Hið ljúfa líf…

Við Hrafnkell erum nýkomin heim aftur eftir að hafa dvalið heima á Íslandi yfir páskana. Íslandsferðin var mjög róleg og góð, það eina sem kastaði smá skugga á allt var allur veturinn sem kom – en við Hrafnkell vorum eiginlega bæði komin með nóg af vetri og komin í smá vorfíling áður en við fórum til Íslands – og fólk var með eindæmum latt og lítið um framtakssemi.

Þegar við lenntum hérna í Kaupmannahöfn – eftir ágætis flug – var veðrið hérna einsog best verður á kosið. Það var tiltölulega lygnt og hlýtt (15°c) – hérna er sko vorið greinilega komið. Það syngja fuglar, grasið er grænt, blóm skjóta upp kollinum og rómantíkin í dýralífinu er allsráðandi (sbr. froskarnir í kirkjugarðinum og ljónin í dýragarðinum hehe).

Þegar veðrið er svona gott getur maður ekki annað gert en að vera bjartsýnn og jákvæður. Þar fyrir utan virðast peningamálin hjá mér loksins vera eitthvað að ganga, lín hefur samþykkt mig sem móður hans Hrafnkels osfr. Verkefnaskil í skólanum eru síðan þar að auki ótrúlega dreifð þannig að það ætti að vera lítið mál að láta allt ganga upp – amk með smá skipulagi.

Við Hrafnkell vinnum hægt og rólega að því að taka uppúr töskum og ganga frá, stefnan er að vera búin að því áður en við þurfum að fara eitthvað annað hehehehe ;-)