Afturför í íslensku barnaefni?

Ég var að ræða við son minn í bílferð nokkurri núna um jólin og hann tilkynnti mér að þó að hann elskaði Ísland mest (og Danmörk minna) þá væri danska sjónvarpsefnið miklu betra en það íslenska. Ég vildi að vitaskuld fá útskýringu á þessum yfirlýsingum hans og hann útskýrði þetta með því að segja að íslenskt barnaefni væri svo mikið á ensku en danskt væri allt á dönsku. Mín fyrsta hugsun var sú að ástæðan fyrir þessu væri sú að hann horfir svo mikið á cartoon network þegar hann er á Íslandi en í Danmörku horfir hann mest á DR1 eða DR Ramasjang (sem er ríkisbarnasjónvarpið, markhópurinn 4-12 ára, en aðalmarkhópurinn er 8-12 ára) þar er nánast allt barnaefnið talsett, líka það sem er ætlað eldri krökkum. Í danska ríkissjónvarpinu er líka mikið af “stundinni okkar” þáttum, og reyndar finnst mér dönsku þættirnir mun skárri en stundin okkar þar sem að þeir snúast meira um fullorðna einstaklinga sem haga sér einsog bjánar heldur en fullorðna einstaklinga sem að leika börn eða dýr og haga sér einsog bjánar.

En svo fór ég að hugsa meiri hlutinn af barnaefninu sem ég hef séð hérna á RÚV og Stöð 2 hefur verið ótalsett og barnaefnið sem er talsett er ætlað smábörnum. Ekki bara krökkum heldur smábörnum. Þá rifjaðist upp fyrir mér þegar talsetningarbyltingin var þegar ég var “lítil”. Ég nefnilega ólst upp við He-Man sem gargaði alltaf “Ískápur!” (I’ve got the power er mér sagt hann hafi verið að meina) og annar ótalsett barnaefni. Þegar ég var svo orðin stærri (en ekki of stór til að horfa á þetta), og Ragna var pons, var bylting og ég man vel eftir því að það var mikið mál gert úr því að núna væri Ísland að þróast til betri vegar og allt barnaefni var talsett. Þetta fannst mér náttúrulega ömurlegt, allar raddir voru vitlausar og allir töluðu með sömu röddinni. Það var sami maðurinn sem talaði fyrir alla vondu kallana osfr. Og hvaða máli skipti það þó að barnaefnið væri á ensku, ég var hvort eð er farin að lesa textana ágætlega bara!

Ragna hinsvegar ólst upp við íslensku raddirnar og hún talar um Folann minn litla þegar ég segi My Little Pony, hún segir Lafði Lokkaprúð meðan ég segi Lady Lovely Locks, kærleiksbirnirnir vs. Care bears osfr osfr.

Ég velti því fyrir mér hvað gerðist, því að þó að ég hafi verið eigingjörn og búin að læra að lesa þegar talsetningarbyltingin varð og ekki kunnað að meta þetta á þeim tíma þá finnst mér það vera veruleg afturför ef að það er nánast krafa að 5 ára börn annað hvort kunni ensku (btw. Þá er minn gaur ansi góður í ensku miðað við að hafa aldrei verið í ensku umhverfi og hann skilur of mikið til að maður geti td. Talað ensku til að hann skilji ekki – já eða hann misskilur of mikið hehe) eða séu nógu læs til að lesa textann. Mér finnst það líka mikil afturför ef það er ætlast til þess að 5 ára börn hafi bara áhuga á því að horfa á Dóru landkönnuð eða strumpana.

En ég get svosem huggað mig við það að á þeim 2 árum sem að munu amk líða áður en ég og sonur minn munum flytja til Íslands mun hann bæði vera búinn að læra meira í ensku og að lesa…

12 Comments

 • By Elva, January 6, 2011 @ 10:53

  Ískápur?
  Nú jæja, þú varst auðvitað svoddan agalegt barn ;)
  Þetta eru ágætis pælingar, ég þarf greinilega að fara til Íslands til að meta þetta (og Danmerkur en það gerist nú fljótt). Annars þjáist ég af Cartoon Network óþoli því þar eru allir annað hvort agalegar kraftahetjur sem leysa vandamálin með ofbeldi eða svikulir aular sem leysa vandamálin með prettum (og smá ofbeldi).

