og lífið heldur áfram

Það er komin vika og satt best að segja þá finnst mér ótrúlegt hversu vel mér líður – miðað við hvað ég var í miklu rusli á fimmtudag og föstudag. Kannski er ég bara í einhverri afneitun eða kannski er ég bara loksins að átta mig á því að þetta reddast, þetta verður bara allt í lagi. Ég vil reyndar líka þakka þessu það að ég hef reynt að vera jákvæð, amk meiri hluta dagsins, ég hef líka talað óendalega mikið við alla mína góðu vini – og er eiginlega komin með ógeð á vælinu í sjálfri mér hehe.

Núna, í fyrsta skiptið í töluvert langan tíma, finnst mér ég vera sjálf við stjórn í lífi mínu og það er góð tilfinning. Núna get ég tekist á við dagleg verkefni – enda kominn tími til hehe. Skólaverkefnin eru loksins farin að ganga eitthvað, ég er byrjuð að kaupa jólagjafir og bíð bara eftir að fá blekið mitt svo að ég geti sent jólakort. Svo er planið að taka aðeins í gegn hérna áður en fjölskyldan mín kemur en bakstur og konfekt gerð fær að bíða þar til þau koma. Ég er hvort eð er alin upp við að þetta er oft gert svona seinustu daga fyrir jól, þegar skólinn er kominn í frí.

Ég fór í “keilu” í gær, það er að segja við Anna ætluðum í keilu en svo fórum við bara og fengum okkur að borða og komumst ekki lengra vegna seddu og leti. En við borðuðum góðan mat og töluðum mikið saman og það var bara ljómandi gaman. Og svo ætla ég að fara út á föstudagskvöldið með Camillu, Önnu og vinafólki Önnu – sem er að koma að heimsækja hana yfir helgina – og það á eftir að verða ljómandi gaman, ég er búin að ákveða það :-)

Doddi býr hérna ennþá, ég veit ekkert hvort að eitthvað er að gerast í þeim málum. Vonandi þó okkar allra vegna.

3 Comments

 • By mamma, December 9, 2009 @ 19:29

  Mikið er gaman að heyra að allt sé að verða gott. Við erum farin að telja niður. Þetta verða góð jól. Þó svo að við bökum ekki mikið eða konfektum þá koma jólin og þau eru alltaf góð. Knúsaðu Hrafnkel og skemmtu þér vel á föstudagskvöldið þú átt það svo sannalega skilið.

 • By Ragna, December 9, 2009 @ 20:03

  Hah, þessi jól verða klárlega betri en síðustu jól, amk að mínu mati! Og jey að við fáum að baka með þér :)

 • By Edda Rós, December 9, 2009 @ 20:12

  Að mínu mati líka held ég :-) og jey ég held nefnilega að það verði miklu skemmtilegra að baka með ykkur en án ykkar :-)
  og það eru hreinar línur að þetta afmæli verður MIKLU betra en í fyrra

Other Links to this Post

RSS feed for comments on this post. TrackBack URI

Leave a comment

You can add images to your comment by clicking here.