Ný síða

Ég hef ekki bloggað mikið undanfarið, hef satt best að segja ekki verið í stuði til að segja frá einu né neinu. Þrátt fyrir að Magni Steinn hafi verið hérna hjá mér í eina skemmtilega viku þá hefur framtíðin átt hug minn allan. Ég komst ekki inn í skólann, ég virðist ekki hafa komist inn eftir að biðlistanemendurnir voru teknir inn en þrátt fyrir að ég hafi sent tölvupóst og óskað eftir að fá endanlegt svar þá hef ég ekki fengið það. Skólinn byrjar á miðvikudaginn í næstu viku svo að ég efast stórlega um að einhver undur og stórmerki gerist þangað til. Það sem mér finnst verra en að hafa ekki komist inn er að vita hverjir komust inn, því að þar á meðal er fólk sem mér fannst undarlegt að skildi útskrifast yfirleitt. Fólk sem var ekki bara með verri einkunnir en ég heldur líka með töluvert lægri einkunnir en ég – en hinsvegar er það fólk sem þarf að borga skólagjöld. Djöfulli er ég komin með leið á þessari útlendingastefnu dana. Danir eru ógeðslega fordómafullir, leiðir og pirraðir yfir öllum innflytjendunum en engu að síður þá vilja þeir helst af öllu fá þetta fólk í skólana sína. Þetta er útaf skólagjöldunum, þeir græða svo mikið á því að fá þetta fólk hingað. Svo getur þetta fólk heldur ekki fallið, sem er ennþá meira pirrandi fyrir okkur hvítingjana. Auðvitað eru sumir af þeim í skóla til að læra en það er líka augljóst að flestir af þeim eru í skóla til að fá visa.

En já anyway þar sem að ég komst ekki inn í skólann þá veit ég ekki hvað í fjandanum ég á að gera og ég hata að vera svona stefnulaus. Það er of seint að reyna að skrá sig í einhver önnur nám svo að það eina sem er í stöðunni er að reyna að fá vinnu einhverstaðar. Þó að maður geti ekki beint verið picky þá vil ég nú fyrst reyna á það að fá vinnu sem hefur eitthvað með mína menntun að gera, svona áður en maður fer í skeiningarog skúringar.  Ég er því bæði búin að sækja um slatta af störfum (það er ekki beint mikið í boði, en samt eitthvað), einnig búin að senda umsókn á staði sem eru ekki að leita að fólki, og svo ákvað ég að uppfæra heimasíðuna mína með það í huga að hún sé nokkurnskonar portfolio fyrir mig.

Svo að ég  hef uppfært heimasíðuna mína, er ennþá að slípa hana til, breyta og laga texta við myndir og ég á eftir að bæta við linkum á heimasíður sem ég hef gert en endilega kíkið, skoðið og kommentið.

www.eddaros.com

Og hvað svo?

Hvað gerir maður þegar plan A gengur ekki upp og svo virðist plan B ekki heldur ætla að ganga upp og plan C er eiginlega bara „þetta reddast“?

Ég er semsagt komin heim, eftir gott frí heima á Íslandi, og þar beið bréfið mikla meðal óendanlega mikils ruslpósts. Ég var með óþægilega tilfinningu gagnvart þessu bréfi, reyndi að afsaka það með því að ég er svartsýnismanneskja almennt séð, sem var svo staðfest þegar ég opnaði það. Því miður komst ég ekki að í skólanum en er þó að biðlista, ef ské kynni að einhverjir detti út. Þannig að það er ekki öll von úti en samt eiginlega.

Kallinn sagði, í viðtalinu sem ég fór í, að skólinn væri með þjóðerniskvóta og tæki bara inn 3-4 af hverju þjóðerni og ég býst við að það hafi ýtt mér út því að ég veit um einstaklinga sem komust inn þrátt fyrir að hafa td verri einkunnir en ég úr KTS en þeir einstaklingar eru danir. Þannig að núna þarf ég að skrifa honum email og spyrjast fyrir um þennan biðlista, hvernig ég standi og hvort að það sé raunhæfur möguleiki að ég komist samt inn – og benda honum á að þetta er eitthvað sem ég virkilega vil (þó að ég hafi ekki verið svo sannfærð um það í vor þá er ég sannfærð núna).

Þar fyrir utan sé ég ekki annað í stöðunni en að byrja á því að sækja um allar þær vinnur sem ég finn, sem actually koma menntun minni eitthvað við. Einnig þyrfti ég líka að fara fljótlega í það að sækja um vinnur við að skeina rassa eða eitthvað álíka spennandi, hugsa samt að ég myndi frekar vilja fara bara í einhver þrif eða eitthvað. Hvað sem hverju líður þá höfum við ekki efni á því að hafa mig tekjulausa.

Búhú! Ég er hundfúl, var eiginlega búin að treysta alveg á að komast inn, þrátt fyrir þetta gut-instinct um að ég kæmist ekki inn. Þar fyrir utan er heillangt þangað til að Doddi kemur heim og satt best að segja þá finnst mér ég óttalega ein í heiminum eitthvað . EN það þýðir ekkert annað en að hrista af sér slenið, ganga frá hérna og vona það besta.