ári seinna

Fyrir ári síðan vorum við Þórður ný hætt saman. Hann var ekki ennþá fluttur út og allt var í hassi. Nóvember og desember 2009 voru ömurlegir mánuðir – endalaus tilfinningarússibani, grátköst og alger skortur á matarlyst.

Það var einhvernvegin allt að sem gat verið að, ég fékk að vita að ég væri sennilega með PCOS – amk væri eitthvað að hormónabúskapnum hjá mér og svo vorum við á fullu að gera ömurlega leiðinlegt verkefni í skólanum, svo voru jólin að koma og ég var föst í Danmörku og það var, já, bara nokkurnvegin allt að.

Mér leið rosalega illa, var með lítið sjálfstraust, svaf illa, borðaði illa, var stressuð og svona mætti lengi halda áfram að telja.

En árið er liðið og margt hefur breyst. Ég fékk lyf sem að hjálpuðu mér mikið með pcos-ið, ég ekki bara náði prófunum heldur fékk líka ágætar einkunnir, ég er búin að fara 2x til Íslands og er á leiðinni þangað yfir jólin, ég hef fundið hvað ég á frábæra vini – bæði á Íslandi og hérna í Danmörku, fjölskyldan mín hefur staðið við bakið á mér algerlega. Ég hef meira að segja áttað mig á því hvað nágrannarnir eru heilt yfir mun æðislegri en mig grunaði. Mér líður betur, andlega og líkamlega, á allan hátt heldur en mér hefur liðið lengi – alltof lengi. Ég er miklu sáttari við mig sjálfa heldur en ég hef nokkurntíman verið (amk síðan ég varð unglingur).

Já það er liðið ár og lífið er bara nokkuð gott :-)

Svo er spurning hvernið næsta ár verður, núna á næstu dögum ætti ég að fá svar um það hvort að ég kemst inn í kandidat námið sem ég sótti um og hvernig það svar verður mun hafa gríðarleg áhrif á það hvernig 2011 verður.

3 Comments

  • By mamma, December 6, 2010 @ 21:46

    Þú hefur staðið þig eins og hetja, Edda mín, og við erum hreykin af þér. Þú getur allt sem þér dettur í huga að gera. Haltu áfram að vera þú það er best og flottast.

  • By ella, December 9, 2010 @ 08:03

    Alltaf óskaplega gott að líða betur. Liggur við að það sé þess virði að líða stöku sinnum ekki vel, bara til að upplifa muninn.

  • By Edda Rós, December 9, 2010 @ 15:17

    Æi já ég held að eilíf hamingja sé ekkert eftirsóknarverð, ég held nefnilega að með tímanum hætti maður að kunna að meta hana

Other Links to this Post

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

You can add images to your comment by clicking here.