Afmæli í uppsiglingu

Hér á heimilinu er ungur maður sem þykist ætla að eiga afmæli bráðum, eða eftir ca. 1,5 viku. Ég er reyndar ekkert búin að plana, ætla sennilega að hafa þetta bara einsog í fyrra þar sem ég bauð helstu jafnöldrum, af sama þjóðerni, úr húsinu. Ég meika ekki að fylla íbúðina af krökkum sem ég skil ekki almennilega ;-)

En já það sem er mest inn hjá honum í dag eru auðvitað Barbie og félagar, lego (hann er að átta sig á töfrunum við að eiga eitthvað sem að hann getur rifið í sundur og byggt aftur (eftir leiðbeiningunum auðvitað, hann er meyja) og aftur og aftur) og playmo. Hann segir að playmo sé flottara en lego skemmtilegra.
Hann hefur ekki áhuga á bílum, það heyrir til algerra undantekninga að hann vilji leika sér með svoleiðis. Allt Ben10, gormiti, bakugan og svoleiðis drasl er líka flott, en hann leikur sér ekkert rosalega með það. En það eru til dæmis til Ben10 kubbakallar, sem eru svolítið í stíl við Bionicle, sem að myndu örugglega falla í kramið.

Hann er farinn að passa í föt nr 110.

Ef einhver vill þá get ég alveg farið og keypt pakka til hans frá ykkur (þaes ef þú, lesandi góður, finnur ástæðu til að gefa barninu afmælisgjöf) en þá vil ég helst fá einhver fyrirmæli (td. farðu í hm og keyptu buxur á hann fyrir X mikinn pening eða kauptu lego fyrir hann fyrir x mikinn pening eða eitthvað í þá áttina). Þannig er hægt að spara sér töluverðan pening í póstburðargjöld. Það er helvíti súrt þegar sendingarkosnaðurinn er orðinn hærri en andvirði pakkans, í staðinn væri td. hægt að senda bara kort sem ég myndi setja á pakkann….

Ef einhverjum langar til að gefa honum pening þá er MIKLU gáfulegra að viðkomandi fái bara reikningsnúmerið hans Hrafnkels hjá mér og leggi inn á hann. Ef Hrafnkell fær einhvern pening þá heimtar hann bara að eyða honum í eitthvað barbiedrasl, hann hefur líka engan sans fyrir verðmætum og það endar bara með þrefi um það hvort að hann hafi efni á þessu eða hinu.

Haha shit hvað þetta hljómar einsog betl… en ætli þetta sé það ekki, maður verður jú bara einu sinni 5 ára!

Draumur um kaffigerð…

Mig dreymdi að ég var heima í Hrísateignum og Ragna kom heim með lúkufylli af kaffibaunum, nú skyldum við sko mala og gera okkar eigið kaffi! Við náðum okkur í duplo-kubba, skiptum baununum í tvennt og hófumst handa. 2-3 baunir varð að nota til að gera kaffið, restina þurfti að nota til að kveikja upp undir eldinum.
Við náðum okkur í sand (nota bene við lenntum stundum í veseni og fengum þá góða hjálp frá pabba gamla hehe) og settum hrúgu af sandi á pallinn – það var til þess að verja hann fyrir eldskemmdum. Ofan á sandinn settum við baunirnar sem voru til að kveikja upp með. Svo kubbuðum við stóran ramma (já eða bara svona öfugt U) til að hengja pottinn með kaffinu í. Í pottinn settum við mjólk og þessar 2-3 baunir – alveg fínmalaðar svo að maður fyndi ekki fyrir þeim þegar maður drykki kaffið. Pabbi bennti okkur svo á að við yrðum að fara rosalega varlega þar sem að ramminn okkar var ekki nógu hár og kubbarnir voru að bráðna og héngu eiginlega bara saman á klósettpappírnum (??? sem ég mundi ekki eftir að hafa notað en gerði ráð fyrir að væri styrking).
Þegar þetta var búið að sjóða þar til að mjólkin var orðin svolítið þykk þá var kominn tími til að setja vatnið. Við settum slatta af vatni og hrærðum og hrærðum en einhvernvegin breyttist þetta ekki í kaffi.

Needless to say þá urðum við Ragna fyrir miklum vonbrigðum, en þökkuðum þó fyrir það að við drekkum ekki kaffi hvort eð er. Það sem verra var að alltíeinu var Villi Jr, frændi okkar, OG hluti af ljótu hálfvitunum (Oddur, Toggi, Eddi og Ármann) og voru að gera grín af okkur og það var extra sárt því að við áttuðum okkur þá á því að við vorum bara í elstu bekkjum grunnskóla (sem er merkilegt að við höfum báðar náð að vera á sama tíma). Pabbi hló líka að okkur en hann hafði samt hjálpað okkur mikið og verið í hálfgerði verkstjórn.

