könguló, könguló, vísaðu mér á berjamó

Þessa vikuna er ég búin að sitja sveitt (og ógeðslega kvefuð) við saumaskap. Það er nefnilega hrekkjavaka í dag og danir, sem eru sko ekki síðri kanasleikjur en íslendingar, halda upp á þann sið. Þar af leiðandi þurfti ég að sauma búning og Hrafnkell ákvað að það ætti að vera köngulóarbúningur. Aumingja barnið er blessað/bölvað með móður sem vill frekar kaupa efni fyrir 200dkk og sitja svo í 30 tíma og sauma en að kaupa tilbúinn búning á 150dkk (en reyndar í þetta skiptið kostaði efni bara um 100dkk svo að þetta var “ódýrara”).

Hérna er svo afraksturinn, þó að þarna eigi víst eftir að stytta í millilappateyjum sem og lengja skálmar.

P1150101P1150103P1150105P1150106

Og svo skárum við út í eitt flott grasker, það var reyndar geggjað gaman og ég gæti vel hugsað mér að gera það aftur

P1150066

jáhá lín kannski ekki jafn slæm og maður hélt

Ja sey sey. Var að fá lánsloforðið frá lín og það hljómar bara uppá miklu fleiri peninga en við bjuggumst við. Við nefnilega gengum bara frá láninu hans Dodda í haust, því að það var allt svo óljóst með mitt nám, og erum því að græja mitt núna.  Einnig þarf að láta endurmeta lánið hans Dodda, það voru nefnilega gerðar breytingar á lín eftir að það var gengið frá því, og reiknivélin segir að við eigum að fá meiri pening í því en upphaflega lánsloforðið sagði.

Þetta gerir það að verkum að það er séns á því að við getum komið heim til Íslands um jólin – við þurfum bara að hafa hraðar hendur og klára að græja peningamálin sem fyrst svo við sjáum hvort að það þetta er raunhæfur möguleiki (og biðja til guðs og annarra vætta að farið hjá Icelandexpress hækki ekki mikið meira)

Skilðavera jólahjól?

Ég er byrjuð að vinna í jólaóskalista fyrir okkur Hrafnkel, það er linkur hérna til hliðar

<——- Linkur

Auðvitað er þetta bara gamni gert en kannski ætti þetta að hjálpa einhverjum eitthvað

Mjólkurbúðin

Ég bjó lengi á Íslandi, þar er áfengi eingöngu selt í sérverslunum, núna hef ég búið í 2 ár í Danmörku þar sem að áfengi er selt í matvöruverslunum.

Ég er algerlega á móti því að áfengi verði flutt inn í matvöruverslanir á Íslandi, frekar vil ég færa allt tóbak í áfengisverslanirnar. Þessi skoðun mín hefur eingöngu styrkst við það að prufa að búa í landi þar sem að allt er í matvöruverslunum. Helsta ástæða mín fyrir þessari skoðun? Leti.

Jamm ég er löt oft á tíðum, nenni ekki að taka 2 skref ef eitt er nóg – en hvernig getur það fylgst að að vera latur og vilja hafa áfengi aðskilið frá matvörunum? Málið er nefnilega það að hérna hefurðu ekki hugmynd hvað er í boði þegar þú kemur inn í verslun. Þig langar, sem dæmi, alveg hrikalega í kippu af uppáhalds bjórnum þínum, þú skýst út í næstu verslun en nei bjórinn þinn er ekki til þar. Eftir að hafa rápað í 4-5 verslanir gefstu upp og kaupir einhverja aðra tegund af bjór. Eða þig langar í vodka og verslunin selur bara romm, eða þig langar í ákveðið rauðvín sem þú veist að er til í verslun X, en þegar þú kemur þangað þá er það uppselt og ekki nokkur leið að vita hvenær það verður til aftur.

Einsog málin eru núna á Íslandi í dag þá geturðu farið inn á vinbud.is og séð lista yfir allt áfengi sem er í boði á Íslandi, þú getur séð hvar hver tegund er til. Þannig að ef þig langar í bjórinn þinn þá geturðu verið búinn að athuga hvort að hann sé ekki örugglega til í vínbúðinni sem þú hafðir hugsað þér að fara í. Þú getur semsagt skipulagt skreppinn þinn áður en þú stendur upp frá tölvunni, það hljómar vel hjá mínum innri letipúka.

