dagur 2

Já eða ætti maður að segja nótt 2? Amk þá er Hrafnkell búinn að sofa tvær nætur bleyjulaus og ekkert slys. Þetta þykir nokkuð merkilegt hérna á heimilinu þar sem að ákvörðunin um að prufa bleyjuleysið var tekin útaf því að við nennum ekki að kaupa fleiri bleyjur.

Vonandi heldur þetta bara áfram að ganga svona vel :-) Hrafnkell er amk mjög ánægður með að færast einu skrefi nær því að vera jafn stór og Magni Steinn. Við vorum aðeins að ræða þá frændur um daginn og það þótti ekki lítið merkilegt þegar ég sagði að Hartmann væri smábarn, Hrafnkell væri krakki en Magni Steinn væri alveg að verða unglingur og að unglingar væru krakkar sem væru að breytast í fullorðna. Það fannst Hrafnkeli sko kúl, að hans eigin frændi væri að fara að breytast í fullorðinn – einsog fyrir galdra.

Þá ákvað Hrafnkell líka að þegar hann yrði fullorðinn, einsog Magni Steinn, þá ætlaði hann sko að fara að keyra um í bíl með Magna Stein og hann ætlaði sko sjálfur að keyra en Magni Steinn á að sitja í mömmusæti – og þeir ætluðu sko að drekka kók líka! Hann ætlar greinilega að gera allt sem hann má ekki gera núna.

En já það ku vera gott að vera stór einsog Magni Steinn :-)

Hrotur og skókaup

Um daginn var erfið nótt, Hrafnkell vaknaði oft og bað um vatn og hitt og þetta og þar fyrir utan þá var hann líka að vakna og skríða uppí (sem hann gerir ca. aldrei) og svo fara aftur í rúmið sitt. Morguninn eftir vorum við aðeins að ræða þetta og ég sagði að hann mætti ekki vera svona mikið á flandri á nóttunni því að ég gæti ekki sofið þegar hann væri alltaf að koma upp í og fara og koma og fara. Þá leit barnið á mig og sagði með vanþóknunarþjósti “mamma, þegar ég er að reyna að sofna og þú gerir bara svona *mjög ýkt hrotuhljóð* þá get ég heldur ekkert sofnað!”

Það er slæmt að maður haldi svona vöku fyrir vesalings barninu.

Annars virðist vera erfitt að vera 4 ára, já eða barnið er loksins að vinna úr því að vera á svona flandri allt sumarið – pabbaleysið 2x – ofl. Hann vill amk ekki fara í leikskólann, ekki útaf því að það sé svo leiðinlegt eða eitthvað svoleiðis heldur útaf því að hann saknar mömmu sinnar svo mikið – amk segir hann það sjálfur. Hann segir að það skipti sko engu máli hvað það er gaman því að hann saknar mín svo rosalega mikið og í morgun svór hann (segir maður það ekki svona?) að hann myndi sko frekar vera heima hjá mér og gera ekki neitt allan daginn en að fara með einhverjum öðrum að leika sér eða í bíó eða eitthvað.

En eigum við ekki öll svona tímabil þar sem að okkur langar helst að gera eitthvað annað en það sem við þurfum að gera? Enda hefur hann það alveg ágætt í leikskólanum (þrátt fyrir allann söknuðinn). Í kvöld ætla ég að reyna að  koma honum extra snemma í rúmið, kannski skilar það sér í glaðari dreng. Við ætlum líka að fara saman og kaupa nýja skó, ódýru H&M skódruslurnar sem ég keypti í sumar eru að syngja sitt síðasta – enda hafa þær enst alveg allan peninginn (sem var ekki mikill). Þessi skókaupaáhugi barnsins (ég mátti sko ekki fara án hans að kaupa skó því að honum vantar svo að fá græna skó) fékk mig til að hugsa til Elvu systur minnar, ætli það  væri ekki best ef að Hrafnkell og Elva gætu farið að kaupa skó saman og ég og Magni Steinn gætum bara gert eitthvað annað á meðan ;-) En fólk getur víst ekki gengið um á tásunum allann ársins hring.

Nokkrar afmælismyndir

Svalur í gallanum frá Hjöddu ömmu og Bjössa afa

Svalur í gallanum frá Hjöddu ömmu og Bjössa afa

Töffari

Töffari

Og það er hægt að hreyfa sig í honum

Og það er hægt að hreyfa sig í honum

Svona gerðum við herbergið

Svona gerðum við herbergið

Að borða

Að borða

að leika okkur

að leika okkur

að horfa á teiknimynd

að horfa á teiknimynd

Smá smotterí

Það er löngu kominn tími til að skrifa eitthvað en einhvernvegin hefur verið svo “mikið” að gera. Það virðist líka enginn vera almennilega í blogggírnum þessa dagana.

Anyway þá tókst mér að nöldra mig inn í skólann. Skólinn byrjaði á miðvikudaginn og um miðjan miðvikudag fékk ég tilkynningu um að ég fengi sæti í bekknum. Þetta er bein afleiðing af því að vesalings maðurinn, sem sér um sætisveitingar í þetta nám, var búinn að þola síendurtekna tölvupósta frá mér seinustu vikur þar sem að ég pressaði á hann um að gefa mér endanlegt svar. Þegar ég mætti svo á fimmtudaginn í skólann þá komst ég að því að bekkurinn er ca 35 manns (gróflega áætlað) og það eru yfir 100 manns á biðlista svo að ég tel mig bara nokkuð góða með að nöldra mig inn í bekkinn.

Námið virkar vel á mig, fyrsta önnin verður reyndar frekar þurr en það var alveg vitað fyrirfram, en það er gaman að komast í bekk þar sem flestir virðast actually vera þarna til þess að læra. Það á þó eftir að koma í ljós þegar maður kemst lengra inn í þetta hvort að námið standi undir væntingum. Reyndar eru þær væntingar, því miður, ekkert rosalega háar þar sem að mín kynni af dönsku skólakerfi eru ekki mjög góð. Allt sem ég hef hingað til séð af þeirra skólakerfi bendir til þess að það sé rosalega illa skipulagt og undarlega metið (og léleg samskiptamunstur hjá kennurunum). Vonandi verður KNORD til þess að bæta álit mitt á dönunum.

Doddi er kominn og farinn, kom frá Noregi á laugardagskvöldi og fór svo í morgun til Króatíu í skólaferðalag. Hrafnkell telur sig vera orðinn 4 ára þar sem að við báðum um að það yrði haldið upp á afmælið á föstudaginn í leikskólanum og svo gáfum við honum einn pakka á föstudaginn og fórum svo í sirkus (sem var by the way geggjað kúl). Svo á morgun verður smá sýnishorn af barnaafmæli hérna.