 • By Edda Rós, January 6, 2011 @ 12:14

  já ísskápur gargaði hann, þú getur ímyndað þér þær innri vangaveltur sem fóru fram í hausnum á mér og ég man að ég ákvað að ræða þetta ekkert því að þetta meikaði ekki sens og ég var viss um að ég myndi gera mig að fífli með því að spyrja hvort að hann segði þetta í alvörunni (og hvað þá hann væri að segja eiginlega)

  en já CN er mest megnis mjög keimlíkir þættir. Það er svona einn og einn þáttur inn á milli sem er ok

 • By ella, January 6, 2011 @ 18:42

  … og þá verður allt orðið svo gott á Íslandi, barnaefnið líka. (reyndar finnst mér flest í lagi á Íslandi núna en ég horfi líka svo sjaldan á barnaefnið) Bestu kveðjur og takk fyrir flott jólakort.

 • By ella, March 2, 2011 @ 01:07

  Ætli gerist bara alls ekki neitt í Danmörku um þessar mundir?

 • By Tamie Nicola, June 7, 2012 @ 07:58

  Hello! I simply would like to provide a huge thumbs upward for the amazing info you’ve in this article on this particular posting. I will be coming back to your blogs for more soon.

 • By Myron Huttle, July 19, 2012 @ 04:26

  Bored With shopping… Then simply check this !. Different queries about shopping replied to and in addition the reasons you have to start reading every single message within this e book.

 • By Browse Around This Site, July 31, 2012 @ 10:26

  I simply desired to say thanks once more. I am not sure the things I would have done without these tactics contributed by you directly on this problem. Completely was the distressing matter in my position, but seeing this professional technique you dealt with that took me to leap with joy. I am just happier for the help and as well , hope you comprehend what an amazing job you happen to be accomplishing instructing most people through the use of your web site. I am sure you haven’t encountered all of us.

 • By nu skin, August 5, 2012 @ 14:17

  很要求卸妝產品的清潔能力,對於nu skin只要求喜歡、舒服就好..nu skin. 所謂舒服就是不乾澀啦!!

 • By בית ספר לספרות, September 5, 2012 @ 05:20

  רשת מעצבי השיער של ארי שומר מבצעת מזה זמן רב החלקה יפנית תוך התחייבות ל-100% הצלחה ותוך עדכון תדיר של החידושים והטכנולוגיות האחרונים בתחום החלקה יפנית ו החלקה ברזילאית . החלקת שיער יפנית / החלקה ברזילאית מתבצעת ע"י ארי שומר ואלכס (מנהל קניון "הבאר") בלבד, ללא הפרעת עובדים או לקוחות אחרים, תוך אבחון להכנה מיידית (בשר) ומיומן של סוג השיער והטיפול המומלץ לו.

 • By oryginalne torebki damskie, June 22, 2013 @ 01:53

  Its an mature maxim. Leaving someone holding the Bag(handbag), is fundamentally fucking them over and leaving them to the cops.

 • By http://www.lumastransportation.com/pages/cheapjerseys.html, January 22, 2014 @ 10:51

  Ahaa, its fastidious discussion regarding this piece of writing at this place at this weblog, I have read
  all that, so at this time me also commenting at this place.

 • By replica ray ban 2132 polarized, May 31, 2014 @ 19:31

  I loved up to you will receive carried out right here. The cartoon is tasteful, your authored material stylish. nevertheless, you command get got an nervousness over that you would like be handing over the following. in poor health without a doubt come further until now again as exactly the same nearly very ceaselessly inside of case you protect this hike.

Other Links to this Post

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

You can add images to your comment by clicking here.