Smá aukasaga, sem var í gagni í bakgrunninum, var að mamma fann leið til að láta Hrafnkel leika sér meira að strákadóti – málið var að hafa nóg pláss fyrir hann og nógu ógeðslega mikið af dóti og dreifa því vel. Btw. Hrafnkell var örugglega bara í kringum eins árs og já mamma var ógeðslega ánægð með sig.

Þetta var semsagt frekar pirrandi draumur, og fáránlega mikið af smáatriðum sem ég man. Ég svosem efast um að hann hafi mikla merkingu, þannig lagað. Nema að stundum er erfitt að vera til, sérstaklega þegar manni finnst maður vera lítill og allir hlæja að manni. heheheh

Góðan daginn

Jæja þá er fyrsta vikan af 8 búin í praktíkinni. Þessi vika gekk svosem stórslysalaust fyrir sig, þetta er mjög fínt fólk sem ég er að vinna með – fyrirtækið greinilega alveg í heimsklassa og svoleiðis. Þetta er mjög svona alvöru eitthvað, ekki einsog þegar maður er í skólanum og er þá bara að leika sér eitthvað hehehe. Það er reyndar eitt sem að pirrar mig afskaplega og það er að ég er ekki ennþá komin með tutor frá skólanum, mér finnst alveg fáránlegt hvernig þetta er allt skipulagt þarna í skólanum en það er lítið sem maður getur gert svosem – ég er alveg að standa við minn hluta af þessum samningum öllum.

Það er pínu erfitt að koma svona heim eftir svona langan tíma og ná engum degi bara fyrir sig. Ég semsagt kom hingað á fimmtudagskveldi og allir skápar og allt tómt, ég hafði ákveðið að setja Hrafnkel ekki í leikskólann á föstudeginum enda komum við svo rosalega seint heim. Þannig að það var þriggja daga mömmuhelgi og svo kom vikan þar sem ég hef bara komið beint úr vinnunni og sótt Hrafnkel. Ég hef semsagt ekki haft neitt almennilegt tækifæri til að fara í búð og jú það er kannski alveg hægt að fara með Hrafnkel í búð, en þá næ ég heldur ekki að kaupa jafn mikið því að ég er náttúrulega bíllaus og það er takmarkað hvað maður kemur miklu heim í einu og barni (þó að hann sé orðinn stór strákur og allt það). Svo er pabbahelgi um næstu helgi en gallinn við það er sá að það verður partí strax á föstudagskveldinu, laugardagurinn ætti því að fara í þynnku og danir eru sko ekki með opið á sunnudögum (amk ekki þær búðir sem ég þarf að komast í) EN einhvernvegin verð ég samt að gera þetta…

Við Hrafnkell fórum á Gay Pride saman og sáum marga kynlega kvisti, ég setti inn myndir á facebook (nenni ekki að setja þær hérna). Það er klárlega kostur að vera með myndavél sem er með svo háa upplausn að þó að maður kroppi myndirnar niður í ekki neitt þá eru þær samt í ágætis upplausn hehehehe ;-)

Ég set samt hérna eina mynd af orminum sem ég tók á nýju vélina

langt síðan seinast

já það er orðið langt síðan ég bloggaði seinast – nokkrir mánuðir reyndar. Það er örugglega margt búið að gerast, enda erum við Hrafnkell búin að ferðast amk 1x ef ekki 2x til Íslands á þessum tíma og svo kláraði ég önnina mína og náði öllum prófunum og fann internship og svoleiðis.

Núna er seinasta önnin nánast byrjuð, ég byrja internshippið mitt á mánudaginn og er ekki lítið stressuð fyrir því – og Hrafnkell fær þá að fara aftur í leikskólann sinn. Síðan við komum heim til DK þá hefur hann tuðað nánast non-stop um það að hann vilji fara aftur í börnehaven – en það er bara gott.

Ég er búin að vera ógeðslega dugleg í dag, er búin að labba í Fisketorvet (og til baka), er búin að þýða frystirinn (sem var fullur af ís og klaka eftir sumarið), búin að þvo smá handþvott og ganga frá smá drasli. Það er reyndar ennþá ein opin ferðataska á gólfinu, með smá botnfylli – en ég er samt búin að ganga frá fullt af drasli.

Hrafnkell er þvílíki dugnaðarforkurinn og labbar stigana hérna frekar en að taka lyftuna (hehe en ég tek lyftuna því að… ég er svo löt) og hefur fengið að fara niður á undan mér til að fara út að leika sér. Eiginlega merkilegt hvernig hann treystir sjálfum sér miklu betur til að vera einn úti hérna en í Hrísateignum.

Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég á að gera eftir að ég klára þennan skóla, veit ekki hvort að ég vil fara í meiri skóla eða hvort að ég vil koma heim. Ég veit bara ekkert í minn haus, ég veit þó að mig langar til að breyta aðeins til hérna og ég ætla að láta það eftir mér (upp að vissu marki).

En já, það er skrítið að skrifa hérna eftir svona langt hlé – maður er ekki alveg í æfingu.