En svo þar fyrir utan þá held ég að allt aldurseftirlit muni hrapa við það að færa áfengi í matvöruverslanir. Fyrir utan að þá ætti náttúrulega að vera sama regla og með tóbak: Aðeins þeir sem hafa leyfi til að kaupa hafa leyfi til að selja. Hvað ætli það séu almennt margir að vinna á kössunum í Bónus sem eru eldri en 20 ára? Hvernig yrði það svo tæklað? Yrðu sumir kassarnir í Bónus sérmerktir fyrir 20 ára og eldri, og þeir sem ætluðu að versla sér áfengi yrðu að fara í þær raðir?

Ég var reyndar löngu farin að drekka áður en ég varð 20 ára, en er ekki bara hluti af þroskanum að þurfa að fá eldri systkini, frænsystkini eða einhvern til að redda sér? Ég er alveg viss um að ef áfengiskaupaaldur yrði færður niður í 18 ár þá myndu krakkar almennt fara fyrr að drekka, og svo ennþá fyrr ef aldurinn yrði færður niður í 16 ár. Viljum við taka dani okkur til fyrirmyndar? Þeir drekka oft, mikið og mjög illa. Ófrjósemi er mjög mikið vandamál hérna og það er rakið að miklu leyti til drykkjumynsturs þjóðarinnar. Ég held frekar að danir ættu að taka okkur sér til fyrirmyndar, við kunnum að detta í það og við þurfum ekki að vera blaut þess á milli.

Og já sígarettur eru ógeðslegar, um að gera að færa þær í áfengisverslanirnar til að gera aðgengið að þeim aðeins verra.

Nokkrar myndir í viðbót

Hrafnkell sofandi eftir 4 ára afmælissirkusferðina

hrafnkell_sofandi

Hrafnkell skrifaði nafnið sitt sjálfur (eftir fyrirmynd reyndar) og teiknaði flott blóm

hrafnkell

Svona líta eyðimerkurrotturnar okkar út, þetta er Manni

manni2

Og önnur mynd af Manna þar sem að Nonni er ekki jafn athyglissjúkur

manni

Jólin jólin allsstaðar….

Það er langt liðið á haustið, næstum farið að koma frost (var  bara 2,5°c í morgun birrrr) og jólapælingar farnar að láta bera á sér. Seinustu jól vorum við í Noregi og þar af leiðandi leitar hugurinn heim til Íslands – í mínum huga eru jól á Íslandi það besta í heimi. Að geta verið með fjölskyldunni sinni og vinum, slappað af og étið ógrynnin öll af góðgæti, drukkið malt (og jafnvel styrkt það aðeins með appelsíni) já eða jafnvel jólaöl, spila spil og svo auðvitað að eiga gott afmæli.

Því miður virðist frekar ólíklegt (mjög ólíklegt) að mér verði að ósk minni að komast til Íslands um jólin. Ég var náttúrulega þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að fara til Íslands í sumar, Doddi fór til Króatíu í haust – sem var ekkert ókeypis þó það hafi svosem ekki verið dýr utanlandsferð þannig lagað, íslensku lánin okkar hækka (og það munar um hverja krónu), gengið lækkar (sem þýðir dýrari dkk fyrir okkur) og verðlagið hér (matur, leiga, föt) hækkar. Þar að auki virðist útilokað núna að Doddi nái að vinna eitthvað í janúar, og það er pottþétt útilokað að ég gæti gert það þar sem að ég er í 3 prófum sem verður vandlega dreift yfir allan janúarmánuð. Þar af leiðandi getum við ekki leift okkur að kaupa núna miða til Íslands sem gerir það að verkum að þegar nær dregur og við sjáum betur hvernig peningamál standa að þá verður flugfarið hvort eð er orðið ógeðslega dýrt.

Og þá spyr maður sig, hvað getur maður gert í staðinn? Við Doddi teljumst örugglega sem stórskrítið fólk en við höfum voðalega lítinn áhuga á því að stofna okkar eigin einkajól – bara við 3 saman. Okkur langar til að eyða jólunum með öðru skemmtilegu fólki. Langar ekki bara einhverjum til að koma til Köben um jólin? Eða einhverjar aðrar góðar hugmyndir?

Anyway svona eru jólapælingarnar á þessum bæ, hvaða jólapælingar hafið þið?