heimagert möndlusmjör

ég elska hnetusmjör, helst þetta óholla sem er stútfullt af sykri. En svo átti ég áðan að vera að læra svo að ég fór að lesa með til um mat og mataræði og velta hinu og þessu fyrir mér og þar las ég að möndlusmjör væri svo rosalega hollt. Svo að ég ákvað að gúggla mér til og sjá hvort að ég fyndi einhverja uppskrift af heimagerðu möndlusmjöri og ég fann þessa síðu hérna.

Ég á nú alltaf möndlur til, þetta er bara svona hlutur sem er til í skápunum hjá mér, og hunang (sem ég nota mikið í tein mín eða í staðinn fyrir sykur í uppskriftum sem bjóða upp á það) svo að ég skellti mér bara í möndlusmjörsgerð.

Og semsagt það sem fór í þetta hjá mér var:

 • rúmlega bolli af möndlum (byrgðirnar)
 • hálf msk hunang (varð frekar sætt)
 • smá af salti

Og aðferðin var semsagt að skella möndlunum í mixarann ógeðslega lengi, ég þurfti að skrapa þær niður ansi oft en með tíð og tíma hitnaði þetta allt saman og svo varð þetta að svona hálffljótandi mauki (skoðiði linkinn sem ég setti, þar eru góðar útskýringar og myndir af ferlinu) og þá var það tilbúið til að blanda saman við hunangið og saltið. Og shit hvað þetta er guðdómlegt! Veit samt ekki alveg hvað ég ætla að gera við þetta en gott er það!

5 Comments

 • By Valdís, May 7, 2011 @ 21:51

  Mér finnst reyndar langbesta hnetusmjörið þetta rándýra frá Sollu í Grænum Kosti (heitir örugglega eitthvað annað núna). Það er bara jarðhnetur (lífrænt ræktaðar eflaust) og pínu salt og skilur sig ef það fær að standa. En sjitt, hvað það er gott!

 • By Edda Rós, May 8, 2011 @ 13:39

  ég hef ekki smakkað þetta frá Sollu, ég hef keypt nokkrar mismunandi gerðir af lífrænu, fancy hnetusmjöri hérna í dk og þau finnst mér oftast vera bara notanleg í matargerð – meðan td. pétur pan hnetusmjörið getur maður borðað beint úr krukkunni.

  Þetta möndlusmjör er einmitt hægt að borða úr krukkunni, það er líka ekki nauðsynlegt að hafa hunang í því (en hunang er bara svo goooooottt hhehehe)

  en annars er ég eiginlega með hálfgert ofnæmi fyrir henni Sollu grænu, þannig að ég hef eiginlega sneytt framhjá vörunum hennar því að mér finnst hún sjálf svo vitlaus og leiðinleg (þó að sjálfsagt sé eitthvað til í sumu sem hún segir)

 • By Valdís, May 8, 2011 @ 20:58

  Ég er alveg sammála þér með Sollu, hún sjálf er algjörlega óþolandi. Ég fíla ekki svona fólk sem verður svona algjörlega frelsað í hvert skipti sem það heyrir af einhverju nýju. En hnetusmjörið hennar er gott.

 • By ella, May 10, 2011 @ 00:16

  Nú verður mér á að velta fyrir mér; hugsar þú bara um mat? :) langt síðan nokkuð hefur ratað inn á þessa síðu og þá kemur bara gómsæti, er ekki líka eitthvað fleira títt. Bestu kveðjur úr hlýja íslenska vorinu fyrir norðan.

 • By Edda Rós, May 10, 2011 @ 19:12

  heh já, ég hugsa reyndar svoldið mikið um mat þessa dagana – mat og lærdóm…

  Kannski ég reyni að skella mér í að skrifa eitthvað sniðugt bráðum, einhvernvegin bara gleymist bloggið svona inn á milli alls annars. En mér finnst gott að geyma uppskriftirnar mínar svona á sama stað ;-)

  En já við Hrafnkell munum koma og njóta Íslenska sumarsins í næstum 2 mánuði í sumar – get ekki beðið eftir að komast heim :-)

Other Links to this Post

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

You can add images to your comment by clicking here.