Smá mini aukafrétt

Ég er búin að vera dugleg og setja inn bæði nýjar myndir og gamlar inná gallerýið mitt endilega kíkjið

http://eddaros.com/gallery/main.php?g2_itemId=277

það ætti að vera lykilorð – ef allt er að virka rétt – og það ætti að vera bara það sama og það var á barnalandssíðunni

Loksins eitthvað að frétta!

Jæja það er loksins eitthvað að frétta hérna í baunalandi. Það merkilegasta er kannski sumarplön okkar. Doddi fer til Noregs að vinna og við Hrafnkell förum til Íslands :-)

Mamma nefnilega reyndi að hringja í mig í dag, ég heyrði ekki í símanum en sá bara missed call á símanum mínum. Þegar ég hringdi aftur svaraði Ragna en mamma var upptekin í gemsanum sínum. Ég ætlaði þá bara að hringja aftur seinna þegar ég heyrði mömmu kalla “er þetta Edda” fyrir aftan og svo var hún bara búin að skella á vesalings manneskjuna sem hún var að tala við og komin í símann að tala við mig. Hún spurði hvar ég væri og þegar ég sagðist vera að labba heim, með Hrafnkel, úr leikskólanum þá sagðist hún ætla bara að hringja þegar við værum komin heim. Auðvitað bjóst ég við hinu versta. Svona áríðandi samtal, sem að þó varð að bíða þangað til að ég væri heima hlaut eiginlega að þýða eitthvað svakalegt. En þá var hún bara að hringja og segja mér að þau pabbi ætluðu að bjóða okkur pjakk til þeirra, það væri hvort eð er örugglega ódýrara fyrir þau en að koma hingað þó það væri í stuttan tíma. 

EN já amk þá erum við pjakkur að koma til Íslands, fljúgum til Akureyrar eftir akkurat mánuð! 

Við Hrafnkell vorum að ræða hverja við ætluðum að hitta, ég nefndi ömmurnar og afana, Valdís, Rögnu og Hartmann (sem hann kom nú ekki alveg fyrir sig, en hann vildi sko alveg hitta litla barnið haha, hann á eftir að læra þetta) og svo sagði ég að við myndum hitta einn enn sem héti M… og hann horfði á mig, hugsaði smá og sagði svo “Magna Stein! Oh…. Vúhú!” Það var sko toppurinn á öllu! En svo fór hann og fann mynd af Hrafnhildi og sagðist vilja hitta hana líka því að hann elskar hana :-)

Annars þá er Hrafnkell loksins búinn að læra að hjóla, við foreldrarnir vorum farin að örvænta. Hann fékk hjólið í afmælisgjöf þegar hann varð þriggja ára. Síðan þá hefur hjólið beðið niðri, læst, hjá hinum barnahjólunum. Við höfum farið framhjá því á hverjum degi, oftast höfum við minnst á það hvað hann sé heppinn að eiga svona flott hjól. Við höfum 3-4 sinnum neytt barnið til að fara að prufa. Það hefur gengið mjög illa að fá hann til að fatta að hjóla með löppunum. Svo um daginn þá prufuðum við einu sinni enn, og viti menn barnið bara hjólaði af stað – alveg jafn hissa á þessu og foreldrarnir. Núna hjólar hann einsog atvinnumaður, hann er reyndar svo heppinn að hann getur ekki dottið (dettur semsagt nokkrum sinnum í hverri ferð, er ekki alveg að pæla í því að hjálpardekkin bjarga ekki öllu) – að hans sögn amk, getur oftast farið sjálfur af stað og svoleiðis. Það er gott að vita að það er hjól til í Hrísateignum sem er í réttri stærð svo að kallinn á eftir að geta hjólað aðeins í sumar. 

Annars þá hafa halakörturnar (sem við veiddum í kirkjugarðinum) breyst í froska, en þar sem við nennum ekki að eiga við froska þá ætlum við að fara og sleppa þeim á morgun – amk ef þeir drepast ekki úr hungri á meðan. 

Hvað varðar skólamál þá er ég búin að sækja um top-up bachelor nám í Knord (Köbenhavn Nord) í námi sem heitir Web Development, núna er bara að bíða og vona að ég heyri eitthvað skemmtilegt frá þeim. Ef ekki þá veit ég ekki hvað í andsk**anum ég geri af mér.

