Skólabyrjun og afmæli á næsta leyti

Jæja þá er einkasonurinn, höfðinginn á heimilinu, byrjaður í grunnskóla. Fyrsti dagurinn var í gær, en það var samt bara svona aðlögunardagur. Í dag hófst þetta svo fyrir alvöru svo að maður fylgdi barninu í skólann, hjálpaði honum að finna plássið sitt og svo bara kyssti maður bless. Ég get ekki annað sagt en að mér fannst þetta pínu erfitt í morgun, fékk kannski ekki kusk í augun en átti samt eitthvað pínu erfitt með að kyngja almennilega… If you know what I mean ;-)

Hann var heilt yfir glaður yfir skóladeginum en kvartaði þó yfir að einhverjir stórir strákar (sennilega þá fyrstubekkjar strákar – btw. hann er í núlltabekk) hefðu gagnrýnt nýja strumpabolinn og nýja strumpadrykkedunken hans fyrir að vera barnalegt. Ég spurði hann hvort að hann vildi þá fá annan drykkedunk í staðinn og hann sagði bara nei honum þættu strumparnir flottir hvað sem þessir strákar segðu.

Honum fannst líka frekar asnalegt að allir remdust við að reyna að kalla hann Hrafnkell, hann sem heitir Myrkvi (borið fram: Mikvi) á dönsku. Einnig var hann harður á að merkja bækurnar sínar allar með Myrkvi en ekki Hrafnkell – sem er fine by me :-)

Við skoðuðum skólabækurnar hans saman í gær, áður en hann fór að sofa, og það kom mér ekki á óvart að hann hafði lítinn áhuga á tölubókinni, aðeins meiri á lestrarbókinni, ennþá meiri á stærðfræðibókinni (sem þau fara í þegar þau eru búin með tölubókina) en mestan áhuga hafði hann á möppunni með aukaverkefnunum sem verður aðalega fyrir þá sem ná að klára hitt. Sú mappa var nefnilega full af þrautum einsog völunarhúsum og að finna hver á hvaða línu, einnig svona æfingar þar sem maður á að finna 5 villur og finna hvaða hlutur passar ekki í röðinni (td. röð með ál, ýsu, trúðafisk og slöngu) og svoleiðis. Hann hefur gaman af svoleiðis og er bara ansi góður í þessu. Held að hann hafi leyst í huganum flestar æfingarnar í möppunni meðan vil flettum í gegnum hana.

En já næsta mál á dagskrá er yfirvofandi 6 ára afmæli. Afmælissalurinn hérna á Solbakken hefur verið panntaður þann 3. september svo að næsta skref er að ákveða hverjum skal boðið og byrja svo bara að baka. Einsog er þá á þemað að vera neðansjáar/fiska þema með marglyttum, hákörlum og kolkröbbum :-) Það verður vonandi bara gaman, ég hef aldrei áður haldið svona almennilegt barnaafmæli en núna verður ekki undan því komist. Það á að vera stór afmæliskaka, sem við eigum að hjálpast að við að skreyta, svo eiga að vera skinkuhorn, pölsehorn, pönnukökur og helst kleinur skillst mér.

Á óskalistanum eru (auðvitað) Barbie og Bratz og svoleiðis gellur og alls kyns lego – þó helst Harry Potter lego eða lego sem er með mörgum köllum (hann hefur miklu meiri áhuga á köllunum heldur en kubbunum sjálfum, hann er meira fyrir hlutverkaleiki en að byggja eitthvað). Playmo er líka velkomið og mig langar bara til að benda á að barnið er að komast í stærð 122 (haha þó að ég hafi keypt á hann buxur í H&M í þessari stærð og ég sver að það hefðu 2 Hrafnkelar komist í þær, uppá víddina að gera) þó að honum finnist eflaust þessar upplýsingar óþarfar í þessu samhengi.

Annars er allt gott og það er ljúft að vera komin heim, þrátt fyrir rigninguna.