið sjóða aðeins. Þessu er svo hellt yfir fiskinn í mótinu. Settur álpappír og allt inn í ofn (175° og blástur) í ca. 30 mín.
Tekið út og rækjunum dreift yfir og osturinn þar ofan á. Sett aftur inn í ofn í 10 mín – eða þar til að osturinn er fallega bakaður.
Ammi namm!

 

No Comments

No comments yet.

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

You can add images to your comment by clicking here.