Alltaf yndislegt að búa í útlöndum

Um daginn var yndislegt veður, einsog flesta aðra daga hérna síðan við komum heim frá Íslandi. Hrafnkell hafði sjálfur orð á því, stuttu eftir að við komum heim aftur, að allt væri svo breytt núna væru trén vöknum og búin að búa sér til laufblöð og svo væru komin blóm í öllum litum. Hann var mjög glaður með þetta allt þrátt fyrir að vera alveg tilbúinn að fara aftur til Íslands – núna er hann farinn að plana að taka Amiru og mömmu hennar með sér til Íslands, því að þær hafa aldrei áður farið til Íslands, en það er allt önnur saga.

Um daginn var yndislegt veður, flestir íbúar Solbakken (amk flestir íslendingarnir) voru úti í garði með börnin sín. Foreldrarnir lágu í hálfgerðu hitamóki og börnin léku sér. Eftir 1-2 tíma af hita, sól og íslendingaslúðir nennti ég ekki að hanga þarna lengur í aðgerðarleysi svo að ég fékk son minn til að koma með mér á halakörtuveiðar. 

Við fórum í sokka og skó og lögðum svo af stað. Þegar við vorum komin að götunni sem liggur inn í kirkjugarðinn, að legsteinabúðinni, sáum við 2 unga menn við bíl, sem var lagt hinum megin við götuna. Þeir voru eitthvað undarlegir, frekar skuggalegir að mínu mati, svo að ég reyndi að sjá hvað þeir væru að gera (vitanlega reyndi ég samt að láta ekki bera mikið á þessari forvitni minni). Ég sá síðan greinilega hvernig þeir voru að græja sér sprautu… Ég fór þá að labba hraðar, mun hraðar, og nánast dró vesalings barnið inn í garðinn.

Inn í kirkjugarðinum fundum við einn poll sem iðaði af halakörtum svo að veiðarnar gengu frekar hratt fyrir sig. Svo héldum við heim með körturnar til að koma þeim fyrir í betri dollu. Á leiðinni heim sá ég svo hvar gaurarnir tveir voru búnir að koma sér fyrir á bekk, sem er í beint fyrir framan legsteinabúðina, og voru þar að græja sé vatnspípu. Ég veit svosem alveg að sumir reykja venjulegt tóbak í vatnspípum, ég veit líka að flestir reykja eitthvað annað í þeim. Ég var því fljót að ákveða að fara aðra leið (sem lá ekki framhjá þeim) til að komast heim. 

Ég á rosalega erfitt með að ímynda mér að ég yrði vitni af svona hátterni heima á klakanum. Amk ekki ca 50 metra frá leikvelli fullum af börnum og foreldrum. Amk ekki fyrir utan höfuðborgina… held ég.

True neutral eða kannski lawful neutral?

Einu sinni, fyrir langa langa löngu (amk virðist það vera það langt síðan núna), þá spilaði ég hlutverkaspil með systrum mínum og mökum okkar. Þegar við gerðum okkur karaktera þá þurfum við að ákvarða hvernig þeir litu á heiminn, hvernig þeir brygðust við aðstæðunum og umheiminum. Þetta skiptist í 9 stig frá því að vera lawful good, þeir bestustu af þeim bestu, niður í að vera chaotic evil, þeir verstustu af þeim verstu. 

Ég hef lengi vel talið mig sjálfa vera svoldið chaotic good, semsagt mestmegnis góð en samt hafa lög og reglur ekki skipt mig svo miklu máli. 

Þegar ég hinsvegar lít á mál líðandi stundar og hugsa um það hvert sé mitt álit á málunum þá held ég að ég sé kannski ekki svo mikið good ennþá. Enda sakar fólk mig oft um að vera bæði kaldhæðin og óþolandi raunsæ. Ég á það til að sjá hlutina einsog þeir eru og ég hef lítinn áhuga á því að sykurhúða eitt né neitt. 

Það var köttur myrtur á Húsavík um daginn. Ég skil vel að kötturinn hafi verið tekinn af lífi, ég vorkenni eigendum hans ekki rassgat – enda er lausaganga katta bönnuð á Húsavík. Ekki misskilja, ég elska ketti, en ég efast um að kötturinn hafi þurft að þjást neitt. Mér finnst meira að segja líklegt að ef kötturinn var vanur að fá að vera úti að þá hefði hann orðið þunglyndur og átt rosalega erfitt ef hann hefði verið neyddur til að vera inni og þar af leiðandi mannúðlegt (orð sem ég reyndar þoli ekki) að taka hann af lífi. Það sem er slæmt í þessu máli er tvennt, annarsvegar (og aðalatriðið í mínum huga) þá var skotið af byssu innanbæjar og (shit ég hugsaði og en skrifaði fyrst and) hinsvegar að það hefði mátt gefa eigendunum smá tækifæri að ná í köttinn.

