What to do, what to do?

Já þegar stórt er spurt…

Ég verð að fara að finna mér einhverja stefnu, eitthvað takmark. Það styttist og styttist í það að skólinn klárist og það væri betra að hafa einhver plön. Ég fann mjög spennandi mastersnám í Álaborgarháskóla (já nei, ég er ekkert að spá í að flytja út á landsbyen, þeir eru með útibú hérna í menningunni) þetta reyndar hljómar reyndar sem frekar krefjandi og jafnvel erfitt nám og ég veit ekki alveg hvort að minn bachelor myndi vera nóg sem grunnur en titillinn sem ég myndi fá á endanum væri Master of Science (MSc) in Engineering in Innovative Communication Technologies and Entrepreneurship – hljómar það ekki bara fancy?

En svo er það alltaf masterinn í ITU, sem gæfi mér titilinn cand. it i Digital design og kommunikation og það er ekki nærri því jafn fancy og þá þyrfti ég líka að fara að demba mér í dönskunám. Það er einhvernvegin ekki mjög heillandi að læra á dönsku og það er alls ekki víst að ég þætti nógu góð í dönsku til að mega byrja námið í febrúar.

Og svo er það alltaf spurningin um að reyna að finna sér vinnu, hér eða á Íslandi og þá þarf maður að flytja (hvort heldur sem er þá myndi ég þurfa að flytja, ég veit reyndar ekki hvað ég fengi langan tíma hérna eftir að ég útskrifast) og eiginlega eini kosturinn sem ég sé við það að aktually flytja (þá er ég bara að tala um flutning, ekki flutning á einhvern ákveðinn stað) er að ég myndi þá reyna einsog ég gæti að hafa sér herbergi fyrir gaurinn minn.

En hvar ætti maður svosem að finna vinnu? Það er hátt hlutfall atvinnuleysis á Íslandi og ennþá hærra hlutfall hérna. Ég er náttúrulega awesome og það væru allir heppnir að fá mig í vinnu – það er náttúrulega ekki spurning, en samt finnst mér bara hugmyndin um að leyta að vinnu ógeðslega óspennandi. (haha já ég hljóma æðislega) Fyrir utan að ef ég er að flytja til Íslands þá ætla ég ekkert að flytja á höfuðborgarsvæðið, þar sem er kannski mestar líkur á að ég fyndi vinnu í mínum geira, heldur myndi ég vilja vera töluvert mikið nær vinum og fjölskyldu (sorry Ragna, þú ert hvort eð er bara part-time á höfuðborgarsvæðinu).

Fyrir utan spurninguna um það hvar maður ætti að búa. Æi mér finnst ógeðslega óþægilegt að vera svona stefnulaus eitthvað, það er ekkert sem mig langar brjálæðislega til að gera, það er ekkert sem togar í mig meira en annað. Auðvitað langar mig heim en ég vil ekki koma heim ef það þýðir að ég muni búa í einu herbergi hjá mömmu og pabba og vera á atvinnuleysisbótum (sem ég btw. hef ekkert rétt á held ég).

Og svo er það alltaf spurningin um jólin, ég er nú nokkuð viss um að ég ætla að koma heim til Íslands en ég þarf að fara að díla við Þórð og reyna að sjá hvenær ég ætli að koma, hvað ég verði lengi og allt það.

Regnbogamuffins

Ég fékk þessa uppskrift hjá konu sem heitir Díana Lynn – í gegnum www.er.is, þetta er tiltölulega einfalt í framkvæmd en tekur smá tíma :-)

Ljóst möffins deig – geðveikt gott og tilvalið að lita það og búa til Regnbogamöffins.

2 Bollar all purpose hveiti
2 tsk lyftiduft
3/4 tsk salt
½ bolli (115gr) mjúkt Ísl. smjör, ósaltað, og það verður að vera ósaltað, það er þetta í græna álpappírnum.
1 bolli sykur
3 egg – stofuhiti
2 tsk vanilludropar
¾ bolli nýmjólk (verður að vera nýmjólk)

Þurrefnin eru sigtuð í skál.
Sykur og smjör þreytt vel saman (með víraþeytara á hrærivel) og svo er eggjunum bætt við, eitt og eitt í einu og hræra vel á milli þess sem maður bætir eggjunum við. Hræra þangað til deigið verður „puffy“
Bæta svo við vanilludropunum, gott að bæta svo við pínu vanillusykur en ekki nauðsynlegt og hræra svo vel saman.
Núna á að bæta þurrefninu og mjólkinni saman við, og þá í 3 pörtum fyrst hveiti, hræra, mjólk, hræra,hveiti, hræra, mjólk, hræra.. and so on!
Svo bara passa að nota sleikju til að losa um kantanna sem myndast í hrærivélaskálinni og svo bara skipta deiginu í 5-6 og hræra Wilton liti við, mér persónulega finnst það bestu litirnir í þetta, þarf ekki mikið af því og það þynnir ekki deigið.
Baka við 170° í 20-22 min.

Ég gerði tvöfalda uppskrift og úr því urðu 24 stórar muffins.

regnbogamuffins