Annað mál er raunveruleikasjónvarpsstjörnuwannabeið sem lét taka sig fyrir smygl í Brasilíu. Ég get ekki vorkennt honum mikið, hann kom sér í þessi vandræði sjálfur – hann hefði meira að segja bara getað reynt að klára smyglið, sem hann guggnaði á, í Danmörku og þá hefði hann fengið að vera nágranni minn og gist á nokkuð eðlilegu fangelsi (held ég amk, þekki reyndar ekki vel húsakostinn í fangelsum hér í landi en þau hljóta að vera betri en í Brasilíu). Mér finnst hlægilegt að það sé verið að halda söfnun fyrir hann. Mér finnst fáránlegt að það sé verið að draga kynhneigð hans inn í málið, einsog það skipti einhverju máli hvort að hann er hommi eða ekki? Eiga hommar erfiðara að láta ríða sér í rass á portúgölsku en þeir sem eru straigt? Mín vegna mega íslensk stjórnvöld alveg beita sér fyrir því að ná í gegn framsalssamningi milli Íslands og Brasilíu, þangað til má vesalings Ragnar bara vera þarna. Það eru amk 2 aðrir íslendingar í fangelsum í Brasilíu, við vitum ekki einu sinni nöfn þeirra – en jú kannski eru þeir ekki hommar og eiga því ekki jafn bátt með að vera í þriðja heims fangelsi. Einhverstaðar, í umræðum um þessi mál, las ég að fangelsisvist fyrir einn fanga í mánuð kostaði ca jafn mikið og ein ráðherralaun. Ég væri alveg til í að fá þau laun, já eða bara hlut af þeim launum, fyrir það að fara ekki í fangelsi. En bottomlineið er að ég get bara ekki fengið það af mér að vorkenna honum rosalega, það eru örugglega margir sem hafa það jafn skítt ef ekki meira skítt en hann algerlega án þess að einu sinni að hafa kallað það yfir sig sjálfir. 

Að lokum þá var umræða á barnalandi/er um daginn um framhjáhald. Ég sagði að ef minn maður héldi framhjá mér þá teldi ég hann 100% ábyrgan fyrir framhjáhaldinu og viðhaldið væri í raun stikkfrítt í mínum augum – viðhaldið var nefnilega ekki að halda framhjá mér heldur maðurinn. Í mínum huga er kynlíf sem maður velur ekki sjálfur nauðgun, ég get ekki stundað kynlíf með neinum sem ég vil ekki nema að mér sé nauðgað. Nauðgun er ekki framhjáhald, ekkert frekar en annað ofbeldi. Þar af leiðandi get ég ekki séð aðstæður þar sem að maðurinn lendir í framhjáhaldi, það er alltaf hans val. Viðhaldið er bara ekki í sambandinu og hefur ekki lofað mér einu né neinu (ég liti reyndar öðruvísi á málin ef viðhaldið væri vinkona mín eða systir, haha eða móðir). Vegna þessara skoðanna minna voru nokkrar konur sem voru sannfærðar um að ég hlyti að vera viðhald einhvers, það myndi engin nema viðhaldið sjálft halda því fram að viðhaldið væri stikkfrítt. Ég veit reyndar ekki viðhald hvers ég sé og ég hef hugsað meira um þetta og ég verð bara ennþá sannfærðari um það að ef Doddi héldi framhjá mér þá myndi ég algerlega kenna honum um það. 

Og ennþá meira að lokum þá hafa nokkuð oft verið “save the world” verkefni í skólanum og mér finnst þau alltaf jafn asnaleg. Ég hef engan áhuga á því að eyða orku í að bjarga einhverju sem er ekki hægt að bjarga. Það er nefnilega ekkert sem við, mannfólkið, getum gert sem að mun eyðileggja líf á jörðinni – nema kannski ef okkur tækist að sprengja sjálfa plánetuna í loft upp. Það versta sem við gerum jörðinni er líka eitthvað sem við munum seint hætt að gera, það er ekki að nota bíla eða hætta að henda rusli, að borða meira grænmeti eða ganga í lífrænum fötum neibb það versta sem við gerum er að ríða of mikið og of oft án getnaðarvarna. Það er alltof mikið af fólki í heiminum og satt best að segja þá er ekki til mannúðleg (ohhh ljóta orðið aftur) leið til að fækka okkur. Það eru til margar ómannúðlegar leiðir, svo eru margar náttúrulegar leiðir en við erum dugleg að berjast á móti þeim öllum. 

Hinsvegar vil ég að við vinnum að því að gera jörðina að þægilegri stað fyrir fólk að búa á og í því felast hlutir einsog minni mengun, vernda náttúruna osfr. En við björgum ekki heiminum, sama hvað við gerum – góða hliðin er reyndar sú að við eyðum honum ekki heldur. Við erum bara litlir ómerkilegir apar sem finnst gaman að segja sögur og að ríða.

Mikið að gera

Það er mikið að gera þessa dagana, aðalega þó í skólanum. Kúnninn virðist ekki skilja þegar við segjum honum að þrátt fyrir allt þá sé þetta skólaverkefni og að við höfum skiladag sem við verðum að virða ef við ætlum að fá að taka prófið og útskrifast, og það gerir málin eilítið flóknari en þau þyrftu að vera. Við erum reyndar búnar að ræða þetta innan hópsins og búnar að ákveða að núna þá ætlum við bara að gera hlutina eins vel og tíminn leyfir, eftir okkar höfði, og ef kúnninn vill ennþá nota síðuna og vill ennþá fá breytingar þegar við erum búnar að skila verkefninu til skólans þá getur kúnninn alveg beðið okkur um að gera breytingar og vinna að síðunni í sumar – gegn gjaldi auðvitað. Við erum reyndar 2 í hópnum sem erum svolítið að vonast til að svo verði (að kúnninn vilji borga okkur fyrir að vinna að síðunni í sumar) því að okkur vantar pening. Sú þriðja er alveg róleg því að hún fær SU (danska skólastyrkinn) í sumar (vegna þess að í DK þurfa nemendur að fá frí einsog aðrar vinnandi stéttir) og þar fyrir utan getur hún stokkið inní gamla starfið sitt á Jylland þar sem hún fær amk 17000dkr á hálfsmánaðar fresti – sem gerir um 25000dkr á mánuði sem  er meira en 500þús íslenskar! Svo að hún þarf ekkert að pæla of mikið í þessu.

Annað í fréttum er að allir fiskarnir okkar eru dauðir, það er bara einn snigill eftir og hann er frekar slappur. Hrafnkell fann nefnilega hnetu úti í garði, kom með hana inn, opnaði hana og laumaði svo sjálfri hnetunni ofan í fiskabúrið. Einhverju seinna tók ég þó eftir hnetunni en ég hélt að það gerði nú ekki svo mikið til, en morguninn voru allir fiskarnir dauðir eða deyjandi. Svo að núna þurfum við að ákveða hvað við gerum, hvor að við kaupum einhverja ódýra fiska eða hvort að við pökkum búrinu niður í bili. Hvort heldur sem er þá þarf örugglega að taka allt í gegn og þrífa, sjóða það sem hægt er að sjóða osfr til að drepa niður hvað sem það var sem að drap fiskana.

Við höfum ekkert heyrt frá Bispebjerg hospital um það hvenær við eigum að fara með Hrafnkel í tjekkið. Ég er farin að vera svoldið óróleg útaf þessu því að ég hef heyrt sögur af fólki sem hefur verið að bíða eftir sambærilegum bréfum (veit reyndar ekki hvort það var frá sama sjúkrahúsi) og fengu þau of seint. Td þá var einn vinur minn hérna að fara með kærustunni sinni í fóstureyðingu, þau voru búin að fara í öll viðtölin og fá grænt ljós á aðgerðina og voru send heim og sagt að þau myndu fá tilkynningu í póstinum um það hvenær aðgerðin yrði framkvæmd (já þetta eru danir, þurfa alltaf að vera með vesen). Þau fengu bréfið kl 1 og í því stóð að aðgerðin ætti að fara fram kl 11  sama morgun. Ég varð ekkert smá reið fyrir þeirra hönd, þó að málunum hefði verið reddað, því að þetta er ekki aðgerð sem má bíða, hver dagur skiptir máli -enda má gera ráð fyrir að kona sé komin amk 4-5 vikur áður en hún áttar sig á því að hún er ólétt, svo koma einhverjir dagar þar sem að hún veltir möguleikum fyrir sér, svo er viðtal og annað viðtal og það tekur þá einhverja daga í viðbót, svo er þá að bíða eftir þessu bréfi og það gerir einhverja daga í viðbót og það má ekki framkvæma þessa aðgerð eftir 12 vikurnar. Einnig hugsa ég að það sé erfiðara fyrir konu að fara í þessa aðgerð eftir því sem að hún er ólétt lengur. En já amk þá erum við ekki búin að fá tíma uppi á sjúkrahúsi (sem ég veit ekkert hvort er uppi eða ekki, það er bara svo eðlilegt að segja uppi á sjúkrahúsi).

Um páskana þá varð ég aftur frænka, núna er ég rík og á 2 náfrændur, einn stóran sem ég hef ekki séð í alltof langan tíma og enn lítinn sem ég sá reyndar um páskana en ég sá bara alltof lítið af honum og alltof stutt. Hrafnkeli fannst þessi frændi mjög merkilegur, hann var ótrúlega lítill en gat grenjað ótrúlega hátt – eiginlega alltof hátt. Þessi frændi var samt ótrúlega leiðinlegur, uppfyllti ekki væntingar um skemmtanagildi, en samt merkilegur. Hefði Hrafnkell getað skipt honum Hartmanni Völundi út fyrir Magna Stein þá hefði það verið gert á núll einni (enda var það stærsti gallinn við Íslandsförina að Magni Steinn skildi ekki vera þarna einsog hann átti að vera) en samt var sá litli merkilegur. 

Svo eftir páska, rétt áður en við fórum til baka til DK, þá gistum við 2 nætur hjá Frosta og Sonju og þau eiga bæði einn stóran strák og eina 9 mánaða skruddu. Hrafnkeli líkaði mjög vel við það að hafa þau 2 til að leika við. Stelpan var einmitt mjög skemmtileg, og áhugaverð, en honum fannst hún frekar erfið í umgengni. Hann varð að passa að hún borðaði ekki dótið hans (hún er alger ryksuga, litla rófan) og þar fyrir utan þá átti hún það til að meiða hann aðeins og ef hann svaraði fyrir sig þá þurfti svo lítið til að hún færi að grenja og þá fékk hann samviskubit (haha ég sá það á svipnum á honum, hann ýtti aðeins við henni og hún fór að grenja og hann var næstum farinn að grenja sjálfur hann skammaðist sín svo mikið þó að það hefði enginn skammað hann). Hún var eiginlega erfiðari en hún var skemmtileg og því var hann voða feginn þegar heimsóknin var búin.

Þessi tvö litlubörn urðu svo til þess að við Doddi fengum frið frá “við skulum eignast litla barn” tuðinu í 2,5 vikur. Það var ágætt því að þetta var orðið frekar þreytt þarna fyrir páska. En í morgun þá vaknaði Hrafnkell fílelfdur og vildi eignast litla barn, hann var búinn að plana hvar litlabarnarúmið ætti að vera og sagði að ég gæti bara gefið barninu að drekka úr brjóstunum mínum, ég þyrfti bara að vera duglega að drekka mjólk, djús og kók til að litla barnið gæti fengið mjólk, djús eða kók úr brjóstunum – rökrétt ekki satt? Ég bennti honum á að litlabarnarúmið væri eiginlega fyrir öllu dótinu hans og ef við fengum litla barn og settum rúmið þarna þá gæti hann ekkert leikið sér að dótinu sínu. Lausnin á því vandamáli var einföld, við geymum bara litla barnið í stofunni. Svo fórum við inní stofu og hann sýndi okkur hvar litlabarnarúmið gæti verið í stofunni og hvernig við þyrftum að labba í kringum það til að meiða ekki barnið. Svo labbaði hann þvert fyrir svæðið tilkynnti að það mætti alls ekki labba svona yfir litla barnið því að þá kæmi blóð og barnið myndi meiða sig ofsalega mikið og við vildum það ekki. 

En anyway þá vona ég að þessi morgun hafi bara verið einstakur, mér finnst þetta “ég vil eignast litlabarn” tal ekkert skemmtilegt svona til lengdar.